Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 6

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 6
6 Börn og menning mér finwst . . . í skemmtilegri grein í Börnum og menningu fyrir fjórum árum velti Sigurður Ólafsson því upp hvort vinsældir hins víðlesna barnabókahöfundar Helga Jónssonar bentu til þess að börn væru ef til vill ekki vandlátir lesendur.1 Sjálfur held ég að allur gangur sé á því rétt einsog meðal fullorðinna. Það er raunar talsvert fullyrt um að börn lesi ekki eins mikið og áður og fagna þvi sjálfsagt margir að börn lesi þó a.m.k. órabækur Helga fremur en ekkert, að þar með sé tilganginum að minnsta kosti náð. Á þeim fjórum og tæplega hálfa ári sem ég starfaði sem bókavörður kom mér því á óvart hversu mörg börn voru daglegir gestir á safninu. Smekkur þeirra var vissulega misjafn einsog liggur f hlutarins eðli, en dag hvern aðstoðaði ég eitthvað á milli 30 til 60 börn við að finna bækur sem höfðuðu til þeirra. Svo sátu þau í barnadeildinni og lásu uns foreldrarnir hringdu eða komu að sækja þau. Þarna var týndi hluti demógrafíunnar lifandi kominn; sum börn lásu hvað sem var en önnur voru afar kresin (þar má nefna tíu ára dreng sem hafði lesið allar bækur Auel um þjóð bjarnarins og Shuler um rödd arnarins og vantaði meira í sama dúr). Það að illa skrifaðar bækur séu vinsælar meðal barna segir þó kannski minna um börn en fólk almennt og líklega segir það langmest um þá bókmenningu sem viðhaldið er á Islandi. í því Ijósi finnst mér áhugavert að velta fyrir mér íslensku barnabókaverðlaununum. Árlega er auglýst eftir „handritum upp úr skúffunni", 50 normalblaðsíður að lengd sem staðið geti án myndskreytingar. Mögulegum verðlaunabókum er þannig troðið í sama mótið og aðeins eitt forlag gefur þær út, sama forlag og stendur fyrir verðlaununum. Þetta minnir kannski pínulítið á sprenghlægileg bókmenntaverðlaun Lafleursem iðulega voru jafnmörg og bækurnar sem komu út það árið hjá útgáfunni. Það vakti því athygli mína þegar ég fékk bréfsendingu þess efnis að aftur væri auglýst eftir handritum í verðlaunakeppnina og fresturinn hefði verið lengdur. Greinilega bárust ekki nægilega góð handrit svo að hægt væri að sæma þau verðlaunum sem margir bestu barnabókahöfundar íslands hafa hlotið. Er þá með þessu reynt að tryggja að börn lesi ekki óvandaðar bækur, eða er verðlaununum með öðrum orðum ætlað að móta lesandann fremur en uppfylla væntingar hans, og vera þannig virk I íslenskri menningarpólitík, sbr. umræðan um „ólestur barna" sem átt hefur sér stað að undanförnu?2 íslensk börn lesa ekki nægilega mikið samkvæmt könnunum PISA, en getur þá verið að það sé að einhverju leyti vegna þess að þeim sé ætlaður áhugi á tiltekinni gerð bókmennta - sem fylla 50 normalsíður og geta staðið án myndskreytingar? Geta form og frumleiki haldist hönd í hönd þegar forleggjarinn hlutast til um það fyrrnefnda, eða er ekki einmitt líklegra að bækur séu frumlegri því fjær sem þær falla frá stöðluðum viðmiðum? Ég veit ekki önnur dæmi þess að forlag hlutist svo algerlega til um form skáldverka, hvað þá áður en þau verða til, sem vekur upp spurninguna um hvaða gildi verðlaunin hafi fyrst þau ná aðeins til brotabrots úr heildinni. Verðlaunin vekja upp þá hugmynd að um ræði úrvalsbók þótt einmitt sé fátt sem nauðsynlega bendi til þess að svo sé. Mér finnst það áhugaverð spurning. Það er fjarri mér að halda því fram að allar verðlaunabækurnar séu eins þótt að forminu til eigi þær að vera það, en er ekki ef til vill eitthvað bogið við það að 1 Sigurður Ólafsson. „Metsöluhöfundur barnanna: afþreyingarbækur fyrir yngri borgara." Börn og menning 2008, 23. árg. 2. tölublað. 2 Sjá Jón Kalman Stefánsson. „Um lestur, leti okkar og hugmyndasnauðar skólabækur." Fréttatiminn 27.01.2012; Pétur Gunnarsson. „Læsi er lífsgæði." Fréttablaðið 19.01.2012. Þá má nefna að Eiríkur Örn Norðdahl velti því fyrir sér (á Facebook þvi miður, svo engin er heimildin) hvort það væru ekki bara bækurnar sjálfar sem væru lélegar frekar en lesskilníngur (slenskra barna.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.