Vinnan - 01.12.1947, Page 32
Frá 20. þingi Alþýðusambands Islands
Verkalýðsmál
A þeim helming, sem liðinn er af starfstímabilinu
milli reglulegra sgmbandsþinga, hafa viðhorfin í málum
verkalýðsins tekiS miklum breytingum.
Nýsköpun atvinnuveganna hefur veriS stöSvuS. Inn-
flutningur byggingarvara og annarra efnisvara til fram-
leiSslunnar hefur veriS skorinn svo mjög niSur, aS at-
vinnuleysiS, hinn gamli vágestur verkamannaheimil-
anna, er nú á ný aS skjóta upp kollinum.
Nýjar og miklar tollabyrSar hafa veriS lagSar á
herSar vinnandi fólks í landinu og verkalýSurinn þar
meS knúinn af stjórnarvöldunum til hinna lengstu og
víStækustu vinnudeilna, þar sem lagt var ofurkapp á
aS knésetja verkfallsmenn og sundra samtökunum.
Eigi aS síSur stóSust samtök verkalýSsins raunina.
Vmf. Dagsbrún vann einn hinn þýSingarmesta sigur
fyrir verkalýSinn í heild meS mánaSar verkfalli.
MeS hálfs mánaSar verkfalli fékkst því framgengt á
NorSurlandi, aS í öllum síldarverksmiðjunum þar gilda
nú SiglufjarSarkjör og þar meS takmarki margra ára
baráttu verkalýðsins á NorSurlandi náS.
MeS nær hálfs mánaSar verkfalli í þremur lands-
fjórSungum fengu síldveiSisjómenn verulega hækkaSa
kauptryggingu.
Allar tilraunir til þess að sundra heildarsamtökunum
og larna þau misheppnuðust og AlþýðusambandiS kom
sterkara út úr átökunum en áður. Framlenging samn-
inganna nú viS þau félög, sem náði fram launahækkun
í deilunum s.l. sumar, staðfestir m. a. þaS, aS andstæS-
ingunum er ljós þessi styrkur verkalýðssamtakanna.
En þar með eru hagsmunir verkalýðsins ekki úr allri
hættu, nema síður sé.
Gífurlegur áróður hefur veriS hafinn af hálfu ríkis-
stjórnar og atvinnurekenda til þess aS fá verkalýðinn til
að fallast á beina eða óbeina kauplækkun, enda þótt vit-
að sé, að aldrei fyrr hefur jafn mikill auður verið sam-
an kominn í höndum fárra landsmanna og nú er.
VerkalýSssamtökin verða því að vera við því búin
hvenær sem er, að ráðist verði að þeim af hálfu ríkis-
valdsins með gengislækkun, vísitölustýfingu, banni með
lögum við kauphækkunum, þ. e. nýjum þrælalögum, og
að jafnframt verði neytt allra bragða til þess að ala
á innbyrðis sundurlyndi meðal verkalýðsins til þess að
hindra einingu hans og samheldni gegn þessum hættum.
Þingið lýsir sig andvígt hverskonar skerðingu á lífs-
kjörum verkalýðsins í landinu.
ÞaS leggur ríka áherzlu á, að staðinn sé vörður um
stéttarlega einingu verkalýðsins innan AlþýSusambands
íslands.
Telur þingiS, að gæfa og gengi vinnandi fólks í
landinu sé nú jafnvel meira en nokkru sinni fyrr tengd
því, að hvert einstakt sambandsfélag inni af hendi varn-
arskyldu sína við hagsmuni meðlima sinna, hina félags-
legu einingu verkalýðsins og þau lög, sem stéttarsam-
tök hans hafa sjálf sett sér.
ÞingiS telur, að gagnvart árásum á lífskjör vinnandi
manna sé nauðsynlegt að mynda samstarf allra laun-
þegasamtaka í landinu.
Um leiS og þingið heitir á verkalýð Islands að sam-
einast til varnar þeim kjarabótum, er hann hefur náS
á undanförnum árum, telur það næst og brýnust verk-
efni sambandsins á þessu sviði eftirfarandi:
1. Skapa fullkomna einingu allra verkalýðsfélaga
innan AlþýSusambandsins gegn hvers konar árásum
á lífskjör vinnandi fólks, svo sem gengislækkun, stýf-
ingu kaupgjaldsvísitölu, grunnkaupslækkunum, lögum
gegn samningafrelsi verkalýðssamtakanna o. s. frv.
2. Koma á samstarfi allra launþegasamtaka í landinu
til varnar lífskjörum launþeganna.
3. AS verkalýðssamtökin beiti sér fyrir því, að vinn-
andi stéttirnar fái beint íhlutunarvald um rekstur þjóS-
arbúsins og aS stjórn landsins sé reist á samstarfi við
þessar stéttir, um áframhaldandi nýsköpun atvinnuveg-
anna og framfarir í landinu.
Eining verkalýðsins
ÞingiS telur nauðsynlegt, aS verkalýður landsins
gferi sér Ijóst, að einmitt nú er lífsafkoma hans og vel-
ferð meir en nokkru sinni fyrr tengd því, að hann standi
sameinaður og einhuga um hagsmuni sína í stéttafé-
lögum sínum og A. S. í. *
í dag stendur verkalýður landsins andspænis því að
verjast hinum hatrömmu og margþættu tilraunum
afturhaldsaflanna til að ræna öllu því, sem áunnizt
hefur verkalýðnum til handa síðan hin sterka stéttar-
254
VINNAN