Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Skiptalok félagsins Eyja-lands ehf., áður Miami Bar ehf. voru auglýst í gær, fimmtudag, í Lögbirt- ingablaðinu. Félagið var úr- skurðað gjaldþrota 9. febrúar síðastliðinn. Lýstar kröfur í þrotabúið námu rúmlega 51 milljón, og er þetta enn eitt risagjaldþrot veitinga-, skemmti-, eða gististaðar á skömmum tíma sem auglýst er í Lögbirtingablaðinu. Í nóvember sagði DV.is frá brostnum draumum hótel- rekenda á Hvammstanga, en ferðaþjónustufyrirtækið Gauksmýri ehf. hafði þá orðið gjaldþrota. Lýstar kröfur í bú Gauksmýrar námu 282,5 millj- ónum króna. Aðeins fundust eignir fyrir um 150 milljónir í búinu. Samkvæmt heimildum DV kom gjaldþrotið fyrst og fremst til vegna Covid-19 faraldursins sem hófst í árs- byrjun 2020. Stærsti kröfuhafi í þrotabúið var Íslandsbanki sem leysti til sín fasteignir sem hann átti veð í. Síðar þann sama mánuð var Guðni bakari ehf. úrskurðaður gjaldþrota. Rúm milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur kröfu- hafa. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í ágúst í fyrra. Mun hvarf tekna af ferðamönnum hafa lagst þungt á reksturinn. Covid víða sökudólgur Mánuði síðar var sagt frá 400 milljóna gjaldþroti Hótel Borealis í Grímsnesinu. Hús- næði hótelsins hýsti áður með- ferðarheimilið Byrgið sem Guðmundur Jónsson, oft kall- aður Gummi í Byrginu, rak. Í tilkynningu frá skiptastjóra sagði að þær eignir sem fund- ust í þrotabúi Hótels Borealis dugðu einungis til að efna kröfur um afhendingu eigna til sannanlegra eigenda og kostnað við gjaldþrotaskiptin sjálf. Almennir kröfuhafar sátu því eftir með ekkert upp í 400 milljóna kröfur sínar. Rétt fyrir jól sagði DV.is svo frá enn öðru risagjald- þroti þegar skiptum á búi Lækjarbrekku lauk. DV tók fyrrum rekstraraðila Lækjar- brekku tali seint á síðasta ári sem sagði þá að „stjörnurnar þyrftu að raða sér rétt saman til þess að dæmið gæti gengið upp“. Það gerðu stjörnurnar ekki og gerðu kröfuhafar 133 milljóna kröfu í þrotabúið. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Samkvæmt heimildum DV var stærsta krafan í þrotabúið af hálfu FÍ Fasteignafélags, sem leigði veitingastaðnum hús- næðið. Í síðustu viku lauk skiptum á búi PR1234 ehf., sem áður hét Perlan Restaurant ehf. og rak veitingastaðinn Út í blá- inn í Perlunni. Engar eignir fundust í búinu og sátu kröfu- hafar því uppi með tæplega 73 milljóna kröfur við gjald- þrotið sem ekkert fékkst upp í. Í þessari viku lauk svo skiptum á þrotabúum tveggja Miami á hausinn Í gær voru svo skiptalok þrotabús Miami Bar auglýst. Miami Bar var til jafns í eigu Gunnsteins Helga Brynjars- sonar, Íseignar ehf., og R101 ehf. Íseign er í 100% eigu Vil- hjálms G. Vilhjálmssonar og R101 ehf. í eigu Róberts Ósk- ars Sigurvaldasonar. Gunn- steinn var framkvæmdastjóri Miami Bar. Gunnsteinn Helgi og Ró- bert Óskar áttu um skamma hríð veitingastaðinn Jamie‘s Italian saman áður en þeir seldu hann áfram. Þá áttu þeir jafnframt skemmtistaðinn Pablo Discobar og veitinga- staðinn Burro en staðirnir voru reknir í sama húsi. Pablo Discobar komst í fréttirnar þegar staðurinn varð eldi að bráð um miðjan mars á síð- asta ári. Einn var handtekinn grunaður um aðild að íkveikju á staðnum. Pablo og Burro eru lokaðir en ekki er vitað hvort standi til að byggja staðina upp. Búið er að loka samfélags- miðlareikningum staðanna og áhugasömum bent á Miami Bar – sem nú er allur. n Heimir Hannesson heimir@dv.is 19. FEBRÚAR 2021 DV Gjaldþrot Austurs var eitt það stærsta í íslenska veitingageiranum í seinni tíð. MYND/PJETUR MYND/ANTON BRINK kennileita skemmtanalífs Reykjavíkurborgar. Var þar annars vegar um að ræða 101 Austurstræti ehf., sem rak skemmtistaðinn Austur. Námu lýstar kröfur í þrotabú Austurs heilum 310 milljón- um króna. Herma heimildir DV að Eik fasteignafélag, sem á húsnæðið sem hýsti skemmtistaðinn vinsæla, hafi gert 263 milljóna kröfu í þrotabúið. Var sú krafa Er þetta enn eitt risagjald- þrot veitinga-, skemmti-, eða gististaðar á skömmum tíma. byggð á eftirstöðvum átta ára leigusamnings. Krafan hefur reyndar vakið athygli og hafa lögmenn sem DV ræddi við vegna málsins furðað sig á því að gera kröfu í eftirstöðv- ar átta ára leigusamnings. Til þess að 263 milljóna krafan breytist í raunveru- legt tap þarf húsnæðið við Austurstræti að standa autt næstu átta árin. Ljóst er að slíkt er mjög ólíklegt. MILLJÓNIR HORFNAR Skiptalok þrotabús Miami Bar voru auglýst í Lögbirtingablaðinu í gær. Lýstar kröfur námu 51 mill­ jón. HUNDRUÐIR MILLJÓNA HAFA TAPAST Í VEITINGAGEIRANUM Fjölmörg fyrirtæki í veitingageiranum hafa orðið að leita greiðsluskjóls eða verið úrskurðuð gjaldþrota undanfarna mánuði. Háar fjárhæðir krafna í þrotabúin hafa vakið athygli. Miami Bar bætist við langan og rándýran lista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.