Vinnan - 01.12.1947, Side 42
Eftir sameininguna sem sjálfstætt land í málefna-
sambandi við Svíþjóð gerði Noregur kröfu til Dan-
merkur á uppgerð krónnýlendna og annarra sameigna
svo sem víggirðinga, halla, skipa, jarðeigna o. s. frv.
Var samið um þetta á árunum 1814 til 1821. Endaði
málið þannig, að Noregur gaf upp tilkall sitt til þessara
hluta gegn 12 millj. ríkisdala afslætti í ríkisskuldum
sínum. Fordæmi er því fyrir því, að Danmörk geri slík-
ar sameignir upp við rétta eigendur.
Er danska grundvallarlagastjórnin hafði beitt þýzkt
þjóðerni í hertogadæmunum Slésvík-Holstein óþolandi
kúgun og brotið á þeim lög með því, að innlima Slésvík
í Danmörku, hersettu þýzku stórveldin hertogadæmin
1863—64. Neyddist Kristján IX. til að láta þau af
hendi ásamt Lauenburg, til að kaupa Danmörku frið.
Þessi lönd voru um stund sameignarlönd Austurríkis
og Prússlands. Þar sem Slésvík-Holstein misstu þannig
hinn þjóðaréttarlega persónuleika sinn, kom engin krafa
um uppgerð sameigna frá þeim.
Eignauppgerð, og skipting landa, fasteigna og fjár-
muna milli Islands og Danmerkur hefur enn engin farið
fram umfram það, að Danmörk greiddi Islandi um
skeið 60 þús. krónur á ári sem sárlítið brot af vöxtum
stólsjarðanna. En er sambandslögin voru gerð, sömdu
hinir ömurlegu fulltrúar íslands þá svo af landinu, að
þeir breyttu þessu gjaldi og námsstyrkjum íslendinga
í Danmörku, í tvo sjóði, eina milljón hvern, og fékk
Khafnarháskóli annan sjóðinn en Háskóli Islands hinn.
Þetta var gert með svohljóðandi athugasemd samninga-
nefndar beggja landa: „Samkomulag er um það, að öll
skuldaskipti milli Danmerkur og íslands, sem menn
hefur greint á um, hvernig væru til komin, eiga að vera
á enda kljáð... .“ — Félst íslenzka landstjórnin á þetta,
og kann það að vera bindandi fyrir landið, en tæpast
mun verða svo á litið, að Alþingi hafi samþykkt skýr-
ingar samningamannanna, þótt það samþykkti sam-
bandslögin. Annars kemur þetta samkomulag ekki því
máli við, sem hér er um að ræða, því slík uppgerð sam-
eigna landanna, sem hér er nefnd, hefur aldrei verið
fram sett, og því síður valdið ágreiningi.
Uppgerð sameigna íslands og Danmerkur er að einu
leyti ekki flókið mál. Því þegar ísland byrjaði búskap
sinn, var það gersamlega allslaust og meira að segja
undir ánauðarfargi danskrar verzlunar, er féfletti það
miskunarlaust fram á þessa öld, því verzlunin varð ekki
frjáls fyrr en eftir stofnun Islandsbanka, komu vélbát-
anna og lagning símans, og fram til 1855 var verzlunin
einokuð við Danmörku eina, Danmörk sat með allar
sameignirnar og situr enn.
Aður ísland byrjaði búskap út af fyrir sig, hafði
Danmörk selt sumar krónnýlendurnar og sum eignar-
löndin, en víst er, að enginn eyrir þess fjár, er fékkst
fyrir þessi lönd, hefur til íslands komið, og ekki mun
salan heldur hafa sparað Islandi aukin útgjöld, því
fjárpyndin á íslandi var þá eins hörð og landið gat með
nokkru móti þolað. Eg nefni því öll sameignarlöndin
og krónnýlendurnar, án tillits til þess, hvenær þau voru
seld.
Á gullströndinni í Vestur-Afríku átti krónan þrjár
víggirtar smáborgir: Augustenborg, Fredensborg og
Christiansborg við Akkara, sem nú er höfuðborg í The
Colnoy of the Gold Coast. Þarna mun og hafa verið
fjórða þorpið. Almenna verzlunarfélagið rak meðal
annars þrælaverzlun frá þessum stöðvum, og margt var
þar ófagurt og lítt til fyrirmyndar hjá þeim dönsku
þrjótum, er þar voru. Að nýlendum þessum lágu geysi-
stór áhrifasvæði, og þótt ekkert hefði verið gert til efl-
ingar, mundi hald þessara stöðva hafa gefið rétt til
geysi stórra og auðugrá landsvæða, er Afríku var skipt.
En árið 1850 seldi danska grunnlagastjórnin Englandi
þessar nýlendur.
Tanquebar, austan á Dekan, var fyrsta krónnýlendan,
sem hin norsk-danska króna eignaðist snemma á 17.
öld. Þetta var víggirt hafnarborg, ekki stór, en að henni
lá auðugt land. Síðar eignaðist krónan Serampur í
Benegal. Einnig það var norsk-dönsk kastalaborg. Lá að
henni mikið og stórauðugt áhrifasvæði. Græddi Ind-
landsfélagið í Kaupmannahöfn ógrynni fjár á verzlun
við þessar nýlendur, og við Kína. Árið 1845 seldi Dana-
stjórn enska Indlandsfélaginu nýlendur þéssar fyrir 1
milljón ríkisdala.
í Vesturheimseyjum náðu ríkin í 3 eyjar: St. Croix,
St. Thomas og St. Jan. St. Croix var allstór ey; á St.
Thomas var ágæt höfn á fjölfarinni verzlunar- og sigl-
ingaleið. Eyjar þessar voru í alla staði ágæt eign. Lofts-
lagið var heilnæmt og eins inndælt og á varð kosið. Um
langt skeið græddu firmu í Khöfn of fjár á plantekru-
rækt og einokaðri verzlun við þessar eyjar. En árið
1916 seldi Danastjórn Bandaríkjunum þær fyrir 100
milljónir króna. Ekki bað Danmörk heldur um leyfi ís-
lands til þessarar sölu, og enginn eyrir andvirðisins
hefur heldur runnið til vors lands. Það er haldið, að
Bandaríkin hafi náð kaupverðinu inn á 3—4 árum í
sköttum og tollum af eyjunum. Má af því ráða hversu
viturleg þessi sala var.
Eitt hinna „nærtækustu“ drengskaparbragða Dan-
merkur í íslands garð var það, að rétt fýrir aldamótin
1800 stóðu yfir samningar milli Dana og Breta um
sölu íslands til Bretlands fyrir £ 1.200.000 — og átti
að nota fé þetta til útbúnings danska flotans, og átti að
gefa hitabeltisey í ofanálag. En svo sáu Danir sig um
hönd, og vildu ekki selja, nema þeir fengi Lauenborg
í milligjöf. Svona stóðu sakir, er Danmörk, Svíþjóð og
Rússland stofnuðu „Vopnaða hlutleysissambandið“ ár-
ið 1800, og brezki flotinn gerði Dönum það til geðs,
að láta vopnin tala.
264
/
VINNAN