Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 77
75
1886
11. læknishérað. Nokkur tilfelli af sullaveiki hef ég haft til lækninga, og
brenndi ég einn sjúkling, er hafði stóran sull fyrir hringspölunum. Var sjúklingur
þessi 7 ára gamall drengur. Honum varð mjög lítið meint við brennsluna og var
vel frískur, þegar ég sendi hann heim til sín.
13. læknishérað. Sullaveiki er hér alltíð.
15. læknishérað. 52 tilfelli, þar af í lifur 37, hin í lungum eða kviðarholi.
Kvenmaður, ca. 40 ára, hefur í mörg ár haft stórt mein í hægra hypochondrium og
bólguhellu fram í cardia, verk þar um, uppþembu, mæði og hósta af og til með
graftarkenndu expectorati. Síðar sprakk inn i lungað, sullhús, gröftur og galllitað
slim fjarska mikið gekk upp úr henni svo illa lyktandi, að varla var hægt að vera
nálægt henni. Hóstinn var mikill. Ef hún lagðist út af á hliðina, rann þetta upp
úr henni. Hún var allhress, hafði matarlyst, reglulegar hægðir. Enn í haust var
uppgangur, ekki galllitaður samt, og lítil sem engin mæði. Aldrei kom haemoptysis.
Meinið var horfið. — Ekkja, 42 ára, hefur í mörg ár verið sullaveik, og hafa 2—3
sullir getað fundizt gegnum abdominalvegginn. Hún datt í morgun (21/7) ofan úr
kjallarastiga og lenti á tunnu með hypochondrium dx. Undir eins fékk hún miklar
kvalir þar og um holið allt og' uppköst mikil af slími og vatni. Engin sullhús voru í,
en erythem kom strax um daginn, og efri sullurinn var horfinn. Eftir 3 vikur var
hún komin á flakk aftur, en við hreyfingu sprakk aftur í henni út í cavum abdominis
sumt, en sumt úttæindist per anum. Erythem kom aftur, og hún lagðist. Þvagið var
nú dökkt eins og hlóð og þykkt, abdomen tympanitiskt útþanið og rneira ummáls
en áður en sprakk, matarólyst, magnleysi, þorsti, tungan hvít. Eftir liðugar 3 vikur
var hún orðin svo hress, að hún gat setið uppi, en ekki var hún orðin eins grönn og
í fyrra skipti, sem sprakk, en var þó alltaf að grennast. — Af hinum sullaveiku hafa
2 dáið.
17. læknishérað. Echinococcus hepatis 47, regionis pectoralis 1, pulmonum 2.
Einn sjúklingur dó.
20. læknishérað. Tveir sjúklingar með lifrarsulli.
5. Kláði (scabies).
Læknar telja fram 76 kláðasjúldinga í 8 héruðum.
6. Geitur (favus).
Tilgreindur er aðeins einn geitnasjúklingur (15. læknishérað).
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
Læknar eru fáorðir um krabbamein. Nokkrir sjúklingar eru taldir með „tumor“,
og hefur þar vafalaust í ýmsum tilfellum verið um illkynja æxli að ræða. Hér eru
aðeins talin þau 2 tilfelli, sem læknar nefna cancer.
1. læknishérað. Hið eina tilfelli af cancer, sem ég hafði, var á 84 ára gamalli
konu hér í bænum.
15. læknishérað. Cancer mammae 1.