Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 36
1883
34
19. læknishérað. Taugaveiki gerði vart við sig, en náði ekki mikilli útbreiðslu.
Af þeim fáu, sem sýktust, mátti dauðratalan heita fremur mikil.
6. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina et catarrhus intestinalis acutus).
2. læknishérað. 25 tilfelli af cholerina.
4. læknishérað. Diarrhoea, bæði akút og krónisk, var nijög algeng í þeim sveit-
um, þar sem taugaveikin gekk. Var oft mjög þrálát, einkum í börnum. Auk þess var
hún mjög þrálát og oft með blóði í hægðum í þeim sveitum, þar sem engin tauga-
veiki gekk, þ. e. við sjávarsíðuna, en þar lifir fólk á mjög einhæfu fæði, fiski og
rúggraut, en hefur að kalla enga mjólk. Ekki veit ég til, að margir hafi dáið, helzi
þó ungbörn, sennilega af því að þau fengu ekki næga mjólk.
10. læknishérað. Catarrhus gastricus. Ýmis tilfelli hafa komið fyrir enn sem
fyrr af sjúkdómi þessum, og hefur hann batnað í mörgum, er föng hafa haft á að
breyta til um matarhæfi.
12. læknishérað. Catarrhus gastro-intestinalis 11 tilfelli.
15. læknishérað. Dysenteria 3.
7. Barnsfararsótt (Febris puerperalis).
6. læknishérað. 9 tilfelli, og 6 konur dóu. Það er sannfæring mín, að orsakar-
innar sé að leita í genius epidemicus inflammatorius, þeim, sem var á ferli allt árið
og lýsti sér sérstaklega með bólgu í serös himnum.
15. læknishérað. 6 tilfelli.
8. Heimakoma (erysipelas).
Óvenjumikið virðist hafa borið á heimakomu á árinu.
6. læknishéraö. í lok marz tók að bera á illkynja, flegmonös heimakomu (Rosen),
og komu fyrir banvæn tilfelli af pyaemia. Veikin stakk sér niður til áramóta.
7. læknishérað. 2 tilfelli.
11. læknishérað. Nokkur tilfelli af erysipelas, sum þeirra einkennileg og óvana-
leg, hafa komið fyrir.
12. læknishérað. 3 tilfelli.
13. læknishérað. 6 tilfelli.
14. læknishérað. 1 tilfelli.
15. læknishérað. 4 tilfelli.
20. læknishérað. 2 tilfelli.
9. Gigtsótt (febris rheumatica).
Tilgreind eru 3 tilfelli í 9. læknishéraði.