Börn og menning - 01.04.2012, Qupperneq 18

Börn og menning - 01.04.2012, Qupperneq 18
Árið 1933 kom út í íslenskri þýðingu Axels Guðmundssonar skáldsagan Anna i Grænuhlíð eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery. Alls komu út átta bækur um munaðarleysingjann Önnu Shirley á árunum 1908-1939, en aðeins fjórar þeirra hafa verið þýddar á íslensku. Nú I vor kemur fyrsta bókin út í nýrri þýðingu. Sagan segir frá stúlku sem tekin er i fóstur af ókunnugum rosknum systkinum sem búa á litlu býli skammt frá þorpinu Avonlea. Þorpið stendur á Prins Eðvarðs-eyju, úti fyrir austurströnd Kanada, og er til í raun og veru. Þorpið Avonlea fyrirfinnst ekki en er talið byggt á þorpinu Cavendish, þar sem skáldkonan ólst upp. Sagt er frá uppvexti Önnu, skólagöngu, sorgum og sigrum en í lok bókarinnar er hún orðin 16 ára og er um það bil að hefja störf sem kennslukona í Avonlea. Anna er skemmtileg aðalpersóna. Hún hefur fjörugt ímyndunarafl sem hefur hjálpað henni í gegnum erfiða bernsku. Það sem skapraunar henni öðru fremur er að vera með rautt hár og freknur sem hún losnar ekki við. Sagan fjallar einnig mikið um vini hennar, systkinin sem tóku hana að sér og nágranna þeirra í Avonlea. Yfirleitt semur Önnu vel við samferðamenn sína þótt stundum eigi hún erfitt með að hemja skapíð. Það reyníst henni sérlega erfitt ef henni er strítt á háralitnum. Anna er til dæmis lengi að taka Gilbert skólabróður sinn í sátt eftir að hann kallar hana „gulrót" við fyrstu kynni. Anna i Grænuhlíð varð strax mjög vinsæl í Bandaríkjunum og Kanada þegar hún kom út. Hróður hennar barst þó ekki til íslands fyrr en um 15 árum eftir að fyrsta bókin kom út vestra. Anna á íslensku Þann 4. október 1933 er íslensk þýðing Önnu i Grænuhlið auglýst í fyrsta sinn í íslensku dagblaði. Þess er getið að sagan hafi notið fádæma vinsælda í enskumælandi löndum, verið gefin út í „hundruðum þúsunda eintaka", auk þess sem þetta sé „[sjkemmtilegasta sagan, sem komið hefir út á íslensku og sjerstaklega er rituð fyrir ungar stúlkur" (Morgunblaðið, 4.10). Vissulega er Anna I Grænuhlið hin skemmtilegasta saga en til að gæta allrar sanngirni ber að nefna að Anna Shirley átti sér fáa keppinauta á Islandi á fyrri hluta tuttugustu aldar. Árið 1900 höfðu aðeins komið út 15 barnabækur hér á landi, flestar þýddar eða stældar. Talsverður skriður komst í barnabókaútgáfu á árunum 1900-1930 samfara miklum samfélagsbreytingum en mun fleiri bækur voru hugsaðar fyrir stráka en stelpur. Þar má nefna bækurnar Börnin frá Víðigerði eftir Gunnar M. Magnúss, Strákana

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.