Vinnan - 01.12.1947, Side 33
eining hans varð að veruleika með hinu nýja skipulagi
Alþýðusambands íslands.
Til að skapa jarðveg meðal alþýðu fyrir tillátsemi
við fjárplógsöflin og veikja viðnámsþrótt stéttarsamtaka
alþýðunnar eru allar horfur í þjóðarbúskapnum út-
málaðar á svartasta hátt og öll áróðurstæki sameinaðra
afturhaldsaflanna notuð í þágu bölsýninnar til að sætta
verkalýðinn við fyrirhugaða skerðingu á lífskjörum
hans í einni eða annarri mynd. — Jafnframt er stefnt
að endurvakningu atvinnuleysisins sem fyrirhugaðs
bandamanns gegn hagsmunum og samtökum alþýð-
unnar.
Hér hafa þó ekki verið talin öll vopn, sem beint er
gegn einingu verkalýðsstéttarinnar.
Reynsla síðustu mánaða hefur leitt það í ljós, að því
sterkari sem stéttarsamtök verkalýðsins hafa sýnt sig
andspænis beinum árásum, því áfjáðari er andstæðing-
urinn í það að geta kveikt elda sundrungar innan verka-
lýðssamtakanna. I þessu skyni notfærir hann sér hina
pólitísku flokkaskiptingu í landinu í það ýtrasta.
Þótt því beri að fagna, að sambandinu hefur með
árvökulli baráttu tekizt að vernda eininguna, verður
því ekki neitað, að innan sambandsins hafa sundrung-
artilraunirnar orðið innan frá að sama skapi freklegri
sem andstæðingurinn hefur aukið sóknina utan frá á
hagsmuni verkalýðsins.
í hinum miklu kaupdeilum s. 1. sumar var t. d. reynt
á freklegan hátt að koma á skipulögðum samblæstri
nokkurra sambandsfélaga gegn þeim sambandsfélögum,
sem stóðu í baráttunni, og til að framkalla refsiað-
gerðir, er gefið gætu átyllu til að kljúfa sambandið.
Var svo langt gengið, að forystumenn eins af elztu
verkalýðsfélögum landsins víluðu ekki fyrir sér að
óvirða þetta félag sitt með marki verkfallsbrjótsins. Og
dæmið um svokallað „stofnþing A. S. S.“ 1.—2. nóv.
er nóg til að sýna öllum sönnum unnendum einingar og
reglu innan verkalýðssamtakanna, að hér eru alvar-
legir hlutir á ferðum.
Um leið og þingið fagnar því, að sambandinu hefur
tekizt að hnekkja árásum þessum í félagslegri einingu
verkalýðsins lítur það svo á, að lífsskilyrði vinnandi
fólks í landinu sé það, að óvinum verkalýðsins takist
hvergi að rjúfa stéttareiningu hans á landsmælikvarða
innan A. S. í. og komast að baki þeim.
Þingið leggur því sérhverju sambandsfélagi og sér-
hverjum félaga ríkt á hjarta:
1. að standa traustum fótum á grundvelli samheldn-
innar um stéttarlega hagsmuni verkalýðsins og laga Al-
þýðusambands Islands.
2. að vísa á bug leiðsögn þess, sem hvetur til lítils-
virðingar fyrir lögum Alþýðusambands Islands, þeim
lögum, sem verkalýðssamtökin hafa sett sér að starfa
eftir.
JÓN ÚR VÖR:
KETILHREINSUN
Skammar dagsstundir bíður skipið bundið landfestum
og andar gufunni út.
Saltklömbrurnar, sem festast á ketilleiðslurnar,
verður að berja af.
Gímald gufukatlanna opnast. Fljótir að skríða til botns.
Það má enginn tími fara til spillis,
þorskurinn vakir úti á miðum og hásetar í landi.
Kertin, sem eiga að lýsa okkur um refilstigu undirdjúpanna,
lyppast niður af hita og valda ekki þyngd sinni,
að draga andann er éins og að drekka volgan sjó.
Eftir stundarfjórðungs skorpu erum við dregnir upp,
svo örmagna, að við getum tœplega valdið þrístrendum hamri
og skröpu.
Hvílík himnaríkissœla að fylla lungun með nýju tœru lofti,
kasta blautri og óhreinni skýlunni,
velta sér nakinn á köldum stálplötum lyftingarinnar,
unz félagar okkar skjóta upp sótugum kolli og kámugum herðum,
og við verðum að hverfa aftur niður í hitann og myrkrið.
Við fáum þrefalt kaup
og œtlum allir suður í haust til að menntast.
3. að framfylgja þessum grundvallarreglum hver sem
í hlut á.
4. að hlíta hverju sinni þeirri félagsforystu, sem er
löglega kjörin, án tillits til mismunandi stjórnmála-
skoðana.
5. að ástunda sem bezt samstarf við stéttarfélaga úr
öllum pólitískum flokkum um sameiginlega hagsmuni
og sambandsfélög, án tillits til annars en stéttarlegra
hag^muna.
Flugvallarsamningurinn við Bandaríkin
Tuttugasta þing Alþýðusambands íslands lýsir yfir
því, að það er afdráttarlaus krafa íslenzkra verkalýðs-
samtaka, að flugvallarsamningi þeim við Bandaríki
Norður-Ameríku, er samþykktur var af Alþingi 5,
okt. 1946, verði sagt upp eins fljótt og hægt er.
Jafnframt skorar þingið á hlutaðeigandi íslenzk
stjórnarvöld að sjá um, að ekki verði gengið á rétt
íslands við framkvæmd nefnds samnings, meðan hann
er í gildi.
VINNAN
255