Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 109
107
1889
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Um lungnaberkla segir landlæknir m. a.: Nokkur vafi hefur leikið á því, hvort
berklar fyndust hér á landi, en um það er óþarft að efast. Ég fékk tækifæri til að
kryfja tvo sjúklinga, sem höfðu einkenni, er líktust mjög berklum í lungum, og
krufningarnar tóku af öll tvímæli um, að berklar eru til í landinu. Síðan hef ég
nokkrum sinnum leitað að berklasýklum í hrákum án þess að finna þá, en loks
tókst mér að finna sýkla í uppgangi frá tveimur íslendingum.
9. læknishérað. Brjósttæring 3 tilfelli.
12. læknishérað. 1 dáinn, en tilfellið lalið efasamt.
15. læknishérað. Phthisis er ef til vill almennari hér á landi en hingað til hefur
verið álitið. Ungur maður kom frá Kaupmannahöfn í vor. R. infraclavicularis og
supraclavicularis eru eins og holar hægra megin, fyllast ekkert við respiration, sem
ekki er óð, mæði nokkur eins og hósti, expectorat heldur lítið, gulgrátt í smákless-
um, haemoptysis, sviti oftast undir morgun. Respiratio nokkuð bronchial, hægðir
með óreglu, fingurgómarnir kylfumyndaðir, abscess með fistula við anus, hæsi, mjög
magur, brjóstveiki í ættinni. — 25 ára stúlka, sem ég sá ekki fyrr en siðustu vikuna,
sem hún lifði. Hafði verið nokkuð brjóstþung, en gat samt alltaf vel verið við
verk. Fékk allt í einu smástingi um brjóstið, kuldahroll, brunahita, þurran hósta,
síðan expectorat með blóðrákum í grágulum klessum, heldur illa lyktandi, andar-
dráttur óður mjög, mæði mikil, andlitsliturinn livid, magnleysi mikið, harðlífi,
percussion „mat“, bronchiale rallelyde. Hún dó í 9. viku, frá því hún lagðist. —
Ungur maður mjög mæðinn, haemoptysis af og til, mjög magur. Expectorat ekki
eins þykkt og hjá hinum, ljósleitara, hósti stundum harður, hægðir óreglulegar,
regio supraclavicularis dx. nokkuð flöt, percussion þar „mat“, inspiration veik. —
Læknir getur um fjórða sjúklinginn, en sá hann ekki sjálfur. Telur víst, að fyrst-
nefndi sjúklingurinn hafi haft lungnaberkla, þar sem sá sjúkdómur var greindur í
Kaupmannahöfn, en vill ekki fullyrða um hina, þótt hann telji það líklegast.
16. læknishérað. Phthisis pulmonum 2.
3. Holdsveiki (lepra).
1. læknishérað. 3 tilfelli.
2. læknishérað. Holdsveiki er að minnka. Nú sem stendur eru ekki fleiri en
2 holdsveikir í umdæminu.
3. læknishérað. 1 dó úr holdsveiki.
12. læknishérað. 1 tilfelli, vafasamt.
20. læknishérað. 1 holdsveikisjúklingur dó.
4. Sullaveiki (eehinococcosis).
Landlæknir telur, að 169 sjúklingar að minnsta kosti hafi verið undir læknis-
hendi á árinu.