Börn og menning - 01.04.2012, Page 9

Börn og menning - 01.04.2012, Page 9
*Sn,D UblDG^ ^ífía sorglegt að aðeins einn af hverjum fjórum nemendum í tíunda bekk telur bóklestur vera eitt af helstu áhugamálum sínum, fimmtungur telur bóklestur vera tímasóun og 57% nemendanna gætu allt eins hugsað sér að hætta að lesa bækur.1 2 3 Lestrarhvatning er nauðsynleg og þar eiga og þurfa skólabókasöfnin að gegna lykilhlutverki. Þeim reynist hins vegar örðugt að rækta hlutverk sitt þrátt fyrir góðan vilja starfsmanna. „Hornsteinar lestrarhvatningar íslenskra barna" I Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 20 7 7 bendir íslensk málnefnd á að margt gott hafí verið gert síðustu árin til að ýta undir bóklestur en til að verulegur árangur náist þurfi allir að leggjast á árarnar. Nefndin leggur fram lista með aðgerðum þar sem meðal annars segir að treysta þurfi rekstur skólabókasafna „til þess að börn hafi þar greiðan aðgang að vönduðu lesefni".4 Þetta hefur ekki verið gert, hvorki í UNESCO-bókmenntaborginni Reykjavík né annars staðar á landinu. Skólabókasöfn hafa þvert á móti mátt sæta miklum niðurskurði. Sérmenntuðu starfsfólki skólabókasafna hefur sums staðar verið fækkað, afgreiðslutími styttur og fjárveitingar til bókakaupa hafa minnkað. Niðurskurður á bókakaupafé hefur fyrst °g fremst bitnað á kaupum á skáldverkum ætluðum börnum og unglingum. Þetta er efskaplega slæmt þegar við hugsum til Þess að það eru skólabókasöfnin sem eru "hornsteinar lestrarhvatningar íslenskra barna" eins og segir í yfirlýsingu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.5 í greininni „Er hjartað hætt að slá? Skólabókasöfn á krepputímum" greinir lan9sokkur Brynhildur Þórarinsdóttir frá niðurstöðum rannsóknar á nokkrum skólabókasöfnum á landinu en tilgangur rannsóknarinnar var að varpa Ijósi á umfang þess niðurskurðar sem víða var vísað til í fjölmiðlum án þess að tölur lægju fyrir. í niðurstöðunum kemur fram að mikill niðurskurður hafi orðið á bókakaupafé skólasafnanna frá hrunárinu 2008. Söfnin í rannsókn Brynhildar glímdu við um 50% niðurskurð eða meira fyrst eftir hrun og höfðu, þegar rannsóknin fór fram, ekki endurheimt fyrri upphæðir til bókakaupa. Upphæðirnar sem eru nefndar, eru beinlínis skammarlega lágar og harkalegustu dæmin eru um safn sem fékk um 700-800 þúsund krónur til bókakaupa eða allt að milljón árið 2008 en aðeins 50-60 þúsund krónur árið 2009. Annað safn hafði áður fengið 700-800 þúsund krónur til bókakaupa en fékk ekkert, ekki eina krónu, árið 2009. Alls staðar bítnaði þessi niðurskurður á barnabókunum, minna var keypt af bókum til yndislestrar í öllum þeim söfnum sem tóku þátt í rannsókninni.6 [ rannsókninni kemur fram að mikilvægt sé að starfsmenn skólabókasafna geti keypt nýjustu bækurnar, þetta sé gulrótin sem hægt er að nota til að fá börnin inn á safnið. Einn athyglisverðasti samnefnarinn í svörum viðmælenda verður að teljast áhyggjur þeirra af yndislestri grunnskólanema. Allir nefndu þeir að niðurskurður á bókakaupafé hefði fyrst og fremst bitnað á skáldverkum ætluðum börnum og unglingum og að erfitt eða vonlaust væri að hvetja unga fólkið til að lesa ef ekki væri hægt að bjóða því nýjustu bækurnar. En þá er verst Nýtt og spennandi - gamalt og gott Alveg eins og viðmælendur í rannsókn Brynhildar var Jón Konráðsson kennari meðvitaður um mikilvægi skólabókasafna, en hann stofnaði eitt slíkt sjálfur. Hann sá strax ávinning af því starfi og segir það vera sjálfsagðan lið í uppeldi barna að þau læsu talsvert af barnabókum. Hvers vegna, vegna þess að þau „verða betur læs en ella. Þau þurfa því styttri tíma til að lesa námsbækurnar. Bæði af því að þau eru fljótari að fara yfir þær og af því að bóklesturinn þroskar börnin til skilnings og næmi. Auk þess sækja börnin margs konar fróðleik í barnabækurnar."7 1 Jón Konráðsson. 1941. „Bóklestur barna". Tíminn, 25. tbl., 1. mars, bls. 99-100. 2 Sjá umfjöllun um þetta ígrein Brynhildar Þórarinsdóttur og Þórodds Björnssonar. 2010. „Bóklestur íslenskra unglinga í alþjóðlegu Ijósi." Rannsókniri félagsvísindum XI. Ritstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir. Félagsvísindastofnun Háskóla Islands, Reykjavík. Einnig: Islensk málnefnd. Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2011. 2011. Aðgengilegt á http:// www.islenskan.is/ 3 Almar M. Halldórsson, 2006. Lesskilningur og islenskukunnátta 15 ára nemenda: Sérstaða Islands og forspárþættir. Niðurstöður PISA 2000 og samræmdra prófa. Námsmatsstofnun, Reykjavík. Aðgengilegt á http://www .namsmat.is/. 4 Ályktun um stöðu islenskrar tungu 2011. 2011, 3 5 Fálag íslenskra bókaútgefenda. (2010, 21. apríl). Vika bókarinnar sett. http://bokautgafa.is/index.php/ frettir/40-almennt/155-vika-bokarinnar-sett 6 Brynhildur Þórarinsdóttir. 2011. „Er hjartað hætt að slá? Skólabókasöfn á krepputímum." Rannsóknir í félagsvisindum XII. Erindi flutt á ráðstefnu f október 2011, bls. 133-140. Ritstjórar: Ása GuðnýÁsgeirsdóttir, Helga Björnsdóttirog Helga Ólafs. Félagsvísindastofnun Háskóla Islands, Reykjavik. 7 Jón Konráðsson. 1941.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.