Studia Islandica - 01.06.1958, Síða 11
9
fólk, jafnvel á tröll og slíkar frumstæðar verur. Trúin
á lægri verurnar er ekki ósamrýmanleg rétttrúaðri
kristni; hún kemur kristni varla við.
En hvað sem því líður, þá verður okkur samt ljóst,
er við lesum Islendingasögur og Landnámabók með at-
hygli, að guðirnir hafa verið verulegur þáttur í lífi
hinna fornu íslendinga; þeir áttu sinn sess í þjóðfélags-
skipuninni. Við vitum, að hof hafa verið reist víða um
landið, og ekki er að efa, að eitt eða fleiri goð hafa
verið dýrkuð í hverju þeirra. En hitt getum við ekki
sagt með vissu, hverjir þessir guðir hafa verið.
Höfundur Landnániabókar (Hauksbók268. kap.)
hefir tekið upp kafla úr Úlfljótslögum, þar sem lýst er
ýmsum siðum, sem tíðkuðust í höfuðhofunum, og segir
þar m. a.:
Baugr, tvíeyringr eða meiri, skyldi liggja í hverju
hpfuðhofi ... Hverr sá maðr, er þar þurfti lggskil
af hendi at leysa at dómi, skyldi áðr eið vinna at
þeim baugi ok nefna sér vátta ... „Nefni ek í þat
vætti,“ skyldi hann segja, ,,at ek vinn eið at baugi,
logeið. Hjálpi mér svá Freyr ok Njgrðr ok hinn
almáttki áss sem ek mun svá sgk þessa sœkja eða
verja eða vitni bera eða kviðu eða dóma sem ek
veit réttast ok sannast ok helzt at logum..
Þessi fyrirmæli leiða í ljós, að í heiðnum sið hafa
þrír guðir verið dýrkaðir á Islandi, ef ekki fleiri, og
einnig, að dýrkun þeirra hefir verið staðfest með lög-
um. Mönnum var skylt að ákalla vanaguðinn Frey og
föður hans Njörð. En auk þeirra þurfti að kalla á hinn
nafnlausa, álmáttka eða ,,alsterka“ ás.1 Hver getur
hann verið?
Sumir goðafræðingar hafa haldið því fram, að hinn
almáttki áss sé Þór. Einnig hefi ég nýlega lesið grein
eftir íslenzkan fræðimann, sem heldur því fram, að
i) Sbr. Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 146.