Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 17
15
1881
/7. læknishérað. Tvær tangarfæðingar vegna hriðaleysis og rigiditas orificii uteri.
Börnin lifðu.
18. læknishérað. Eclampsia 1, þröng grind 3, tetanus uteri 1.
19. læknishérað. Tvær tangarfæðingar, börnin lifðu.
20. læknishérað. Þrívegis náð fastri fylgju.
IV. Yfirsetukonur.
Héraðslæknir í 11. læknishéraði kenndi tveimur konum yfirsetufræði.
V. Slysfarir.
í. læknishérað. Vegna hins óvenjulega kulda siðastliðinn vetur kól marga, svo
að taka varð af fleiri eða færri tær og fingur, stundum allar tær á báðum fótum.
AHs hafði ég 14 slíka sjúklinga undir höndum, auk margra, sem náðu sér án skurð-
aðgerðar. Meðal þessara sjúklinga var hin hörmulega illa leikna skipshöfn á póst-
skipinu „Phönix“, en aðeins tveir skipsmenn gengu undir skurðaðgerð. Einn dó á
3. eða 4. degi af drephita (brandfeber). Hann hafði neytt áfengis að sögn félaga
hans, og á honum var ekki gerð aðgcrð, af því að engin demarkation kom í ljós.
Þeir, sem gengu undir aðgerð, lifðu.
5. læknishérað. Fract. humeri 1, lux. humeri 2, corpus alienum conjunctivae 3,
oesophagi 1.
9. læknishérað. Lux. humeri 4, sundurskorin hásin 1, fract. cruris 1, vulnus
sclopetarium manus 1. Allmörg tilfelli af gangraena eftir kal. Af tveimur sjúklingum
varð ég að taka tær, en aðrir læknuðust án skurðaðgerðar.
10. læknishérað. Fract. claviculae 2, lux. humeri 1.
11. og 12. læknishérað. Fract. claviculae 2. í Eyjafirði fórust 3 bátar, og drukkn-
uðu 13 manns. Bátur fórst við Húsavík og annar við Melrakkasléttu, en fjölda
drukknaðra er ekki getið.
15. læknishérað. Amputatio cruris var gerð 8 sinnum eftir kal, og auk þess
voru fingur teknir af nokkrum af sömu ástæðu. Fract. cruris 1, costae 1, lux. humeri 2.
18. læknishérað. Contusio 19, distorsio 11, fract. cruris 1, olecrani 1, digiti 1,
luxatio humeri 1, vulnera 4, combustio 2.
19. læknishérað. Fract. complicata tibiae, sem greri ágætlega eftir meðferð.
20. læknishérað. Fract. costarum 1, ambustio 1. Einn maður drukknaði.
VI, Ymislegt.
1. Skottulæknar.
4. læknishérað. Ekki er ástæða til að kvarta undan skottulækningum. Að minnsta
kosti fer hið hómópatiska „húmbúkk" minnkandi.