Börn og menning - 01.04.2012, Page 7

Börn og menning - 01.04.2012, Page 7
mér finnst... 7 forlag skapi heilu landi tiltekinn markað fyrir verðlaunabækur handa börnum með því að búa til verðlaun og ákveða sömuleiðis (( samvinnu við matsnefnd) hverfær þau? Það er þetta með að eiga kökuna og éta hana líka, og fyrir vikið er sú staða komin upp að bækur sem ekki uppfylla staðal Islensku barnabókaverðlaunanna eiga þá bara ekki séns á viðlíka viðurkenningu, t.a.m. frumlegar og skemmtilegar skrímslabækur Áslaugar Jónsdóttur. Það er einsog hugmyndin sé sú að börn eigi bara að lesa eina tegund bóka, og því er athyglisvert að á sama tíma og eitt forlag hlutast til um verðlaunabækur handa kjörlesendum hafi Andri Snær hlotið íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Söguna af bláa hnettinum. Það er bók sem aldrei átti möguleika á að hljóta stærstu barnabókaverðlaunin á (slandi. Á engan hátt vil ég bera í bætifláka fyrir að börn lesi bækur eftir Helga Jónsson. En þau gera það nú samt, enda hafa börn alveg jafn fjölbreyttan smekk og annað fólk. Börn vilja stórar bækur og litlar, langar og stuttar, myndskreyttar og ómyndskreyttar. Þau vilja skáldsögur, þjóðsögur og ævintýri; fantasiur, goðsögur og sögur úr sveitinni. Fyrst og fremst vilja börn lesa skemmtilegar bækur. Þau vilja allt þetta og meira til. Hinsvegar vilja þau ekki endilega 50 blaðsíður sem staðið geta án myndskreytingar, kannski vilja einmitt færri lesa svoleiðis bækur en hitt, svo það skýtur skökku við að Islensku barnabókaverðlaunin vilji ekki bjóða upp á aðra möguleika. Þeim virðist nefnilega vera ætlað að uppfylla kröfur einhverra allt annarra en barna, og ekki síst þess vegna er mikilvægt að velta fyrir sér hvort bókmenningin eigi sjálf hlutdeild í minnkandi lestri þeirra. Höfundur er íslenskufræðingur „Mér finnst..." lýsir skoðunum höfunda fremur en ritstjórnar eða stjórnar IBBY samtakanna.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.