Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Page 136
1961
— 134 —
vera vel viðunandi. Hins vegar eru nokkrir bæir hér svo illa hýstir, að
hiklaust raá telja, að um heilsuspillandi íbúðir sé að ræða. í a. m. k.
tveim hverfum er notast við hveravatn til neyzlu eingöngu. Ekki er um
vatnsveitur að ræða nema á Laugarvatni og í Flúðahverfi í Hrunamanna-
hreppi. Um vatnsból og frárennsli einstakra býla hef ég engar skýrslur,
og er illgerlegt að fylgjast með því til nokkurrar hlítar. (Það, sem næst
mér er, frárennsli læknisbústaðarins, hefur ekki fengizt í forsvaranlegt
lag, síðan ég kom hingað).
Keflavíkur. Sorphreinsun hefur verið komið á í Keflavík, Njarðvíkum,
Sandgerði og Grindavík. Mesta vandamálið er, hvað á að gera við úr-
ganginn, án þess hann berist með vindi eða reki á sjó inn á byggð eða
óbyggð svæði aftur.
3. Sullaveikivarnir.
Ólafsvíkur. Heyrt hef ég talað um, að vart sé að verða á ný sulla í nýja
fjárstofninum, helzt í Staðarsveit.
Eskifj. Hundahreinsun hefur undanfarin 2 ár ekki verið framkvæmd
i Reyðarfjarðarhreppi. Fékk ég til þess mann þann í Helgustaðahreppi,
sem hafði þennan starfa þar með hendi. Leysti hann starf sitt vel af
hendi.
Djúpavogs. Hundar hreinsaðir árlega, eins og lög gera ráð fyrir.
4. Matvælaeftirlit.
Atvinnudeild Háskólans hefur látið í té eftirfarandi skýrslu um rann-
sóknir sínar á matvælum vegna matvælaeftirlits ríkisins á árinu:
Til gerlarannsókna bárust gerlarannsóknarstofu Fiskifélags íslands
1036 sýnishorn af mjólk, mjólkurvörum, neyzluvatni o. fl., sem tekin
voru af heilbrigðisyfirvöldunum eða í samráði við þau. Sýnishornin bár-
ust frá borgarlækninum í Reykjavík (985), héraðslækninum á Akranesi
(2), héraðslækninum á Akureyri (2), héraðslækninum á Blönduósi (2),
héraðslækninum á Hellu (2), héraðslækninum í Hafnarfirði (1), héraðs-
lækninum á Húsavík (2), héraðslækninum í Hveragerði (2), héraðs-
lækninum á Isafirði (1), héraðslækninum á Sauðárkróki (6), héraðs-
lækninum á Seyðisfirði (2), héraðslækninum á Siglufirði (8), heilbrigðis-
nefnd Keflavíkur (2) og eftirlitsmanni lyfjabúða (19).
Sýnishornin skiptast þannig eftir tegundum:
Mjólk ........................................ 378
Súrmjólk ...................................... 27
Rjómi ......................................... 42
Undanrenna .................................... 28
Smjör .......................................... 7
Ostur .......................................... 2
Skyr .......................................... 17
Rjóma- og mjólkurís........................... 100
Mjólkurflöskur ................................ 64