Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Page 48

Vinnan - 01.12.1947, Page 48
Samningur Hlííar í HafnarfirSi 9. okt. s. 1. var framlengdur samningur Hlífar í Hafnarfirði og atvinnurekenda þar, en atvinnurekendur höfðu sagt samn-, ingnum upp og átti hann að ganga úr gildi 15. okt. s. 1. Samn- ingurinn gildir nú um óákveðinn tíma með mánaðar upp- sagnarfresti. Dagsbrúnarsamningar 13. okt. s. 1. var samningur Dagsbrúnar og vinnuveitenda frá 5. júlí þ. á. framlengdur um óákveðinn tíma með mánaðar uppsagnarfresti. Vinnuveitendur höfðu sagt samningnum upp og átti hann að ganga úr gildi 15. okt. s. 1. Samningar Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar 14. okt. s. 1. var framlengdur samningur frá 29. ágúst þ. á. um kaup og kjör milli Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og atvinnurekenda þar, en atvinnurekendur höfðu sagt samningn- um upp og var uppsagnarfrestur liðinn 15. okt. Samningurinn gildir frá 15. okt. um óákveðinn tíma, með eins mánaðar upp- sagnarfresti. Samningur um kaup og kjör matsveina, búrmanna og veitingaþjóna Svo sem kunnugt er sagði Eimskipafélag Islands h. f. og Skipaútgerð ríkisins upp samningi um kaup og kjör matsveina, búrmanna og veitingaþjóna á viðkomandi skipum, dags. 24. okt. 1946 við Matsveina- og veitingaþjónafélag íslands. 22. okt. s. 1. var samningur þessi framlengdur um óákveðinn tíma, með eins mánaðar uppsagnarfresti. Nýr kauptaxti málarasveina Málarasveinafélag Reykjavíkur samþykkti á fundi félagsins 19. sept. s. 1. að lágmarkskaup félagsmanna skyldi hækka úr kr. 3,35 upp 1 kr. 3,50 á klst. í dagvinnu. Eftirvinna reiknast með 60% álagi á dagvinnukaup og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. — Taxti þessi gildir frá 1. okt. 1947 til 1. apríl 1948. Nýr samningur um kjör nóta- og netamanna á Akureyri í sept. s. 1. voru undirritaðir samningar milli Vinnuveitenda- félags Akureyrar og Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar um nóta- og netavinnu. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkar tímakaup úr kr. 2,92 í kr. 3,05 á klst. Kaup þeirra, sem öðlast iðnréttindi, hækkar úr kr. 3,10 í kr. 3,15. Yfir sumartímann frá 1. júlí til 10. sept. greiðist nótamönnum Þróttartaxti (kr. 2,70) með 60% álagi. Áður höfðu nótamenn það kaup aðeins yfir þann tírna, sem þeir unnu á Siglufirði. — Veikindadagar greið- ast allt að 12 á ári. Uppsagnarfrestur úr vinnu er 2 mánuðir fyrir fastráðna menn. — Verkamannafélagið hafði ákveðið vinnustöðvun frá og með 17. sept., ef samningar hefðu þá ekki verið undirritaðir, en vinnuveitendur höfðu í fyrstu neitað með öllu að hækka kaupið. — Samningurinn gildir frá 1. sept. þ. á. til 15. okt. 1948. Samningur Matsveina- og veitingaþjónafélags Islands 1. nóv. voru undirritaðir fyrstu kaup- og kjarasamningar matreiðslu- og framreiðslumanna við veitingahúseigendur i Reykjavík, en áður voru engar fastar reglur til um kaup og kjör þessara iðngreina. — Samningar þessir eru tveir, en báðir á milli Sambands veitingamanna- og gistihúseigenda og Mat- sveina- og veitingaþjónafélags íslands. Samkv. samningum þéss- urn eru grunnlaun matreiðslumanna kr. 650,00 á mánuði, en yfirmatreiðslumenn fá 25% hærri grunnlaun. — Öll vinna mat- reiðslumanna umfram 48 klst. á viku er kr. 2,50 fyrir byrjaða i% klst. — Samningur matreiðslumanna gildir til 1. nóv. 1948 og framlengist um eitt ár sé honum ekki sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara, en samningur framreiðslumanna gildir til 1. maí og framlengist um sex mánuði í senn miðað við 1. maí eða 1. nóv. ár hvert sé honum ekki sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. — 1. nóv. s. 1. hættu framreiðslumenn öllum lánsvið- skiptum til gesta. Nýir samningar á Seyðisfirði 1, maí s. 1. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verka- mannafélagsins Fram á Seyðisfirði og atvinnurekenda þar. Sam- kvæmt hinum nýja samningi hækkaði grunnkaup verkamanna í almennri dagvinnu úr kr. 2,50 í kr. 2,60 á klst. Grunnkaup í skipavinnu hækkaði úr kr. 2,80 í kr. 2,90 á klst. Grtmnkaup í kola-, salt- og sementsvinnu hækkaði úr kr. 3,20 í kr. 3,30 á klst. Með þessum samningi eru verkamenn á Seyðisfirði komnir i hin almennu Austfjarðakjör. Nýr kjarasamningur á Borgarfirði eystra Um miðjan nóv. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Borgarfjarðar eystra og atvinnurekenda. Sam- kvæmt þessum nýja samningi hækkaði grunnkaup verkamanna í almennri dagvinnu úr kr. 2,30 í kr. 2,60 á klst. Grunnkaup í skipavinnu hækkaði úr kr. 2,30 í kr. 2,80 á klst. Eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Með þessum samningi hafa verkamenn á Borgarfirði samræmt kjör sín því, sem almennt gildir á Aust- fjörðum. TILNEFNINGAR í NEFNDIR Nýbyggingarsjóðsnefnd Á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 29. ágúst s. 1. var Lúðvík Jósefsson alþingismaður tilnefndur sem fulltrúi sam- bandsins í Nýbyggingarsjóðsnefnd í stað Sigurðar heitins Ólafs- sonar gjaldkera. Skipulagsnefnd A. S. í. Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur skipað eftirtalda menn í nefnd til að athuga og gera tillögur um skipulag sambands- ins, samkv. ályktun 19. þingsins: Eðvarð Sigurðsson, Kjartan Guðnason, Einar Ögmundsson, Þorstein Pétursson og Pál Ó. Pálsson. Samkv. ályktun þingsins á nefndin að vera sambands- stjórn til aðstoðar og ráðuneytis í skipulagsmálunum. Félagsdómur Miðstjórn Alþýðusambandsins skipaði á fundi sínum 3. okt. s. 1. Ragnar Ólafsson, hrl. sem fulltrúa sambandsins 1 Félags- dóm til næstu þriggja ára og til vara Þorstein Pétursson skrif- stofumann. Nefnd til að endurskoða lög um eftirlit með verksmiðjum og vélum Á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 5. nóv. s. 1. var samþykkt að tilnefna Kristinn Ág. Eiríksson í nefnd til að endurskoða lög um eftirlit með verksmiðjum og vélum og reglugerðir þar að lútandi, samkv. þingsályktunartillögu, sem .samþykkt var á Alþingi 16. maí 1947. 270 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.