Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 8

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 8
Helga Birgisdóttir A „En þá er verst, ef engin bókin er við höndina eða ekki við þeirra hæfi" Árið 1941 birtist í Tímanum greinin „Bóklestur barna" eftir Jón Konráðsson kennara. Jóni er hugleikin nauðsyn þess að börn hafi greiðan aðgang að bókum og lesi mikið og segir það vera staðreynd „að börn verða seint og illa læs, ef þau hafa ekki löngun til þess sjálfað taka bók". Allra verst þykir honum þó, „ef engin bókin er við höndina eða ekki við þeirra hæfi". ^ Til að börn hafi nægan aðgang að bókum telur Jón Konráðsson að mikiu fé þurfi að veita til bókakaupa handa börnum og standa undir rekstri sérstakra bókasafna fyrir þau. Rúmlega 70 ár eru síðan Jón lýsti yfir áhyggjum sínum af bóklestri íslenskra barna og enn er ritað í blöð og tímarit, haldnar ráðstefnur og birtar ályktanir um sama áhyggjuefni. Og enn eru menn sammála um nauðsyn bókasafna. Engu að síður hefur orðið mikill samdráttur i starfsemi skólabókasafna síðustu árin. Málefni skólabókasafna hafa verið nokkuð áberandi, samhliða umræðu síðustu mánuðina um dvínandi bóklestur ungmenna og sífellt slakari lesskilning sem náði hámarki sínu i vel heppnaðri ráðstefnu í Norræna húsinu í janúar 2012 með yfirskriftinni „Bókaþjóð í ólestri". Þann 27. mars var svo dagur barnabókarinnar haldinn hátíðlegur að tilstuðlan IBBY á íslandi. Þá las handhafi Sögusteinsverðlaunanna, Ragnheiður Gestsdóttir, frumsamda sögu í Rikisútvarpinu sem bar titilinn „Eins og í sögu" og á hana hlýddu vonandi flestir grunnskólanemar landsins. í sögunni er bæði hvatt til lesturs og mikilvægi skólabókasafna undirstrikað. Bókaþjóð? (slendingar stæra sig gjarnan af því að vera bókaþjóð en efast má um réttmæti þessarar fullyrðingar þegar lestri og læsi ungmenna fer sífellt hrakandi. í greininni „Bóklestur islenskra unglinga í alþjóðlegu Ijósi" draga Brynhildur Þórarinsdóttir og Þóroddur Björnsson í stuttu máli saman niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á bóklestri barna og svipaða samantekt er að finna í ályktun íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2011. í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær að börn lesa sífellt minna og lesskilningi hrakar. Árið 1968 höfðu 11% barna á aldrinum 10-14 ára ekki lesið neina bók síðustu þrjátíu daga. Árið 2009 var hlutfallið komið upp í 28%. ! könnun Brynhildar og Þórodds frá árinu 2010 kemur fram að 21% 15-16 ára unglinga lesa aldrei bækur sér til skemmtunar. I könnunum OEDC-PISA kemur svo fram að lesskilningi hefur hrakað verulega og heilmikið hefur verið talað um slakan lesskilning íslenskra drengja.2 Þá er

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.