Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 17

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 17
Aldinmauk og límonaði 17 einstaka eftirminnilegum persónum, eins og páfagauknum Kíkí og stuttklipptu, hrokkinhærðu stelpunni sem gekk í stuttbuxum og lét kalla sig Georg. Hinar stelpurnarrennaallarsamaníeina pilsklædda, kurteisa og varkára stelpu með tagl eða tíkarspena. En strákarnir voru allir hugrakkir, sterkir og haldnir mikilli ævintýraþrá. Ég þurfti sem sagt ekki að fletta því upp á netinu að kynjahlutverkin í bókum Enid Blyton væru af gamla skólanum. Ég gerði mér grein fyrir þessum stereótýpum strax við lestur bókanna þótt ég muni ekki eftir að það hafi truflað mig tiltakanlega. Mér fannst þessi munur á stelpunum og strákunum bara dálítið bjánalegur. Það sem ég sótti í var spennan og léttirinn þegar allt fer vel að lokum. Tilfinningarnar. Reyndar var ég líka voðalega veik fyrir matarlýsingunum hjá Enid Blyton, þessum gamaldags orðum sem þýðandinn notaði yfír matinn - sérstaklega þegar krakkarnir tóku með sér nesti, eins og gerðist í hverri einustu bók, held ég. Auðvitað vissi ég að þetta var bara ósköp venjulegur matur en aldinmauk virkaði miklu gómsætara en sulta og brauðsnúðar ómótstæðilegri en rúnstykki. Svo drukku krakkarnir kalda mjólk úr glerflöskum. Ja, eða þá límonaði sem hljómaði alveg sérlega svalandi. Lesið upp og niður lokum vil ég nefna nokkrar bækur sem litli bróðir minn átti og ég stalst í. Bækur sem ég hafði meira gaman af að lesa en ég viðurkenndi nokkurn tímann fyrir smákrakkanum sem átti þær. Bróðir minn átti að vlsu ekki mjög tilfinningaþrungnar bækur, þannig að þaer voru bara hey í harðindum. Eina dndantekningín var Selurinn Snorri sem var lotunru Sp>ri HEIÐA næstum eins sorgleg og Blómakarfan og kallaði fram klökkva og tár. Margar af bókum litla bróður voru hins vegar hressilegar og jafnvel fyndnar, t.d. bækur Astrid Lindgren um Línu langsokk og börnin í Ólátagarði. Bækur hinnar norsku Anne Cath. Vestly voru kannski ekkert frekar fyrir stráka en stelpur þótt bróðir minn eignaðist þær en ekki ég. Kannski var ég bara vaxin upp úr markhópnum þegar þær komu út á íslensku, m.a. Óli Alexander fílibommbommbomm og Pabbi, mamma, börn og bíll. Þessar bækur las ég þó þegar ekkert annað var að hafa og sömuleiðis Óskasteinninn eftir Ármann Kr. Einarsson og margar fleiri. Þegar strákabækurnar gengu til þurrðar tóku íslensku stórskáldin við, Laxness, Þórbergur og Gunnar Gunnarsson. Síðan þýðingar heimsbókmenntanna, Vopnin kvödd eftir Hemingway, Þrúgur reiöinnar eftir Steinbeck o.s.frv. En auðvitað skildi ég þessar bækur ekki eða melti eins og fullorðinn lesandi. Ég renndi bara í gegnum þær á mínu „plani", drakk í mig dramatískar stríðslýsingar, þjóðfélagsádeilu og annað sem ég hafði þó ekki nokkrar forsendur til að meðtaka. Við þetta fékk ég aðeins ákveðinn nasaþef af því sem þarna var fjallað um - lífshættunni, hungrinu, fátæktinni, sársaukanum, sælunni, vonbrigðunum, söknuðinum, ástinni og öllu þessu litrófi. Ætli þetta sé ekki svipað með krakka sem í dag stelast til að horfa á fullorðinsefni í sjónvarpinu eða prófa tölvuleiki sem hannaðir eru fyrir þá sem eldri eru? Þau skilja þetta einungis að hluta og sitja uppi með tilfinningahrærigraut sem gerir þeim ekki endilega gott. Munurinn er hins vegar sá að lifandi myndir festast, eðli málsins vegna, á annan og sjónrænni hátt í huga og sál. Þar af leiðandi held ég að þær skemmi meira en myndir sem lifna í hugskotinu þegar óharðnaðir einstaklingar lesa texta sem þeim er ekki ætlaður. Af þessu hef ég áhyggjur. Þess vegna horfi ég með ákveðinni nostalgíu til þeirra gömlu, góðu daga þegar bækur voru lífið og lífið var bækur... þegar krakkar borðuðu brauðsnúða með aldinmauki og skoluðu matnum niður með límonaði. Höfundur er rithöfundur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.