Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 21

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 21
Anna í Grænuhlíð 21 Anna endurunnin og forunnin Árið 2008 kom út barnabókin Before Green Gables eftir kanadíska barnabókahöfundinn Budge Wilson en hún var samin og gefin út í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá útgáfu Önnu í Grænuhlíð. Eins og titillinn gefur til kynna gerist sagan áður en Anna kom til Marillu og Matthíasar í Grænuhlíð, þá ellefu ára gömul. í þessari bók er greint frá dauða foreldra Önnu og því hvernig hún er send frá einu fósturheimili til hins næsta. Þar gegnir hún ýmsum störfum og gætir barna og hennar eini flótti er öflugt ímyndunaraflið og hún lætur sig dreyma um að eignast sína eigin fjölskyldu. Það var gerð japönsk teiknimyndasería eftir bókinni sem heitir Konnichiwa Anne en þættirnir voru framleiddir af japanska fyrirtækinu World Masterpiece Theater sem hefur framleitt fjölda teiknimynda og teiknimyndaþátta sem byggðir eru á klassiskum barnasögum. Hér má t.d. nefna teiknimyndir um Önnu í Grænuhlíð og Heiðu eftir Jóhönnu Spyri en þeir þættir voru sýndir í íslensku sjónvarpi fyrir röskum tuttugu árum síðan. Höfundurinn Lucy Maud Montgomery skrifaði alls 20 skáldsögur, þar af gerast 19 á Prins Eðvarðs-eyju. Átta fjalla um Önnu Shirley. Montgomery fluttist þó þaðan um tvítugt og bjó í Ontario öll sín fullorðinsár. Eftir hana liggur einnig mikill fjöldi Ijóða og smásagna auk þess sem úrval úr dagbókum hennar hefur verið gefið út. Árið 1994 var L.M. Montgomery stofnunin opnuð í Cavendish. Stofnunin heldur utan um útgáfu á skáldskap Montgomery, heldur reglulega ráðstefnur um bækur hennar og styrkir rannsóknir og þýðingar á þeim.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.