Börn og menning - 01.04.2012, Qupperneq 35

Börn og menning - 01.04.2012, Qupperneq 35
Hann finnst mér fólginn í þeim hugmyndum um virkjun innri afla sem krauma stöðugt undir yfirborði textans. Jinghua hemur til dæmis hatur sitt í garð eftirlitskonunnar Li með því að ímynda sér að það sé glæsileg orkídea sem hún nostri við. Það hljómar kannski öfugsnúið að tala um það á jákvæðum nótum að rækta hatur en aðstæður Jinghua eru öfgafullar og kannski er það einmitt það sem bjargar henni að geta beint því í ákveðinn farveg. Hugmyndin um orkídeuna veitir í senn nauðsynlega útrás fyrir erfiðar tilfinningar og gefur um leið aukinn styrk. Hann notar hún til að vinna að því sem skiptir mestu máli: að komast burtu. Ari virðist upplifa eitthvað svipað á ögurstundu í sínu lífi: „Ari vissi ekki nákvæmlega hvað það var sem fékk hann til að ákveða að fara aftur ( skólann. Það var bara eitthvað sem gerðist þarna við kvöldverðarborðið [...] Honum fannst eins og allt ( kringum hann væru hlutir að gerast sem einhverjir aðrir stjórnuðu, hann lét aldrei neitt gerast, hann varð fyrir hlutum sem einhver annar hafði sett af stað. Og hann var orðinn hundleiður á því! Ari gekk inn í skólann og honum fannst eins og hann gengi fyrir nýjum orkugjafa. Allt óöryggið og vanlíðan hafði vikið fyrir eldsneytínu sem brann í honum. Hann var búinn að kveikja í kjaftasögunni sem átti að spæla hann. Hún var að brenna upp og verða að engu." (s. 134) Hann finnur áður óþekktan kraft og ákveður að nota hann til að taka völdin yfir eigin lífi. Eldfjallið Katla, frænka hans, virðist svo gera fátt annað en að virkja eigin orku og beina henni í gagnlega farvegi eins og að bjarga heiminum - eða alla vega eins og einu barni. Sýndarveruleiki WuX er svo enn ein birtingarmynd þessa stefs en þar velja þátttakendur sér hverju af frumöflunum fimm þeir vilja þjóna og hafa í sinni þjónustu, vatn, eld, jörð, við eða málm. Þessa krafta er svo hægt að nota til bæði góðs og ills. Þegar hæst lætur sendir Varun til dæmis gjöreyðandi flóðbylgju yfir allt umhverfið en Sandor og Aponi taka höndum saman og nýta mátt eldsins og jarðarinnar á skapandi hátt, búa til gríðarstóran gíg sem þau leiða vatnssvelginn í til að gera hann óskaðlegan. Þannig er stefið um að beisla krafta og beina þeim í ákveðinn farveg leikið í ólíkum útgáfum á öllum sviðum bókarinnar. Og ég verð að segja að fyrir mína parta get ég varla ímyndað mér öflugri eða mikilvægari skilaboð í unglingabók. Ég vona að sem flest orkumikil ungmenni muni lesa Með heiminn í vasanum og upplifa að þau búi yfir ofurkröftum sem þau geti virkjað og nýtt, hvort sem það er til að takast á við flóknar aðstæður í einkalífinu - eða bjarga eins og 250 milljón börnum. Höfundur er bókmenntafræðingur

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.