Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Síða 34
Matseðill Rikka G Hádegismatur Kjúklingur/kjöt og kannski lúka af grjónum, nóg af salati og ein- hver góð sósa með. Kvöldmatur Oft tek ég ketókjúklinginn á BK með mér heim ef ég er að vinna. Hann er sturlaður, enda er ég mikill aðdáandi þess að veitinga- staðir séu að vinna með úrbeinuð kjúklingalæri frekar en bringu. Mikið betra kjöt að mínu mati. Súrsætur kjúklingaréttur „Ef þú vilt gera vel við þig og ert fyrir kjúkling og sælgætissósu þá er þetta réttur sem ég geri oft um helgar. Sturlaður í einu orði sagt, sem ég fann fyrir mörgum árum á Gulur, rauður, grænn og salt (grgs. is). Og þar sem ég er algjör sósu- perri þá geri ég alltaf tvöfalda upp- skrift af henni enda er þetta rosa- legt. Venjulegt baquette brauð með og íslenskt smjör er líka nauðsyn- legt,“ segir Rikki. Uppskriftin er birt með leyfi grgs.is. 3 kjúklingabringur salt og pipar ca. 180-200 g hveiti 3 egg, léttþeytt 60 ml olía 130 g sykur 4 msk. tómatsósa 60 ml hvítvínsedik 60 ml eplaedik 1 msk. sojasósa 1 tsk. hvítlaukssalt Skerið kjúklingabringur í litla bita og kryddið með salti og pipar. Veltið kjúklingabitunum fyrst upp úr hveitinu þar til það hylur bitana alveg og eftir það í eggin. Steikið kjúklingabitana upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þeir hafa brúnast örlítið. Látið í ofnfast mót. Blandið sykri, tómatsósu, eplaediki, hvítvínsediki, sojasósu og hvít- lauksdufti saman í skál. Hellið yfir kjúklinginn og eldið í eina klukku- stund við 175°C. Hrærið reglulega í kjúklingnum á 15 mínútna fresti og veltið upp úr sósunni. Berið fram með hrísgrjónum, jafnvel vorlauk og sesamfræjum. 34 MATUR Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Ekki skammtímalausn heldur rútína Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem útvarpsstjarnan Rikki G. á FM957, er mikill rútínumaður og borðar aðeins tvær máltíðir á dag. Hann nýtur sín í eldhúsinu og er mikill áhugamaður um eldamennsku. R ikki lýsir sér sem miklum rútínumanni. „Ég vakna alla virka morgna 6:15, hættur að „snooza“, og fer beint inn á bað, nánast með lokuð augun, kveiki á sturtunni, bursta tennur, skola af mér og klæði mig. Stundum sleppi ég því að gela mig, það fer eftir því hversu þreyttur ég er,“ segir hann. „Ég fer síðan í besta morg- unþátt landsins, Brennsluna, og er þar til tíu. Síðan æfi ég í kringum hádegið og borða mína fyrstu máltíð eftir hana um svona eitt leytið. Oftast er ég síðan í hinum og þessum verkefnum eftir hádegi, oft- ast er ég að lýsa kappleikjum á kvöldin og er því frekar sjaldan heima. Ef ekki þá finnst mér mjög þægilegt að vera heima og elda góðan mat með fjölskyldunni.“ Fastar virka daga Rikki er ekki á neinu ákveðnu mataræði. „En ég fasta yfir- leitt á virkum dögum, þegar ég er að taka mig í gegn, sex- tán til átján klukkustundir. Ég borða ekki eftir klukkan átta á kvöldin virka daga. Númer 1, 2 og 3 þá held ég virkum dögum gott sem alveg hreinum og svindla ekkert,“ segir hann. Aðspurður hvaða kostir honum þykir hafa fylgt föst- unni segir Rikki að með því að fasta 16-18 klukkustundir fimm daga vikunnar, og leyfa sér aðeins um helgar, þá hafi honum tekist að missa fjórtán kíló síðan í byrjun september. „Það hefur orðið til þess að þetta er orðið að rútínu en ekki skammtímalausn. Þetta hefur allavega hentað mér afskap- lega vel. Ég leyfi mér kolvetni í hádeginu en passa að hafa þau góð. Síðan er meira um prótein og fitu í kvöldmat. Ég borða bara tvær máltíðir á dag. Þetta er rútína sem hentar mér ein- staklega vel“ segir hann. Stórkostlegur í eldhúsinu Þegar kemur að því að lýsa hæfileikum sínum í eldhúsinu segist Rikki vera stórkost- legur. „Ég er mikill áhuga- maður um eldamennsku og elda ávallt þau fáu fríkvöld sem ég er með. Ég sé til dæm- is ávallt um jóla- og áramóta- matinn sem er eiginlega orðið að minni skemmtilegustu hefð. „Ég hef líka verið óhræddur við að fara aðeins frá upp- runalegum uppskriftum, það er að segja að bæta einhverju við eða taka eitthvað út. Prófa mig áfram. Ég geri síðan besta salat landsins, vil ég meina. Nokkrir félagar mínir kalla það Sweaty Richard Salad. Það er ekki það hollasta, en það er margt óhollara en það.“ Uppáhaldsmáltíð? „Klárt mál, hægelduð nauta- lund, nær „rare“ en „medium rare“ og með henni verður að vera góð heit sósa sem ég geri alltaf frá grunni þegar ég elda naut.“ n Útvarpsmaðurinn Rikki G. heldur sig á beinu brautinni á virkum dögum. MYND/STEFÁN MYND/GRGS.IS 19. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.