Börn og menning - 01.04.2012, Side 20

Börn og menning - 01.04.2012, Side 20
20 Börn og menning yngsta og unga kynslóðin „fengi jafnmikinn skammt af slíkum sögum og myndum eins og þau fá nú af glæpa- og ofbeldissögum og myndum" (Morgunblaðið, 24.12.1989). Bókakápa útgáfunnar 1988 er myndskreytt af Brian Pilkington og sögunni og þýðingunni var hampað sem „sígildri" og hollum lestri. Inga L. Lárusdóttir hefur reynst sannspá því aftur var Anna í Grænuhlíð ofarlega á metsölulistum barna- og unglingabóka jólin 1988, ásamt bókum Andrésar Indriðasonar, Eðvarðs Ingólfssonar og Kristínar Steinsdóttur (Þjóðviljinn, 13. desember 1988). Hvað var það sem börnin lásu? Það er nokkuð merkilegt að áðurnefndur A. Sigm. skuli hafa haft það helst að athuga við söguna um Önnu í Grænuhlíð að þar sé farið „of nákvæmlega eftir frumtekstanum." Vissulega er þýðingin ekki gjörólík frumtextanum en hún myndi þó varla kallast þýðing í dag; til þess er „þýðingin" of ólík frumtextanum. Til dæmis eru 38 kaflar í upprunalegu bókinni en 27 kaflar í þýðingunni. Það er því mjög mörgu sleppt í þýðingu, bæði í umhverfislýsingum og sögunni sjálfri. Bókin um Önnu í Grænuhlíð er þannig uppbyggð að þar þræðast saman margar stuttar frásagnir frekar en að ein framvinda sé allsráðandi. Þess vegna er alveg hægt að sleppa einhverju úr og það hefur þýðandi nýtt sér óspart. Eitt af því sem Anna gerir gjarnan, sem barn, er að breyta örnefnum og nefna ýmislegt í umhverfinu. Þetta er mjög stytt og niðursoðið í þýðingunni. Þetta gerir það að verkum að maður fær miklu skýrari mynd af umhverfinu í frumtextanum heldur en í þýðingunni. Eins er frumtextinn meira í beinni ræðu og Montgomery lætur margar persónur hafa ákveðin taleinkenni. Frú Lynde Anna I Grænuhlið komi út í íslenskri þýðingu sem fylgir frumtexta höfundaríns en er ekki stytt og stæld í endursögn. Aðdáendur gömlu þýðingarinnar þurfa þó ekki að örvænta um að eftirlætisstaðir þeirra eða persónur heiti annað eða séu einhvern veginn allt öðruvísi en í gömlu þýðingunni. Staðarnöfn og nöfn persóna eru látin halda sér eftir því sem hægt er og ýmsar grunnreglur sem fyrri þýðandi setti sér (eins og að Islenska eiginnöfn persóna) eru óbreyttar. En frumtextinn er ítarlegri, það gerist fleira I sögunni og persónurnar eru, verður að segjast, líflegri og skemmtilegri úr penna L.M. Montgomery heldur en í mikið styttri útgáfu Axels Guðmundssonar. segir gjarnan: „... and that's what," til að leggja áherslu á orð sín, Matthías byrjar nánast allar setningar á „Well, now ..." og Anna sjálf endar nánast allt sem hún segir á því að leita samþykkis viðmælanda. Þýðandi gerir enga tilraun til að elta ólar við slíkt. Þetta gerir það að verkum að frumtextinn virkar hlýlegri, fyndnari og persónulegri heldur en þýðingin. Stærsta breytingin í söguþræðinum er kannski sú að þýðandinn ákveður að láta Önnu sættast við fjandvin sinn, Gilbert, um miðja bók. [ frumtextanum gildir talsvert öðru máli. Eins er aðdragandi þessa fjandskapar miklu umfangsmeiri f frumtextanum. Þar kemur ýmislegt til og Anna hættir til dæmís í skólanum um tíma. Islensku þýðingarnar hafa átt miklum vinsældum að fagna, enda nær þýðandi andblæ frumtextans upp að vissu marki. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að bækurnar eru miklu bitastæðari og skemmtilegri á frummálinu. Anna í meira en 100 ár Anna I Grænuhlíð er nú orðin meira en hundrað ára gömul. Bækurnar átta eru löngu orðnar sígildar og eftir þeim hafa t.a.m. verið gerðir sjónvarpsþættir og söngleikir. Umfangsmiklar bókmenntarannsóknir hafa einnig verið gerðar á skáldskap Lucy Maud Montgomery og hús ættingja hennar í Cavendish á Prins Eðvarðs-eyju hefur verið innréttað eins og Grænuhlíð er lýst í bókunum og gert að einskonar safni. Því má segja að löngu sé tímabært að Höfundar eru doktorsnemar við Háskóla íslands

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.