Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Page 39

Vinnan - 01.12.1947, Page 39
Hann brá greiðu í skollitt hárið, leit snöggvast í ljós- blá augu sín og sá að þau voru einkennilega þreytuleg, þurrkaði sápufroðu af hægra eyranu og gekk út úr her- berginu klæddur tvennum nærbuxum og með eitt hand- klæði meðferðis. Er hann kom niður á stigapallinn, varð hann handklæðisins var og hann sveipaði því um hina beru fláka á myndastyttu af Afrodítu, sem stóð þar í útskoti alveg eins og hún væri með sinadrætti eða þá megnustu magakveisu. Síðan leyfði Pétur Van Dyck sínum fimm feta og tíu þumlunga skrokki að halda áfram niður stigann án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar. Hann bjó yfir vonum um að fylla hann með kaffi og ríkulegum morgunverði. Pétur var þrjátíu og tveggja. Hann var líka svangur. 4 Klukkustundu síðar var röðin komin að ungfrú Jó- löndu Bates Wilmont að fást við sínar nærbuxur. Sannast að segja fékkst nú Jólanda Bates Wilmont sjaldan eða aldrei sjálf við nærbuxur sínar. Hún hafði þernu til að annast það fyrir sig. Og svo að ennþá sé sannast sagt, þá var eiginlega ekki, jafnvel með hjálp af æstasta ímynd- unarafli, hægt að kalla það, sem þernan var að fást við, nærbuxur. Þær voru skapnaður — loftkennt ljóð, ort úr kóngulóarvef og knipplingum — ekta knipplingum. í raun og veru var allt viðkomandi þeim ekta, nema kon- an, sem þær prýddu. Hún var of góð til að vera sönn, en það hafði hún ekki hugmynd um. Hún áleit sjálfa sig ungfrú, sem lifði eftir æðstu lífsreglum og hæstu sið- ferðiskröfum. Að henni sjálfri og örfáum öðrum útvöld- um á sama mannfélagsþrepi undanteknum, hafði hún megnustu andstyggð á öllum ónauðsynlegum sýningum kvenlegs yndisþokka. Um hana sjálfa var allt öðru máli að gegna. Jólanda Bates Wilmont var bjargsannfærð um það, að hún vissi betur en nokkur annar kvenmaður hvað hún væri að gera, að fyrir guðlega forsjón og fæð- ingu væri hún fyrirmynd um góða siði og uppeldi, að hún hefði limi, í stað þess að millistéttarkvenmenn hefðu aðeins fótleggi og auk þess allt of rnikið af þeim. Er hún horfði á sjálfa sig í háa súluspeglinum þennan morgun, var hún ósjálfrátt að hugleiða hversu heppi- legt það væri að svo fáar stúlkur skyldu hafa efni á því að vera í jafn yndislegum undirbuxum og hún. Venju- legum meðal-kvenmanni væri ekki treystandi í svona dýr- um og fínum nærklæðum. Svo að ekki sé talað um hvað þessum lægri stéttar stúlkum gæti dottið í hug að gera, ef þær eignuðust allt í einu slíkar buxur. Þær myndu áreiðanlega ekki fela þær. Nei. Hin kvenlega sýniþrá myndi óðara sigra það litla hik, sem fyrir væri, ef það væri þá nokkuð. Tízkumeyjunni var þegar heimilt að sýna of mikið af sjálfri sér. Sjáið til dæmis baðstrend- urnar, strætisvagnana og dansstaðina — viðbjóðslegt. Slíkt frelsi ætti aðeins að veitast fólki í fínum samkvæm- um og stúlkum, sem kunnu að vera hirðulausar án þess að verða almúgalegar — stúlkum, sem ekki þörfnuðust neinnar verndar fyrir orðstí sinn. Sama máli gegndi um vínnautn og öll önnur lífsþægindi. Það eina, sem henni gramdist, var, að þegar hún væri nú gift Pétri Van Dyck, eins og ákveðið hafði verið frá örófi alda, þá skyldi hún ekki geta eignazt barnið sitt á einhvern spánýjan og áður óreyndan hátt. Til dæmis í skinnfóðruðu skríni, eða í fagurlega útsaumaðri skjóðu. Gamla lagið var allt of venjulegt. Er þernan hafði gert alla hugsanlega hluti fyrir hana, nema að hugsa og anda, leyfði Jólanda sjálfri sér að láta færa sig í glæsilegan morgunslopp. Hann var svo hirðuleysislegur, að nærri stappaði ósiðsemi, en á Jó- löndu var ekkert athugavert við hann, vegna þess að hún var svo gerólík öðru kvenfólki. Þó hefði sennilega ógagn- rýnum áhorfendum virzt, eftir hinum ýmsu hlutum af henni sjálfri að dæma, sem hún lét örlátlega til sýnis, að hún væri gerð að öllu leyti samkvæmt hinum venju- legu formúlum. Ahorfandanum — jafnvel ógagnrýnum — myndi líka virðast, að formúlum þessum hefði verið fylgt af mik- illi vandvirkni. Jólanda var allra snotrasta stúlka, vel löguð, falleg á litinn, og prýðilega fáguð utan. Hún hafði djúp, blá augu, skínandi, gullið hár, mjúklegar varir og utan um hana var hraustleg, ljósrauð og hvít húð. Innan undir þessu ytra borði var Jólanda nákvæmlega eins og hver önnur kona, sem nokkru sinni hefur ímynd- að sér, að hún væri ólík öllum öðrum kynsystrum sínum. Svör hennar myndu heldur ekki hafa orðið algerlega í samræmi við hina fáguðu framkomu hennar, ef einhver hefði gert sér þá fyrirhöfn að skýra henni frá þessum ókeypis sannindum. Það gerði aldrei neinn. /--------------------------------------------------N AF ALÞJÓÐAVETTVANGI Framhald af bls. 232 I Sovétríkjunum hefur verið fundið upp nýtt bygg- ingarefni, sem kallað er Bemit. Þetta efni er framleitt úr ýmsum úrgangi, svo sem bómull, lérefti, pappír, strá- utn og sefgrasi. Það er framleitt í plötum, 15 mm. þykk- um, og er talið að platan geti komið í stað 250 mm. múrveggs sökum hins mikla einangrunargildis er hún hefur. Efni þetta er vatnsþétt. í Moskva er Bemit framleitt eingöngu úr úrgangs pappír, dagblöðum og þessháttar, í Ukrainu er það framleitt úr strái og í Taschkent er það framleitt úr sefi. I. B. T. U. VINNAN 261

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.