Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Qupperneq 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Enginn greindist sex daga í röð Í gær, fimmtudag, greindist enginn með kórónuveiruna innan- lands sjötta daginn í röð. Aðeins 26 eru í einangrun og 27 í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir vinnur að tillögu um frekari tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum hér innanlands en í vikunni voru aðgerðir á landamærunum hertar enn frekar til að styðja við þá góðu þróun sem hefur átt sér stað hérlendis. Nú verða allir komufarþegar krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir COVID-smiti. Myrtur fyrir utan heimili sitt Karlmanni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt í Rauða- gerði á laugardaginn. Er talið að morðið tengist uppgjöri í undirheimum og hefur fjöldi manns verið handtekinn vegna málsins og alls hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir sjö einstaklingum. Hinn myrti var frá Albaníu og lætur eftir sig barnshafandi eiginkonu og eitt barn. 190 þúsund bólusett í sumar Stjórnvöld stefna nú að því að ná að bólusetja um 190 þúsund landsmanna fyrir lok júní, en alls er áætlað að 280 þúsund Íslendingum verði boðin bólusetning, eða öllum sem eru 16 ára og eldri. Bólusett verður eftir tíu forgangshópum og hefur bólusetning verið hafin í fimm þeirra. Bólusetningardagatal á að koma út innan skamms en með því verður reynt að skýra betur út hverjir tilheyra hvaða forgangshóp og hvenær hægt sé að búast við bólusetningu. Körfuboltamynd veldur usla Heimildarmyndin Hækkum rána segir frá umdeildri baráttu stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sig- urðssonar fyrir jafnrétti. Brynjar hætti sem þjálfari eftir að stúlkurnar höfnuðu Íslandsmeistarabikarnum og mótmæltu ákvörðun KKÍ um að leyfa þeim ekki að keppa við stráka. Myndin hefur fengið blönduð viðbrögð. Sumir hæla stúlkunum og þjálfaranum sem hetjum í jafnréttisbaráttunni á meðan aðrir hafa gagnrýnt þjálfunaraðferðir Brynjars harðlega. Stafrænt kynferðisofbeldi refsivert Fjögur prósent landsmanna lendir í stafrænu kynferðisofbeldi eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglu- stjóra. Frumvarp um stafrænt kynferðisofbeldi var samþykkt á Alþingi í vikunni. Þetta þýðir að dreifing á kynferðislegum myndum geti varðað allt að fjögurra ára fangelsi og hótanir um slíkt geta varðað fangelsi eða sektum. Úlfúð vegna fréttar Frétt Fréttablaðsins á þriðju- dag hefur vakið mikla at- hygli, en í henni kemur fram að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið viðstaddur veiðiþjófnað á landi Seðlabankans fyrr í vetur. Ragnar hefur bent á að hann sé hvorki vitni né sak- borningur í málinu og sakað Fréttablaðið um annarlegar hvatir að baki fréttaflutningn- um, en honum hefur borist mótframboð í formannsstól VR og telur „ófrægingarherferð“ Fréttablaðsins miða að því að bola honum úr formannsstöðunni. 1 Útvarpskona sökuð um að fitusmána Valdimar – „Van- virðing sem hún sýnir honum og ástkæru barnsmóður hans er þvílík!“ Útvarpskonan Sigga Lund fitusmánaði tónlistarmanninn Valdi- mar Guðmundsson. 2 Úlfúð vegna búnings kennara á Ísafirði – „Jesús minn, það má ekkert“ – „Guð á himni, hvar endar þetta?“ Kennari á Ísa- firði klæddi sig upp sem araba fyrir maskadaginn svonefnda. 3 Zúúber hættir í kjölfar niðrandi ummæla um Valdi- mar Útvarpsþátturinn var tekinn af dagskrá Bylgjunnar eftir hneyksli. 4 Nafn mannsins sem ráðinn var bani í Rauða- gerði Maðurinn sem ráðinn var bani í Rauðagerði á laugardag hét Armando Beqiri. 5 Íslenskur knattspyrnumaður grunaður um stórfelldan þjófnað Lögregla rannsakar meintan þjófnað knattspyrnumanns á úrum. 6 Meintur uppljóstrari lögreglu handtekinn vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði Anton Kristinn Þórarinsson, meintur uppljóstrari lögreglu, var handtekinn vegna rann- sóknar á morðinu í Rauðagerði. 7 Maður í næsta húsi við morð-vettvanginn ræðir við DV – Fólkið keypti húsið í fyrra Íbúar í Rauðagerði eru slegnir eftir morðið á laugardag. 8 Sara tjáir sig um körfubolta-myndina: „Kjaftstopp yfir framferði liðsins og þá sérstak- lega þjálfarans“ Heimildarmyndin Hækkum rána hefur vakið mikla athygli. 9 Samstarfsmenn hins látna ósáttir við að málið sé tengt við undirheima – Handtökur á Suðurlandi í tengslum við málið Samstarfsmenn Armando, sem var myrtur í Rauðagerði, segja hann engin tengsl hafa við undirheima á Íslandi. BÍLASMIÐJURINN HF. Þú hitar bílinn með fjarstýringu og nýtur þannig þæginda og öryggis ALDREI AÐ SKAFA! MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA 4 FRÉTTIR 19. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.