Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 27

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 27
Amma les 27 hans fyrir ung börn einkennast af hlýju og nnögnuðum húmor. Janosch er kominn af verkafólki en dreymdi um að verða listmálari. Hann lærði járnsmíði og vann í fjölmörg ár í vefnaðarverksmiðju. Síðar reyndi hann fyrir sér í listaskóla í Munchen og þótt skólagangan yrði endaslepp ílentist hann í borginni og tók að hanna veggfóður og semja myndskreyttar sögur fyrir dagblöð og tímarit. Þaðan lá leiðin í barnabækurnar fyrir hreina tilviljun að hans sögn. Ferðin til Panama fjallar um litla tígrisdýrið og litla björninn sem leggja af stað í leiðangur í leit að draumalandinu Panama sem lyktar uppúr og niðrúr af bönunum. Á leiðinni hitta þeír nokkur dýr sem þeir spyrja til vegar. Dýrin vísa þeim áfram af mismiklu hyggjuviti enda ganga vinirnir stöðugt í sömu átt þar til ferðalaginu lýkur á sama stað og það hófst, heima hjá þeim sjálfum. Þar taka þeir strax til óspilltra málanna að hreiðra um sig á ný - glaðir og hamingjusamir að vera búnir að finna draumalandið. Flestir hafa túlkað Ferðina til Panama þannig að hún fjalli fyrst og fremst um vináttu og af henni megi jafnframt draga þann lærdóm að hollt sé að vera ánægður með sinn heimagarð því að túnið sé ekki endilega grænna hinum megin við girðinguna. í litrfku dýrapersónugallerii Janosh eru fjölmargir kostulegir karakterar, sem búa yfir mannlegum eiginleikum líkt og litli björninn og litla tígrisdýrið. Þeir spretta Ijóslifandi fram í myndum hans og eru oft kenjóttir og krúttlegir, slóttugir og vitrir. Bent hefur verið á að dýrin hans eigi sér augljósar fyrirmyndir í dæmisögum og þjóðsögum. ( Ferðinni til Panama fer Janosh á kostum bæði sem sögumaður og myndskreytir enda er sagan þekktasta verk hans og hlaut þýsku barna- og unglingabókaverðlaunin 1979 auk þess sem hún hefur selst í milljónum eintaka víða um heim. Það var með kvíðablandinni tilhlökkun sem undirrituð amma dró fram Ferðina til Panama eftir næstum tuttugu ára hlé. Hver hefur ekki lent í því að verða fyrir sárum vonbrigðum þegar rykið er dustað af gamalli perlu og hún hefur misst sinn fyrri Ijóma? En sem betur fer skín Ferðin til Panama jafnskært og áður. Og vafalaust á hún eftir að snerta bæði fullorðna og börn um ókomin ár með sínum hlýja húmor, dýpt og visku. Ömmustelpan Freyja, sem nú er orðin fimm ára, skynjaði fljótt kjarnann í sögunni: „Hún er um lítinn björn og lítið tígrisdýr sem áttu ekki að spyrja hvert leiðin liggur til Panama. Því þeim var alltaf sagt að fara til vinstri þegar þeir áttu nefnilega að fara til hægri. Svo að þeir gengu bara í hring!" Bækur eftir Janosch sem hafa komið út á íslensku: Tígrisdýrið lærir að telja, Bjartur, 2000 Rigningarbíllinn, Bjartur, 1997 Bréf til tígrisdýrsins: sagan um það hvernig litli björninn og litla tígrisdýrið finna upp póstþjónustuna, flugpóstinn og símann, Bjartur, 1991 Komum finnum fjársjóð: sagan um það hvernig litli björninn og litla tigrisdýrið leituðu hamingju heimsins, Bjartur 1991 Ferðin til Panama: sagan um það, þegar litla tígrisdýrið og litli björninn fóru til Panama, Svart á hvítu, 1982 Flöfundur vinnur við textagerð og prófarkalestur upp. Brátt urðu þeir svangir og björninn sagði: „Ég er með veiðistöng, ég ætla að fara að veiða. Bíddu á meðan undir stóra trénu og kveiktu smá eld, tígrisdýr, svo að við gctum steikt fiskana.“ En þarna var engin á, og þar sem engin á er, þar er ekki heldur neinn fiskur. Og þar sem enginn fiskur er kemur veiðistöngin þín að engu haldi.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.