Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Side 106
1961
104 —
Skólahúsið hér er orðið allgamalt og fullnægir eklci lengur kröfum
tímans.
Eskifl. Nýtt skólahús að komast í notkun á Búðareyri. Á Eskifirði er
nýtt skólahús aðeins loftkastali ennþá. Allir sjá samt nauðsyn þess
rétt fyrir kosningar.
Djúpavogs. Verið er að reisa félagsheimili i Beruneshreppi, en þar á
jafnframt að verða heimavistarbarnaskóli.
Selfoss. Eins og undanfarin ár fór skólaskoðun fram í öllum skólum í
byrjun skólaársins.
Hafnarfl. Síðari hluta ársins tók til starfa nýr skóli í Hafnarfirði,
Öldutúnsskóli. Er hann ætlaður fyrir yngstu árgangana úr suðurbænum
til að byrja með. Skóli St. Jósepssystra hætti störfum á árinu. Tann-
viðgerðir fara fram í barnaskóla Hafnarfjarðar, sem hefur sérstakan
tannlækni. Ókleift hefur reynzt að útvega tannlækni í hina minni skóla
í héraðinu. Skilningur fólks á þýðingu tannviðgerða virðist fara vax-
andi, því alltaf fjölgar þeim börnum og unglingum, sem hafa viðgerðar
tennur í þeim skólum, sem engan tannlækni hafa.
Kópavogs. Skólaskoðun fór fram mánuðina okt.—des., síðan var ég
til viðtals og eftirlits 1—2 stundir í viku í hverjum skóla. Nokkur hluti
fyrirhugaðs gagnfræðaskóla fullgerður og tekinn í notkun. Leikfimishús
við Kópavogsskóla fullgert og tekið í notkun. Fullgerður sá hluti Kárs-
nesskóla, sem í byggingu var.
IX. Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt eða
heilbrigðismál varða (einnig auglýsingar birtar í A-deild Stjórnar-
tíðinda):
1. Lög nr. 18 15. marz, um ríkisfangelsi og vinnuhæli.
2. Lög nr. 21 15. marz, um héraðsfangelsi.
3. Lög nr. 25 23. marz, um breyting á lögum nr. 20 20. júní 1923, um
réttindi og skyldur hjóna.
4. Lög nr. 26 23. marz, um breyting á lögum nr. 47 23. júní 1932, uni
lækningaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækn-
ingaleyfi hafa, og um skottulækningar.
5. Lög nr. 27 23. marz, um breyting á lögum nr. 7 14. júní 1929, um
tannlækningar.
6. Lög nr. 29 24. marz, um breyting á lögum nr. 51 27. júní 1921, um
lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra.
7. Lög nr. 31 24. marz, um breyting á almennum hegningarlögum nr.
19 12. febrúar 1940.
8. Lög nr. 34 24. marz, um breyting á lögum nr. 21 15. júní 1926, um
veitingasölu, gistihúsahald o. fl.