Vinnan - 01.12.1947, Síða 43
Fyrir óheilindi Dana gagnvart málstað frelsisins og
andstæðinga Napoleons, var farið með Danmörku sem
óvin, áður en hún lagði út í styrjöldina með Napoleon.
Nú brást þeim sú listin. að vera „jafnan með þeirn er
betur má“. Aður Napoleon væri sigraður, og áður
Danir næðu að geta „söðlað um“, var Bernadotte ríkis-
arfi Svía kominn með her sinn norður á Jótlandsskaga,
og Friðrik VI. varð að kaupa Danmörku frið með því
að afsala sér Noregi. En í Napoleonsstyrjöldunum voru
Islendingar Breta megin, enda var farið með þá sem
vina-þjóð.
ísland var annað fullvalda landið í Noregskonungs
veldi, og það orkar ekki tvímælis, að það hlaut að fá
tiltölulega miklu ríkari rétt en Damörk til þess, sem
Friðrik VI. fékk af Svíum fyrir afsal Noregs.
Upp í afsal Noregs fékk Friðrik VI. strax útborg-
aða 1 milljón ríkisdala í reiðupeningum. Var gerður
um þetta leynisamningur og látið heita svo, að þetta
væri greitt til þess að útbúa danska herinn á móti Napo-
leon! Þarna sagði sáttmálstryggðin og trúnaðurinn við
bandamann til sín sem oftar.
Svíar gáfu upp 12 milljón króna herskatt og álíka
upphæð fyrir hertöku skipa.
Svíar unnu Friðriki VI. að halda öllum'Eyrarsunds-
tollinum, sem Noregur þó átti hlutdeild í, því tolli þess-
um var haldið uppi af sameiginlegu afli allra landa kon-
ungs. Eftir að Danmörk hafði haft stórtekjur af tolli
þessurn, var hann afleystur 1857 með 47 milljón króna
greiðslu til Danmerkur frá nokkrum sæfarandi þjóðum.
Enginn eyrir af öllu þessu fé hefur til íslands komið.
Fyrir NoNreg afhentu Svíar Friðriki VI. eyna Riigen
og Sænska Pommern. Var íbúatala þessara landa ca. þg
af íbúatölu Noregs, en hlutfallslega við íbúatöluna voru
þau miklu auðugri lönd. Urðu þetta sameignarlönd
(condominia) Islands og Danmerkur. En árið eftir
(1815) seldi Friðrik Vl. Prússum þessi lönd fyrir Her-
togadæmið Lauenburg og 2.600.000 Thlr. milligjöf. í
Lauenburg voru miklar landssjóðsjarðir, og mun það
hafa valdið lystinni í hana. Árið 1864 lét Danmörk
Lauenburg af hendi, til að kaupa Danmörku frið, þ. e.
Danmörku einni til gagns.
Með Islandi urðu þessi lönd Noregskonungsveldis
eftir undir veldissprota Friðriks VI.: Grænland og
Færeyjar. Grænland var nýlenda Islands og fullkomin
séreign þess. Árið 1920 létu Danir einhvern frægasta
og auðugasta hluta Grænlands, Svalbarð, af hendi við
Noreg gegn því, að Noregur lofaði að viðurkenna lands-
yfirráð Danmerkur yfir öllum öðrum hlutum Græn-
lands. Var þetta auðvitað hið alversta verk, sem tæpast
er rithæft að nefna sínu rétta nafni, því Danmörk fór
þá með utanlandsmál íslands í urnboði þess!
Færeyjar voru upphaflega sjálfstæðar, urðu svo hjá-
lenda Noregs, en hafði um langt skeið verið stjórnað
með íslandi, og sum íslenzk lög, t. d. Stóridómur, giltu
þar. Lengi var litið svo á, að Færeyjar væru ekki hluti
Danmerkur, og eru til skjöl fyrir því. En 1850 neyddu
Danir Færeyinga til að senda fulltrúa á Ríkisþingið
danska, og stendur svo enn. En ekki hafa Færeyjar
verið formlega innlimaðar í Danmörku, þótt farið hafi
verið með þær sem danskt amt, enda myndi löglaus
innlimun sízt bæta rétt Dana þar.
Hafi Færeyjar ekki að réttum lögum orðið íslenzkt
land 1814—21, urðu þær og eru enn í dag íslenzkt-
danskt sameignarland. Sem sameignarland eru þær
hvorki hluti úr landsvæði Danmerkur né íslands, held-
ur land, sem enn er óráðið hvar lendir. Sem sameign-
arlandi ætti ísland að geta veitt Færeyjum fiskiréttindi,
án þess að beztu kjaraþjóðir gætu krafizt hins sama.
Síðan á 14. öld hafa konungar Islands setið í Dan-
mörku, og síðan í byrjun 15. aldar hefur Kaupmanna-
höfn verið aðsetursstaður konungs og sameiginlegur
höfuðstaður allra landa og ríkja konungs. Síðan hefur
stanslaus og stórfeldur fjárstraumur frá íslandi og
Grænlandi gengið til Kaupmannahafnar og Danmerkur,
bæði í hinn sameiginlega sjóð konungs þar og til einka-
fyrirtækja, er konungur vildi efla og auðga á kostnað
íslands, og efldi og auðgaði á kostnað þess. Einkanlega
var það áhugamál konungs, að auðga og efla Kaup-
mannahöfn, danskan iðnað og danska verzlun og sigl-
ingar, og velferð og lífi íslenzku þjóðarinnar var misk-
unarlaust fórnað á altari þessarar dönsku guða, unz
íslenzka þjóðin var ekki aðeins öllu rúin, heldur og
næstum með öllu útrýmt af hungri og allsleysi, eftir að
allur arður af starfi hennar um margar aldir hafði runn-
ið til þessa konungs og í sj óð hans sj álfs.
Það er ekki aðeins augljóst mál, að ísland á kröfu
um skaðabætur fyrir þessa þrælslegu meðferð, heldur
ætti það og að vera öllum augljóst, að eignir þær,
sem kostaðar höfðu verið úr konungssj óði, eða sjóðum
þeirra borga, er vegna konungsboða sóttu auðæfi sín til
Islands, eru sameign landanna en ekki séreign Dan-
merkur. Hefur Danmörk líka sjálf viðurkennt þetta
með uppgerðinni við Noreg 1814—21. Einkanlega er
augljóst, að mennta- og menningarstofnanir þær, sem
settar voru í Khöfn sem sameiginlegan höfuðstað, til
afnota fyrir alla hina norrænu þegna konungs, t. d. há-
skólinn og háskólar ýrnsra sérgreina, söfn o. s. frv. og
kostaðar voru úr konungssjóði, eru ekki séreign Dan-
merkur, heldur sameign. Það er og augljóst, að söfn
Kaupmannahafnar eru að miklu leyti sameign, t. d.
Þjóðminjasafnið, Tauhúsið, Rósinborgarsafn og Lista-
safn ríkisins, er allt eru greinar úr hinu gamla Kunst-
kammer konungs. Og Konunglega bókasafnið er hið
gamla einkabókasafn konungs, sent opnað var almenn-
ingi o. s. frv.
Það er ekki ástæða til að rekja þetta frekar. Uppgerð
VINNAN
265