Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 33

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 33
Með heiminn í vasanum 33 Með heiminn, lesandann og ofurkrafta í vasanum ÞegarFjöruverðlaunin, bókmenntaverðtaun kvenna, voru afhent í sjötta sinn í febrúar siðastliðnum hlautskáldsagan Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur verðlaunin íflokki barna- og unglingabóka. I umsögn dómnefndar kom meðal annars fram að sagan væri spennandi ádeila á græðgi, barnaþrælkun og virðingarleysi fyrir mannréttindum sem léti lesendum eftir að draga sínar eigin ályktanir. Þetta er óneitanlega krassandi lýsing og það var því með vissri eftirvæntingu sem ég tók mér bókina i hönd og byrjaði að lesa. Á mótum ólíkra heima Hálfur hnötturinn skilur að sögumennina tvo í Með heiminn i vasanum. Jinghua er kínversk stúlka sem haldið er nauðugri í þrælavinnu í verksmiðju sem framleiðir lúxusleikföng. Dag einn kemst Jinghua yfir lítið bréfsnifsi sem hún párar neyðarkall á og stingur inn í eitt leikfangið. Leikfangið endar hjá Ara, auðmannssyni sem hefur verið á þvælingi um heiminn með foreldrum sínum frá blautu barnsbeini, talar fjölda tungumála, kann að haga sér innan um fyrirmenni en fellur ekkert sérstaklega vel inn í hóp jafnaldra sinna á fslandi. Ekki bætir úr skák að hann er með öllu hárlaus vegna sjálfsofnæmissjúkdóms og langt á undan öllum í námi. Ara gefst þó varla ráðrúm til að vera einmana því Katla frænka hans og hennar stóra og háværa fjölskylda sjá til þess að það er ævinlega líf og fjör í kringum hann - meira að segja næstum of mikið því Ari vill gjarnan hafa næði til að spila World of WuXing, flókið sýndarveruleikaspil á netinu. Katla er á hinn bóginn ekki ólík nöfnu sinni á Suðurlandi. Af og til losna kraftar hennar og eldmóður úr læðingi og þá mega nærstaddir vara sig. Þegar sagan hefst er Katla nýbúin að láta til sín taka í búsáhaldabyltingunni en hefur ákveðið að snúa sér að mikilvægari málum, nefnilega að bjarga heiminum. Hún er með á prjónunum stofnun alþjóðlegra barnasamtaka, því „heimurinn er lítill en börn eru stór" - hvað sem það nú þýðir. Þegar Ari og Katla uppgötva skilaboðin frá Jinghua (sem eru auðvitað á kínversku og þeim því algjörlega óskiljanleg fyrir utan hjálparkallið SOS) er það hún sem sér til þess að hjólin fari að snúast og æsileg atburðarás fer af stað. Inn í frásögnina fléttast svo ýmsir aukaþræðir. ( vesturheiminum er það yfirvofandi skilnaður foreldra Ara, saga

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.