Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 84
1887
82
svo ég viti, og get ég þess, því að blöðin hafa skýrt svo frá og hafa það líklega
eftir læknunum.
15. læknishérað. Ég skal nefna 2 tilfelli af rubeolae, sem mjög líktist scarlatina.
Hálsaffection var þar mikil og illörtuð, feber og delirium um tíma, skinnkast mikið
í stórum stykkjum og batinn seinn að koma. Síðasta mánuðinn á árinu hefur
þessi veiki gert vart við sig víða í Berufirði og fjörðunum sunnan til í umdæminu
og er að sögn komin úr Fljótsdal. Af því hún hefur verið heldur væg, hef ég ekki
verið sóttur og engan séð og álít því veikina rubeolae, líka scarlatina, en ekki
scarlatina, þótt hún sé kölluð það í héraði. Þessi veiki hefur öðru hverju, þótt lítið
sé, gert vart við sig, síðan scarlatina um árið frá Noregi fluttist inn í Seyðisfjörð
og Mjóafjörð. Enginn hefur dáið úr henni, það ég veit. Hjá þeim, sem hafa þjáðst af
scrophulosis, hefur fjarskaleg bólga í glandulae og suppurationes með „sænknings-
abscessus“ verið miklu tíðari en vant er, og hafa 2 dáið eða beinlínis kafnað af
compressio eða oedema glottidis. Annar þeirra, 10 ára drengur, var miklu gildari
um hálsinn en um rnittið, rétt áður en hann dó, og hvað djúpt sem skorið var, fannst
aldrei pus, en samt sýndist vera fluctuation.
19. læknishérað. 36 tilfelli af rauðum hundum. Rauðir hundar voru nokkuð
almennir og mörg tilfelli auk þeirra, sem undir mína ineðhöndlun hafa komið. Það,
sem einkenndi þá, var, að almennt fylgdi þeim meiri eða minni angina og desqua-
matio næstum eins og við scarlatina.
3. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Stakk sér niður í flestöllum héruðum. Tilgreind eru 44 tilfelli og 14 mannslát
af völdum hennar.
1. læknishérað. Diphtheritis 8 tilfelli, croup 2 börn, og dóu bæði. Diphtheritis
stakk sér niður við og við hingað og þangað á börnum, en hvergi kom það fyrir,
að fleiri veiktust á heimilinu, og virðist því þessi sjúkdómur eigi vera eins næmur
hér og algengt er erlendis. A einu barni, 11 vetra, var veikin mjög svæsin, og
veslaðist það upp og dó.
7. læknishérað. Tvö börn fengu croup og dóu bæði.
14. læknishérað. Croup 2 tilfelli, diphtheritis 5 tilfelli, og dóu 2 börn úr henni.
19. læknishérað. 13 tilfelli af diphtheritis og 12 tilfelli af croup. Úr fyrrnefndri
veiki dóu 3, en 5 úr síðarnefndri.
4. Taugaveiki (febris tjrphoidea).
Talsverð brögð voru að taugaveiki á árinu, en ekki verður farið nærri um
fjölda tilfella og ekki heldur um fjölda mannsláta, þar sem sumir læknar virðast
ekki hafa vitað um afdrif sjúklinga. Tekið er beinlínis fram, að 16 manns hafi
látizt úr veikinni eða afleiðingum hennar.
1. læknishérað. Taugaveikin hefur stungið sér niður á stöku stað hér í bænum,
sérstaklega í einu húsi. Tveir dóu, Alls eru tilgreind 6 tilfelli.
4. læknishérað. 5 tilfelli.