Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 34

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 34
34 Börn og menníng barnfóstrunnar hans Marifé frá Filippseyjum, kínverskur viðskiptafélagi pabba Ara og önugur sonur hans og svo bekkjarsystirin Glóey sem Ari getur ekki hætt að hugsa um. Hinum megin á hnettinum er það eftirlitskonan Li sem gerir Jinghua lífið leitt ( leikfangaverksmiðjunni sem og vinkona hennar Weiwei sem ekki virðist þola álagið og eiturgufurnar sérstaklega vel. Og I sýndarveruleika WuX kynnast lesendur Sandor, sýndarsjálfi Ara í leiknum, baráttu hans við Varun og skrykkjóttu sambandinu við draumastúlkuna Aponi - svo eitthvað sé nefnt. Úr öllum þessum þráðum tekst Margréti Örnólfsdóttur að spinna þéttan vef og frásögnin er ekki bara lifandi, fjörug og skemmtileg, hún er líka næstum óbærilega spennandi. Lausir endar Það er hins vegar staðreynd að í lok sögunnar eru skildir eftir margir lausir endar. Sumar gátur geta lesendur auðveldlega ráðið sjálfir, til dæmis eru nægar vísbendingar gefnar til að lesendur átti sig á hver sé að baki Varun í WuX þrátt fyrir að það sé aldrei sagt berum orðum. En ýmislegt annað liggur ekki eins Ijóst fyrir. Enginn botn fæst til dæmis í hvað (ef eitthvað) Finnur, hægri hönd pabba Ara, er að bralla; það kemur aldrei í Ijós hvers vegna Ari fær atvinnutilboð frá WuX eða í hverju sú vinna er fólgin og því er aldrei slegið föstu hvort pabbi Ara og hinn kínverski viðskiptafélagi hans hafi verið meðvitaðir um að barnaþrælkun væri viðhöfð í verksmiðjum hins síðarnefnda. Sumir endar eru hreinlega svo lausir að það er varla rökrétt að hafa ekki bara klippt þá söguþræði út úr bókinni. Ja ekki nema til standi að skrifa framhald - sem mér finnst raunar Ijómandi hugmynd og vona að sé ætlunin. Á hinn bóginn er það auðvitað svo að lífið er fullt af lausum endum og langt í frá að allt sem hendir mann sé hluti af stórkostlegri atburðakeðju sem endar (risi. Út af fyrir sig er allt í lagi að bækur endurspegli þetta þótt Með heiminn í vasanum beri að vísu engin önnur merki þess að vera afbygging á eðli skáldskaparins. í öllu falli má kannski segja að það sé ákveðin virðing gagnvart lesandanum fólgin í því að mata hann ekki á öllu heldur leyfa honum að draga eigin ályktanir. Engar predikanir Lesandinn fær að vísu fleiri verkefni en bara að hnýta lausa enda í frásögninni. Honum er nefnilega líka látið eftir að túlka boðskap bókarinnar. Þetta er einn stærsti kostur Með heiminn í vasanum. Hér eru engar predikanir um að það sé Ijótt að leggja í einelti eða óhollt að reykja (eins satt og það nú er), engar umvandanir sem gefa leynt eða Ijóst í skyn að unglingum sé ekki treystandi til að sjá heiminn í réttu Ijósi heldur þurfi á leiðsögn vel meinandi en yfirlætisfullra fullorðinna að halda. Þetta er hvergi skýrara en í umfjölluninni um tölvuleikjaæði Ara og World of WuXing. Hér hefði verið auðvelt að setjast í dómarasæti og draga fram skaðleg áhrif tölvuleikja eða benda á að börn ættu frekar að vera úti að leika sér - að ekki sé talað um hvað það getur orðið vandræðalegt þegar fullorðið fólk þykist ætla að ná til krakka með því að mæta þeim á þeirra plani, í gegnum tölvur og tækni, en skortir bæði þekkingu og áhuga og missa þar af leiðandi algjörlega marks og uppskera á endanum fyrirlitningu í stað trausts. En Margrét Örnólfsdóttir fellur ekki í neinar slíkar gryfjur. Kaflarnir um WuX eru þvert á móti með þeim skemmtilegustu í bókinni og bera það með sér að höfundurinn hafi lifað sig jafnsterkt inn í þá og aðra þætti sögunnar. WuX gerir það sama fyrir Með heiminn i vasanum og quidditch gerði fyrir Harry Potter bækurnar, jafnvel glötuðustu tölvubjánar geta heillast af baráttu Sandors og Varuns, möguleikanum á að ræna draumum og drykknum Jarðskjálfta á sama hátt og hörðustu antisportistar lásu sveittir í lófunum um vængjaða gullkúlu og eltingaleik á kústum. WuX er ekki bara eðlilegur hluti af frásögninni heldur gefur hann henni aukna vídd og dregur jafnvel fram kjarna hennar. Andstæður og hliðstæður Og hver er þá þessi kjarni? Það liggur auðvitað beinast við að benda á þessar andstæður allsnægta og örbirgðar sem liggja til grundvallar sögunni. Þótt fæst íslensk ungmenni flengist um heiminn á einkaþotum eða eigi herbergi sem eru eins og meðalstórar einstaklingsíbúðir líkt og Ari eru vonandi allir lesendur bókarinnar minntir á hve þakklátir þeir geta þó verið fyrir sína stöðu miðað við til dæmis þær 250 milljónir barna sem eru i þrælavinnu í heiminum. Ekki að þeim boðskap sé á nokkurn hátt troðið upp á lesandann, hann er bara eðlileg afleiðing af umfjöllunarefninu. En svo má líka segja að frásögnin dragi fram vissar hliðstæður þvert á þetta andstæðupar allsnægtir/örbirgð. Þrátt fyrir ólík kjör virðist Ari ekki endilega „frjálsari" en Jinghua. Hann er vissulega hvorki heftur af gaddavír né gæslumönnum en eilíft flakk, fjarverandi foreldrar og óvanalegt útlit hefur einangrað hann og gert það að verkum að hann er á einhvern hátt alltaf fangi sjálfs sln - framan af að minnsta kosti. Að beisla krafta og beina þeim í farveg Mér finnst þó hvorki þessar andstæður né hliðstæður endilega vera kjarni bókarinnar. j

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.