Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 14
14 Börn og menning Ákaflega langt er um liðið síðan ég var barn. Ég sleit barnsskónum í fjarlægrl og framandi fornöld þegar flest var öðruvísi en í dag - þ.e.a.s. þetta veraldlega, efnahagslega, tæknilega, jafnréttislega o.fl. Þegar ég var í barnaskóla, eins og skólastigið fyrir 7-12 ára krakka kallaðist þá, voru langflestar mömmurt.d. heimavinnandi húsmæður, fáir höfðu efni á að ferðast til útlanda, gangstéttir voru afmarkaðar frá akreinum með gulmáluðum steinum (að öðru leyti var enginn munur á götum og „fortóum", eins og gangstéttir voru iðulega nefndar þá, upp á dönsku) og ekki var sjálfgefið að fólk ætti bíl, hvað þá að fleiri en einn bíll væri í eigu sömu fjölskyldu. Sími var stór, svartur hlunkur sem stóð á sérstakri mublu í forstofunni (að sjálfsögðu fastur í vegg), engin íslensk sjónvarpsstöð var starfrækt, kvikmyndir bárust margra ára gamlar til landsins og toppurinn á tilverunni - a.m.k. á mínu heimili - var að safnast saman í stofunni á fimmtudagskvöldum og hlusta á útvarpsleikritið. í eyrum ungmenna í dag hljómar þetta eflaust svipað og að hafa alist upp í torfbæ og setið við rokkinn sinn í baðstofunni, með sultardropa á nefinu, á meðan einhver las upphátt úr skinnhandriti við týru frá kertaljósi eða jafnvel kolu með lýsi og fífukveik. Og það er ekki nema von að í dag finnist börnum þetta allt sama, grámyglaða foröldin. Heimurinn hefur gjörbreyst síðan ég var í barnaskóla og þessi upptalning mín á því hvernig tilveran var þá er jafnfjarlæg nútímabörnum og sveitalífið í skáldsögum Guðrúnar frá Lundi. Þetta flokkast allt undir „gamla daga" og þannig hefur liðin tíð eflaust alltaf verið í augum barna, eitt og sama hólfið. Ég man þannig eftir að hafa spurt mömmu mína, við fremur lítinn fögnuð, hvort hún hafi þekkt Adam og Evu. Sjálfri finnst mér tilveran þegar ég var krakki líka fjarlæg og framandleg. Tímarnir breytast og mennirnir með, sem betur fer. Það kann ekki góðri lukku að stýra að þráast við að aðlagast breyttum aðstæðum. Kannski hef ég þó aðlagast nútímanum um of. Mér finnst æskuár mín a.m.k. tilheyra grárri forneskju sem hulin er heilmikilli móðu. Þessi upptalning hér að framan var lýsing á allt öðrum heimi. Annars geri ég svo sem lítið af því að stara í baksýnisspegilinn, hvort heldur með

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.