Börn og menning - 01.04.2012, Síða 19

Börn og menning - 01.04.2012, Síða 19
Anna í Grænuhlfð sem struku eftir Böðvar frá Hnífsdal og Viðleguna á Felli eftir Hallgrím Jónsson sem komu út sama ár og þýðingin á Önnu Grænuhlíð. Fáar bækur fyrir stálpaðar stúlkur höfðu komið út á íslensku og var Anna I Grænuhlið eina stúlknabókin sem gefin var út árið 1933 á íslensku. Danski bókaflokkurinn um Önnu Fíu eftir Evu Dam Thomsen hafði komið út í þremur bókum á árunum 1927-1930 og íslendingar höfðu drukkið í sig söguna um Kapitólu allt frá því hún birtist sem framhaldssaga í Heimskrínglu árið 1896. Ári eftir útgáfu Önnu I Grænuhlíð var Heiða eftir Jóhönnu Spyri þýdd á íslensku og smám saman fjölgaði bókum um og fyrir stúlkur á íslenskum barnabókamarkaði. Anna Shirley hélt þó ávallt vinsældum sínum. ..Saklaus gáski og dansandi fjör" Útgáfa Önnu í Grænuhlíð vakti heilmikla athygli í íslenskum dagblöðum veturinn 1933 enda, eins og A. Sigm. segir í Nýju dagblaði þann 8. desember, var lítið gefið út hér á landi fyrir unglinga og því „full ástæða til að gefa gætur því, sem út kemur í þeirri grein". Bókin var vel auglýst, allnokkrir bókadómar birtust í blöðunum og hún seldist svo vel að prenta varð annað upplag strax fyrir jólin. Allir bókarýnar sem skrifa um bókina fyrir jólin 1933 eru þess fullvissir að stúlkur, og jafnvel drengir og fullorðnir líka, muni njóta bókarinnar enda eru allar sögupersónur „góðar og hvergi er neitt Ijótt í bókinni heldur saklaus gáski og dansandi fjör frá fyrsta til síðasta kafla" (Vísir, 7.10) auk þess sem sagan er „Ijómandi skemmtileg frá upphafi til enda" (Æskan, 1.12). Neikvæðasti rýnirinn er fyrrnefndur A. Sigm. Þýðingin fer, að hans sögn, „of nákvæmlega eftir frumtekstanum" en það er Anna sjálf sem honum leiðist mest en honum þykir „telpan heldur óféleg" auk þess sem hún kemst „vel á veg með að gera lesandann dauðuppgefinn og dauðleiðan á látlausu masi og vaðli". Alla aðra heillar Anna Shirley upp úrskónum. Samkvæmt Guðna Jónssyni (Morgunblaðið, 13.10) er fylgst með sálarlífi aðalpersónunnar af „mestu snild" og Bókarýnir Æskunnar segir Önnu vekja mesta athygli því hún sé „svo hugmyndarík og skemmtilega hreinskilin að mann langar til að sjá hana og tala við hana, og hún stendur líka Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum manns að lestrinum loknum". Að mati Ingu L. Lárusdóttur (vísir, 3.11) er Anna skemmtilegust af öllu og öllum í bókinni, þessi „litla tápmikla stúlka með ríka ímyndunaraflið og falslausu barnssálina", stúlkan „sem yfirvinnur alla örðugleika, þroskast með aldrinum, verður fremst allra félaga sinna og eftirlætisgoð fósturforeldranna". Inga bendir jafnframt á að það sé meiri vandi, „en margur heldur, að rita svo að hinir ungu lesendur taki ástfóstri við, en geri þeir það, þá er þeirri bók borgið, ekki aðeins um stundarsakir, heldur kynslóð af kynslóð." Önnu i Grænuhlið var borgið kynslóð af kynslóð og þýðing Axels Guðmundssonar var endurútgefin þrisvar sinnum, 1951, 1963 og 1988. Ávallt er það persóna Önnu sem ritrýnendur hrífast af. „Bezta jólagjöfin handa telpum og unglingsstúlkum" Árið 1951 var Anna i Grænuhlíð auglýst sem „líklega vinsælasta bók sinnar tegundar, sem þýdd hefur verið á íslenzku" og einnig sem „bezta jólagjöfin handa telpum og unglingsstúlkum". Sagan fékk ekki nándar nærri eins mikla athygli og árið 1933 enda samkeppnin orðin meiri, bæði hvað þýddar bækur og frumsamdar íslenskar varðar. Árið 1963 kom Anna I Grænuhlíð aftur út og um veturinn var framhaldsleikritið Anna I Grænuhlíð flutt í barnatíma Ríkisútvarpsins. Leikstjóri var Hildur Kalman og meðal leikenda voru Kristbjörg Kjeld, Gestur Pálsson og Nína Sveinsdóttir. Anna I Grænuhlið var afar vinsæl fyrir jólin 1963 og að sögn bóksala seldist hún, ásamt bókum Enid Blyton, best allra barna- og unglingabóka (Tíminn, 24.12.1963). [ tilefni endurútgáfu Önnu I Grænuhlíð árið 1988 var útvarpsleikritið frá 1963 endurflutt auk þess sem kanadískir sjónvarpsþættir byggðir á sögu Montgomery voru sýndir í sjónvarpi allra landsmanna við góðar undirtektir. Jenna Jensdóttir sagði að þótt sögunni hefði nokkuð verið breytt væri góðvildin og glaðværðin enn á sínum stað og hugsaði til þess hversu gott væri ef

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.