Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Síða 141
— 139 —
1961
á árinu. Þar af var neyzlumjólk 3 230 137 lítrar, en afgangurinn,
11 867 925 1, fór í vinnslu. Meðalfitumagn var 3,708%, og í 1. og 2. hrein-
lætisflokki reyndist 96,36 % mjólkurmagnsins, en í 3. og 4. flokki reynd-
ist 3,64%, og fór sú mjólk öll í vinnslu. Af skyri var framleitt 230,5
tonn og af smjöri 445,8 tonn.
Grenivíkur. Mjólkurframleiðsla mun fara vaxandi.
Þórshafnar. Áhugi vaxandi fyrir því, að hér verði reist mjólkur-
vinnslustöð.
Seyðisfi. Frá áramótum var byrjað að kaupa gerilsneydda mjólk frá
mjólkurbúinu á Egilsstöðum í stað þeirrar ógerilsneyddu, sem keypt
hafði verið hjá ýmsum bændum þar efra. Batnaði ástandið mjög mikið
við það. Þar að auki er hér seld mjólk framleidd á nokkrum bæjum hér
í firðinum og af nokkrum heimilum í kaupstaðnum.
Laugarás. Nær öll mjólkurframleiðslan fer í Mjólkurbú Flóamanna.
Rekur það áróður fyrir auknum þrifnaði og bættum framleiðsluháttum
og hefur nolckurt eftirlit með því.
6. Áfengis- og tóbaksnotkun. Áfengisvarnir.
Rvík. Á árinu var selt áfengi í Reykjavík fyrir 162,5 milljónir króna,
°g er þar meðtalið áfengi selt gegn póstkröfu út á land. í húsakynnum
lögreglunnar í Reykjavík gistu 4867 menn á árinu, flestir vegna ölvunar.
Ólafsvikur. Talsverð brögð að reykingum barna.
Patreksfi. Áfengisneyzla er allmikil, og fara sumir illa með vín. Engir
afengissjúklingar hafa verið á skrá, en hér eru nokkrir menn, sem geta
talizt áfengissjúklingar og þyrftu hælisvistar með.
Suðureyrar. Drykkjuskapur með meira móti á vetrarvertíð, og hafa
menn alloft orðið læknisþurfi af þeim sökum. Tilmæli til útibúsins á
ísafirði uin að loka yfir þann tíma, sem vertíð stendur yfir, líkt og
t- d. á Siglufirði um síldveiðitímann, hafa mætt fullkomnu skilnings-
leysi.
Akureyrar. Allmargir hér drekka meira áfengi en æskilegt væri, en
varla er hægt að tala um verulega áfengissjúklinga nema 4—-5 karlmenn,
sem hætt hafa að miklu eða öllu leyti vinnu sinni vegna ofdrykkju.
Grenivikur. Áfengisneyzla ekki mikil.
Þórslmfnar. Áfengisneyzla nokkur hjá körlum.
7. Samkomustaðir og félagslíf.
Ólafsvikur. Samkomuhús í héraðinu eru hvergi nærri góð; þó nothæf.
Patreksfi. íþróttir lítið stundaðar. Iþróttafélagið var endurreist eftir
alllangan þyrnirósarsvefn, og má það teljast góðs viti. Gamla samkomu-
húsið hér á Patreksfirði er nú orðið mjög af sér gengið, og er nú hafinn
Undirbúningur að byggingu félagsheimilis hér á staðnum. Nýtt félags-