Börn og menning - 01.04.2012, Síða 28

Börn og menning - 01.04.2012, Síða 28
28 Börn og menning Það leikur lítill vafi á því að skrímsli eigi sér aldalanga hefð í barnauppeldi. í þeim tilgangi að kenna börnum góða siði, eða bara til fá þau til að gegna einföldustu skipunum, hafa foreldrar allra tima gripið til hótana um afskipti ófreskja, allt frá Grýlu til sjálfs Myrkrahöfðingjans. Það er hins vegar trúlega frekar nýleg þróun að finna megi skrímsli sem eru frekar fræðandi en ógnandi, svo ekki sé talað um að þau séu beinlínis góðar fyrirmyndir. [ Kúlu Þjóðleikhússins er um þessar mundir sýnd leikgerð Áslaugar Jónsdóttur, byggð á þremur bóka hennar og norrænna félaga hennar um litla skrímslið og stóra skrímslið, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hin geðþekku skrímsli Áslaugar eiga fátt annað skylt við hefðbundin skrímsli en tegundarheitið og ankannalegt útlit. Að því leyti sverja þau sig í ætt við fyrirbæri á borð við vasaókindirnar Pokémon, eða jafnvel Stubbana. Skrímslaeðli þeirra gegnir varla öðrum tilgangi en þeim að færa þau út fyrir áþreifanlegan reynsluheim barnanna, jafnvel enn lengra en hefðbundnari dýragerving, í anda t.d. Bangsímons. Þótt skrímslin séu ekki beinlínis smáfríð, þá æpa þau á væntumþykju, knús jafnvel, þegar leikararnir Friðrik Friðriksson og Baldur Trausti Hreinsson eru komnir í vel fóðraða, loðna búninga sína og farnir að vappa um sviðið stuttum skrefum. Yfirfærsla höfundar og Ásdísar Guðnýjar Guðmundsdóttur á útliti bókanna yfir í leikmynd og búninga hefur tekist furðu vel - áhorfandi sem er kunnugur bókunum gerir sig fljótt heimakominn. Sem fyrr segir er leikgerðin byggð á þremur bókum (af sex) og hefur hver um sig afmarkaðan söguþráð og umfjöllunarefni. Það verður ekki annað sagt en að þessa sjáist nokkur merki. Kaflaskiptingarnar í sýningunni eru nokkuð greinilegar, og það er eiginlega dálítið klaufskt hvernig stóra skrímslið þarf allt í einu að skreppa heim til sín, allt að því til þess eins að geta komið aftur. Þarna kemur eilítið hökt í flæði sýningarinnar, sem áreiðanlega hefði mátt forðast. Ef til vill hefði einnig mátt byggja upp sterkari heildarramma til að halda betur utan um viðfangsefnin þrjú. Engu að siður er það sameiginlega í sögunum skýrt, skín í gegnum alla hluta verksins og situr eftir hjá öldnum sem ungum sem uppbyggileg tilfinning: Öll erum við ófullkomin en við erum svo heppin að eiga hæfileikann til að eignast vini sem hafa aðra galla en við sjálf. Þannig getum við bætt hvert annað upp. Leikararnir komast báðir mjög vel frá sínu og samleikur þeirra kemur hinu fallega brothætta sambandi skrímslavinanna vel til skila. Mér þykir samt ástæða til að minnast sérstaklega á frammistöðu Friðriks, sem miðað við það sem ég hef séð af honum hlýtur að vera einhver vanmetnasti gamanleikari landsins nú um stundir. Maðurinn er drepfyndinn. Þetta leynir sér ekki í sýningunni sem hér um ræðir, því

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.