Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 5

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 5
Frá ritstjóra 5 Forsíðu vorheftis Barna og menningar Prýðir litrík mynd bandaríska mynda- bókahöfundarins Richards Scarrys. Erilborgarbækur hans komu fyrst út á sjötta aratugnum og urðu gríðarlega vinsælar út um víða veröld. Vinsældir Kela kettlings og Einars (eða Ormars) einfætta með týrólahattinn hafa ekki minnkað með árunum og nú má finna sjónvarpsþætti, leikföng og fatnað með þeim félögum. Útgefandi bókanna á Islandi er Setberg sem stendur um þessar mundir í endurútgáfu á þessum gömlu vinum íslenskrar æsku. Slíkir vinir eru þema vorheftisins: barna- bækur sem lifa í minningunni. Sumar gera það vegna Ijúfra yndislestrarstunda sem þær veittu, aðrar vegna þess að þær gerðu lesandann svo skelkaðan að maður getur ekki enn í dag hugsað sér að lesa þær aftur. Ég á þó nokkra slíka „vini" - þeir eru flestum kunnugir eins og Dísa Ijósálfur (maður klippir ekki vængi af) eða Bláskjár (hvar á ég að byrja I) en í grein Jónínu Leósdóttur um nostalgíu 09 yndislestur, „Aldinmauk og límonaði", birtist sú bók sem ég hef hræðst mest en enginn annar hefur kannast við þegar ég hef nefnt hana. Það er bernskuskelfirinn Blómakarfan eftir Christoph v. Schmid. Ég get eiginlega ekki sagt nákvæmlega hvað það var sem fór svona illa í mig enda man ég mest eftir óstöðvandi grátkastinu sem stoppaði mömmu í lestrinum. Líklega snerti óréttlætið, sem aðalsöguhetjan verður fyrir þegar hún er sökuð um glæp sem hún framdi ekki, einhverja taug hjá miðjubarninu sem ég er. Salka Guðmundsdóttir kitlar einnig nostalgíuna í greininni „Þegar ég vaknaði í Erilborg", þar sem áðurnefndir Keli og Ormar koma mikið við sögu. Greinar Jónínu og Sölku eru byggðar á fyrirlestrum sem þær fluttu á bókakaffi IBBY, Nostalgía, í janúar. í greininni „En þá er verst, ef engin bókin er við höndina eða ekki við þeirra hæfi" fjallar Helga Birgisdóttir um lestur barna, skólabókasöfn og nauðsyn þess að stutt sé við yndislestur strax ( æsku, því að þannig verða fullorðnir lesendur til. Anna í Grænuhlíð er sannarlega ein af þessum bókum sem hafa lifað með lesendum sínum fram á fullorðinsár. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Helga Birgisdóttir reifa sögu Önnu á Islandi í greininni „Anna í Grænuhlíð - saga handa stúlkum". 1 Börnum og menningu er svo að venju að finna margs háttar umfjöllun um barnabókmenntir og - leikhús; að auki er viðtal við Oddnýju Sturludóttur borgarfulltrúa og formann skóla- og frístundaráðs. Ritstjóri fór á fund hennar og kynnti sér Biophiliu - verkefnið, Barnamenningarhátíðina og allt það helsta sem er á döfinni ( barnastarfi Reykjavíkurborgar. Að lokum óska ég öllum lesendum gleðilegs sumars og sólríkra daga. Helga Ferdinandsdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.