Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 29

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 29
Skrimmslauppeldi 29 kómíkin er aldrei langt undan í henni. Reyndar er það einn styrkleiki sýningarinnar að hún er uppfull af skemmtilegheitum sem ná jafnt til eldri sem yngri áhorfenda, bæði í skoplegum aðstæðum og hegðun persónanna og í sniðugu slappstikki sem er beitt af hófsemi. Barnasýningar eru oft kryddaðar „fullorðinsbröndurum", og ekki nema gott eitt um það að segja, en þessi sýning þarf ekkert slíkt krydd. * ★ * * í iðrum Vatnsmýrarinnar, í kjallara Norræna hússins, er svo að finna aðra skrímslasýningu. Þar leikur Helga Arnalds einleik sem hún hefur sjálf samið ásamt leikstjóra sýningarinnar, Charlottu Boving. Kveikjan að sýningunni er athugasemd nýbakaðs stóra bróður, þess efnis að litla systir hans sé skrímsli. í sýningunni er þetta tekið að því er virðist í upphafi mjög bókstaflega - við sjáum smábarnið með augum drengsins sem lítið skrímsli sem hreinlega étur foreldrana. Drengurinn heldur af stað í mikla svaðilför til að skila systurinni en á leiðinni kynnist hann litla skrímslinu og tekst á við farartálma og hættur með því. Þau kljást í kjölfarið í sameiningu við raunverulega ófreskju og sameina loks fjölskylduna. Sagan er vel til þessi fallin að aðstoða börn eins og dóttur mína, sem sá sýninguna með mér og hefur nýlega misst stöðu einbirnis, að takast á við þá stóru breytingu. Leikur Helgu er mjög agaður og það er greinilegt að hún hefur tækni hins sýnilega brúðuleikara mjög vel á valdi sínu og kann að vinna með ólíkar aðferðir til að láta persónur birtast á sviðinu. Hér eru engar hefðbundnar brúður á ferðinni. Grunnefni sýningarinnar er pappír. Leikmynd og persónur eru jafnóðum mótaðar úr pappírnum sem umlykur leikrýmið, og er smátt og smátt rifinn niður í þeim tilgangi, jafnhliða því að rýmið víkkar og dýpkar, ef til vill í samræmi við aukna samhygð litla drengsins með systur sinni. Hugvitssemin við nýtingu pappírsins er aðdáunarverð og hlýtur að gleðja auga sem nýtur þess að sjá mikið gert úr litlu. í stöku senuskiptum tók það undirritaðan samt smástund að átta sig á því hvaða pappírstætla eða vasaljós stóð fyrir hvaða persónu, en það var ekki að merkja að það truflaði aðalmarkhópinn, þannig að þetta kann að skrifast á lokaðan huga miðaldra karls - karls sem engu að síður fannst öðru hverju sem að aðstandendur sýningarinnar hefðu orðið eilítið of ástfangnir af þessari heillandi umgjörð hennar, á kostnað sögunnar. Markhópurinn kann samt vel að meta þetta sjónarspil, sem sýnir bókstaflega svart á hvítu mátt pappírs og bleks. Ekki skemmir fyrir að börnunum gefst að sýningu lokinni kostur á að búa til eigin pappírsdreka úr afrifunum úr leikmyndinni og taka þannig með heim persónulegan minjagrip um sýninguna. Á stöku stað dettur frásögnin yfir í bundið mál, sem mér þótti ekki nægilega haganlega samansett til að það stæði undir sér. I stað þess að lífga upp á texta sýningarinnar þá hafði kveðskapurinn eilítinn stirðleika í för með sér þar sem honum brá fyrir. Þegar heim kemur hefjast vangaveltur um þessa miklu skrtmslavæðingu og hvað hún eigi að þýða. Svo reikar hugurinn aðeins lengra og upp rifjast vingjarnlegi draugurinn Kaspar, risaeðlan Dínó, Morrinn o.s.frv. Það er varla nein nýlunda að til séu skrímsli sem vekja frekar ástúð eða samhygð en óhug. En hættan er sú að þessi Ijúfu skrímsli sæki á og hvað verður þá um foreldrana, sem sviptir verða þessu forna ógnarvopni? Það er kannski tímabært að við förum að hafa áhyggjur af börnunum okkar: þau gætu orðið fyrstu skrímslalausu foreldrarnir. Höfundur er áhugaleikari og ieikskáid

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.