Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Page 127
- 125 —
1961
Frá 1960 Frá 1961 Samtals
1. ViStal við aðstandendur eingöngu .... 1 9 10
2. GeSrannsókn ........................ 13 85 98
3. Psychotherapi ...................... 17 35 52
4. Rannsókn rofin ...................... - H H
5. Therapi rofin ....................... - 2 2
Samtals 31 142 173
I október var bvrjað á umræðufundum um barnauppeldi fyrir
nokkrar mæður þeirra barna, sem eru á vegum deildarinnar (Group-
therapy). Byrjað var með tvo mæðrahópa, 7—8 mæður í hvorum. Gert
er ráð fyrir, að hvor hópur mæti hálfsmánaðarlega IV2 klst. í senn. Hefur
annar hópurinn mætt 4 sinnum og hinn 5 sinnum.
Bæjarhjúkrun.
Tala sjúklinga 143. Fjöldi vitjana 8601.
Akranes. Heilsuverndarstöð tók til starfa í ársbyrjun og nær fyrst um
sinn til berklavarna og mæðraverndar. Er hún til húsa í sjúkrahúsinu.
Berklavarnastöðin var opin 1 klst. á viku, og starfaði héraðslæknir einn
við hana. Hópskoðanir fóru yfirleitt fram utan þessa fasta tíma. Mæðra-
vernd starfaði einu sinni í viku, 2—3 tíma, og starfaði við hana yfirlæknir
sjúkrahússins og ljósmóðir.
Akureijrar. Heilsuverndarstöð Akureyrar starfaði með sama hætti og
árið áður að berklavörnum, eftirliti með þunguðum konum og alls konar
ónæmisaðgerðum. Á stöðina komu 237 þungaðar konur, og voru gerðar
á þeim 1298 rannsóknir.
Hafnarfj. Þetta ár var fyrsta heila árið, sem Heilsuverndarstöð Hafn-
arfjarðar starfaði. Eftirlit með vanfærum konum fór fram einu sinni i
viku. Komu þangað allar konur, sem fæddu á Sólvangi, til eftirlits
nokkrum sinnum fyrir fæðingu. Ungbarnaeftirlitið var opið tvo daga í
viku. Bólusetningar voru alls 998 á árinu. Hjúkrunarkonan vitjaði ung-
barna í heimahúsum fyrst eftir fæðingu og fylgdist með þroska þeirra.
Kópavogs. a) Barnavernd stunduð allt árið tvisvar í viku í félags-
heimili Kópavogs. Alls komu 378 börn til skoðunar og bólusetningar.
Ekkert fannst athugavert, svo að orð sé á gerandi. Hjúkrunarkonurnar
litu eftir ungbörnum á heimilunum til 3 mánaða aldurs. b) Mæðraeftirlit.
Bæjarstjórn samdi við Jóhönnu Hrafnfjörð um að annast mæðraeftirlit
ásamt Guðjóni Guðnasyni lækni. Fór það fram á heimili hennar, en
féll að sjálfsögðu niður, er hún hætti störfum hér.
F. Fávitahæli.
Á Fávitahælinu í Kópavogi eru talin 74 rúm, en vistmenn í árslok
voru 98, 54 karlar og 44 konur. Á árinu komu 18, 12 fóru, og 4 dóu.
Dvalardagar voru alls 34862 og meðaltai dvalardaga á vistmann 305,8.
Ir.