Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 35
33
1883
13. læknishérað. Rubeolae tók flest börn og unglinga allt að tvítugsaldri, en
varð ekki neinum að bana, þótt nokkur börn yrðu fremur þungt haldin, einkum
vegna hósta og hálsveiki, sem henni fylgdi.
lh. læknishérað. Síðast á árinu gekk hér yfir á ýmsum bæjum rubeolae, en lagð-
ist vægt á menn.
15. læknishérað. Rubeolae-epidemian varð almenn og stóð lengi yfir. Sóttin fór
ýfir stórt svæði í einu, en þótt hún kæmi á heimili, lögðust ekki allir í einu, heldur
liðu oft margar vikur, áður sum börn fengu hana. Hún greip ekki einungis börn,
heldur og unglinga og fullorðna allt að 35 ára gamla. 1 mörgum byrjaði veikin með
catarrh, feber og verkjum, einkum í bakinu, en oft var lítill sem enginn feber, þótt
væri einhver deyfla og ólyst. Sumir kvörtuðu yfir stríðugleika aftan á hálsinum upp
undir hnakka, og fann ég, að glandulae cervicales í nokkrum tilfellum voru lítið
eitt bólgnar. Þótt veikin yfir höfuð að taka hafi verið heldur væg, hafa sjúklingarnir
samt verið misjafnlega þungt haldnir, en þó oftast svo, að meðala hefur elcki þurft,
á sumum, helzt þeim yngstu, svo væg, að þeir hafa getað verið á flakki, þótt útbrotin
hafi verið nokkuð mikil, en aftur finnst mér hún oftar hafa verið þyngri á þeim,
sem eldri voru, einkum hafa hálsaffectionir verið þar tíðari og sóttin meira líkzt
scarlatina eða morbilli.
5. Taugaveiki (febris typhoidea).
Getið i 11 héruðum, einstök tilfelli og smáfaraldrar.
1. læknishérað. Stakk sér niður á stöku bæ, og þótt hún breiddist ekki út, áttu
sjúklingar lengi í henni. Á einum bæ lagðist þrennt, og voru tveir fluttir á spítalann,
en stúlka dó á bænum. Þessi bær er í nýlendu í mýrlendu landi nálægt sjó (Kapla-
skjóli). Viðhaft var allt hreinlæti, og efast ég eigi um, að það, ásamt ýmsum varúð-
arreglum, sem ég setti, svo sem einkum að ,,rotnunareyðandi“ meðulum væri komið
í næturgögnin og saurnum strax komið í hurt, varnaði útbreiðslu veikinnar.
2. læknishérað. 7 tilfelli, þar af 3 á sama bæ.
3. læknishérað. 21 tilfelli, flest væg. 2 dóu.
í. læknishérað. Geisaði frá áramótum fram í byrjun júní, mest í Dalasýslu,
þar sem hún virðist landlæg. Var þar illkynjaðri en undanfarin ár.
6. læknishérað. Um haustið gekk taugaveiki á mörgum bæjum, en veikin var
mild, og úr henni dóu aðeins 2 menn, eftir því sem mér er kunnugt.
7. læknishérað. Taugaveiki gekk víða í héraðinu á árinu, og leituðu 30 manns
læknishjálpar. Einn þessara dó.
9. læknishérað. Taugaveiki fluttist úr Húnavatnssýslu í Skefilsstaðahrepp og
breiddist þar mjög út, enda voru menn ósparir á samgöngur við hina sýktu bæi.
Hún var mjög létt, og enginn dó. Nálega allir sjúklingarnir leituðu til skottulækna,
ef þeir annars leituðu nokkurrar hjálpar. Aðeins einn viðhafði meðul frá mér.
10. læknishérað. 9 tilfelli, 3 dóu.
11. læknishérað. Hefur gert vart við sig allt árið. Veikin lagðist töluvert þungt
á, og nokkrir dóu.
15. læknishérað. 9 tilfelli.
3