Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 11
Vaknað í Erilborg 11 77/ að grein þessi hafi tilætluð áhrif verð ég að byrja á að útskýra dálítið fyrir lesendum sem er fremur vandræðalegt að viðurkenna. Ég fer mjög seint á fætur. Þegar ég segi seint, þá meina ég seint. Ef ég er vakandi klukkan sjö að morgni er það mjög líklega vegna þess að ég er enn ekki farin að sofa. Seint að sofa, semt á fætur; rúmlega áratugarlöng grunn- °g framhaldsskólaganga með tilheyrandi vekjaraklukkum og morgunmyglu færði mér sannarlega aldrei neitt gull í mund °g væri ég enskumælandi fugl er ég viss um að ég hefði verið alltof morgunfúl til að næla mér í feitan orm. Það hentar mér betur að vakna á hádegi og borða eitthvað gómsætara en orma. Ég er ekki A-manneskja, varla B-manneskja, heldur einhvers konar C-fyrirbæri. Af og til gerist það þó auðvitað að morgunsvæfir þurfa að vakna fyrir allar aldir. Þar sem ég er sjálfstætt starfandi - með öðrum orðum, vinn alltof mikið fyrir alltof lítið kaup - þá ræð ég mínum vinnutíma yfirleitt sjálf og er ekki mikið í því að pína mig á fætur. í fyrravetur var ég hins vegar beðin að taka að mér verkefni úti í bæ og í því verkefni fólst að mæta á skrifstofu klukkan hálfníu nokkra daga í viku. Þar sem ég staulaðist út úr húsinu fyrsta morguninn mætti mér því lítt kunnuglegur heimur. Ég gekk mína leið út í strætóskýli og nuddaði stírurnar úr augunum, glápti út í þessa nýju veröld og tók innan skamms eftir því að ég var farin að fylgjast með öllu sem fór fram í kringum mig með einhverjum barnslegum ákafa. Þarna var syfjaður menntaskólanemi á leið í tíma. Þarna var barn dregið á þotu í leikskólann. Þarna kom pípandi veghefill, þarna lögreglubíll. Þarna flaut vinnandi fólk áfram í umferðinni og ég fór að ímynda mér hvert hver og einn væri á leiðinni - í þessum bíl væri rafvirki, þarna kennarahjón, í einum sæti endurskoðandi, í enn öðrum slökkviliðsmaður á leið heim af næturvakt. Þar sem ég stóð og fylgdist vandræðalega spennt og glöð með þessum morgunverkum allt í kringum mig, fylgdist með borginni iða af fólki, vinnuvélum, farartækjum og starfsemi, áttaði ég mig skyndilega á því að ég var stödd f Erilborg. Já, ég var stödd inni í heimi þeirra Ormars einfætta og Kela kettlings, þar sem slökkviliðsbílar, jarðýtur, stigabílar, sporvagnar og reiðhjól streyma um borgina sem er uppfull af mannlífi, greiðvikni, iðjusemi, athyglisverðum byggingum og skondnum atvikum. Ég bjóst næstum við því að sjá hund stjórna umferðinni eða glaðværa flóðhestsfrú fara hjá á einhjóli. Ég hefði ekki orðið hissa ef api hefði beygt bananabíl fyrir næsta götuhorn. Borgin sem ég sá þarna í morgunsárið og öll upplifun mín af henni var síuð gegnum nostalgíska hugmynd um borgarsamfélagið sem ég drakk í mig úr bókum bandaríska rithöfundarins Richards Scarry um miðjan níunda áratuginn. Og það er þetta sem mér er svo hugleikið

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.