Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 107
105
skór og stígvél. Fæði víðast nóg, þótt ekki sé það í'jölbreytt. Súr og
saltur matur mestan ársins hring. Lítið um nýmeti. Kartöflu- og
rófnarækt eykst með ári hverju. Mjólk víðast hvar nægileg.
Fljótsdals. Fólk gengur yfirleitt í ullarnærfötum, að minnsta kosti
á vetrum. Karlmenn nota almennt aðkeypt vinnuföt, eingöngu á
sumrin, en utan yfir önnur föt á vetrum. Gúmmískófatnaður algeng-
ur, i)æði sumar og vetur. Heimagerðir skór sjaldgæfir, helzt á konum
innan húss. Fæði fólks má heita gott. Mjólk nægileg víðast, ef ekki
allsstaðar. Kartöflurækt mikil, svo að flestir hafa nægilegt til heimilis
og margir aflögufærir. Síðan samgöngur bötnuðu er oft hægt að fá
nýjan fisk sumarmánuðina.
Seyðisfi. Þrifnaður er yfirleitt góður í kaupstaðnum, og fólk gengur
að jafnaði snyrtilega til fara.
Berujj. Mest eru notuð blá vinnuföt og svo fatnaður úr íslenzku
verksmiðjunum. Nokkuð er notað af útlendum nærfötum. Skófatnað-
ur nær eingöngu gúmmískór, framleiddir hér á staðnum. Talsverður
skortur var hér á hveiti og sykri framan af árinu. Fæði er fremur
fábrotið, einkum yfir vetrarmánuðina, meðan ekkert nýmeti er til.
Þó er mikil bót í máli, að flestir hér hafa mjólk og nægilegt af garða-
mat, og auk þess er allmikið skotið af rjúpum til matar. Nýr fiskur
fæst ekki frá því í sept.—okt. og þang'að til í marz, og' íshús er ekki
starfrækt hér að jafnaði.
Síðu. Mataræði fer heldur batnandi, garðrækt er vaxandi, og græn-
meti eru menn að komast upp á að nota, þótt hægt fari, og þeir, sem
þegar eru byrjaðir á því, munu ögjarna hætta við það aftur. Grænkál
stóð hér óskemmt í görðum fram að miðjum vetri, og var þó ekki
hægt að segja, að tíð væri hagstæð.
Vestmannaeijja. Fatnaður eins og áður, en meira notuð innlend
efni. Kálmeti yfirleitt meira notað nú seinni árin.
Grimsnes. Fæði manna er ábótavant að því leyti, að nýmeti vantar
Ianga tíma á árinu.
Keflavíkur. Mataræði fólksins, eins og ég hefi áður sagt, er óbreytt
og nokkuð einhliða. Kaffi er drukkið og smjörlíkis neytt. Þó fer garð-
rækt í vöxt, notað meira af grænmeti, og einstöku konur byrjaðar að
„interessera“ sig meira fyrir að læra að búa til kálrétti. Þó eru þær
fleiri, sem ekki kunna nóg til matreiðslu og hafa ekki vit á, hvers
líkaminn krefst eða þarfnast af fæðutegundum, að minnsta kosti
ekki þær, sem álíta, að „simplustu“ hveitikökur og brauð með kaffi
og smjörlíki sé nægilegt til að veita mönnum kraft og úthald til starfs.
Mér dettur í hug það, sem gamall bóndi og sægarpur sagði við mig vest-
ur í Djúpi, er við vorum að tala um mataræði fyrr og nú. Hann sagði, að
það hefði verið munur, meðan maður hefði haft þverhandarþykkar
síðurnar, kæfuna og smjörið við, ásamt fleiru góðgæti, heldur en
þetta brauðahröngl og vatnssúpugutl, þennan handónýta mat, ein-
hversstaðar langt utan úr heimi, sem ekkert gagn væri í eða kjarni.
Þessi gamli kraftajötunn var vanur að veiða ofan af lifrartunnunni
áður en hann fór á sjóinn.
H