Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 97
95
1888
skemmda vatnið, nefnilega úr litium læk, sem alls konar óhreinindi renna i fyrir
ofan staðinn, sem vatnið var sótt á. Það var auðséð, að veikin stafaði þaðan, enda
versnaði alltaf ástand sjúklinganna, þegar þeir fengu þetta vatn eða mjólk. Sumir
eða flestir voru mjög þungt haldnir, og yfirhöfuð var þessi epidemi með þeim þyngstu,
sem hér hafa komið, mjög svipuð og 1869. Almennt hafði veikin nokkurn veginn
normalt forlöb. Hiti komst upp í 40°. Af komplikationum voru helzt hin mildu
gangrenósu sár i kokinu, einkum framan af veikinni, sem á einum sjúklingi gerði
það alveg ómögulegt að koma neinu ofan í hann, enda dó hann eftir 3 vikna legu.
Profus intestinal haemorrhagia var á einum á 2. viku veikinnar og það svo, að
ílátin, sem hann var settur á, fylltust aftur og aftur af blóði með svo megnri ólykt,
að óverandi var inni. Blóðlátin voru mest einn dag, stöðvuðust við ísblöðru,
íspillur, gallotann. chinic. og ser. Iact. alumin. Prostrationin, sem var fjarskaleg á
eftir, lagaðist bezt við vín í ís og cocain. Sami sjúklingur fékk bæði pneumonia og
decubitus og lá alveg rúmfastur í 13 vikur. Þrir fengu hypostatiska pneumonia.
Þrír dóu úr veikinni.
17. læknishérað. Gerði vart við sig á 3 bæjum. Tók flesta fremur vægt nema
þá 3 kvenmenn, er dóu úr henni.
18. læknishérað. Var aðallega á tveimur bæjum í ágúst, en auk þess dreifð tilfelli.
7. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina et catarrhus intestinalis acutus.).
Af cholerina og catarrhus intestinalis acutus voru skráð 346 tilfelli (landlæknir
258), en 5 dóu. Af dysenteri voru „yfir 50“ tilfelli (49 á skrá), og er getið 8 manns-
láta af völdum hennar.
3. læknishérað. Dysenteri kom á tvo bæi. Cholerina og iðrakvef gekk um sumarið.
.9. læknishérað. Þarmabólga var mjög örðugur og kveljandi sjúkdómur og geklc
svo hart að mörgum sjúklingi sem blóðkreppusótt (dysenteri). Skeið sjúkdómsins
var 2—3 vikur, og sumir höfðu á aðra viku blóðniðurgang. Á sumum færðist bólgan
upp í magann, og varð sjúkdómurinn þá enn kvalafyllri og hættulegri. Við niður-
ganginum reyndust öll stemmandi og verkeyðandi meðul árangurslaus eða árangurs-
lítil. Við uppköstunum reyndust allar tilraunir ónýtar nema morfin undir húðina
í hjartagrófinni. Margir voru hætt komnir í sjúkdómi þessum, og 2 konur dóu.
20. læknishérað. Úr blóðkreppusótt dóu 4 örvasa gamalmenni og 1 barn, 2 ára,
og úr litlu kóleru dó 1 barn á öðru ári.
8. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Auk þeirra 2 kvenna, sem taldar eru á farsóttaskrá með barnsfararsótt (í 3.
héraði), telur héraðslæknir í 14. héraði fram 4 konur, þar af 2 á sama bæ, og dó
ein þeirra. (Landlæknir telur 7 tilfelli).
9. Heimakoma (erysipelas).
Á farsóttaskrá eru 59 tilfelli í 13 héruðum. Einn talinn dáinn.
14. læknislxérað. Hefur verið að stinga sér niður hér og þar, en mjög væg.