Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 13

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 13
11 liggja milli hluta.1 Aftur á móti má fá mikla vitneskju um dýrkun annarra goða af íslenzkum heimildum og sérstaklega um dýrkun Þórs. Einhver frægasta sögn um Þórsdýrkun er sú, sem stendur í Landnámu og í Eyrbyggja sögu um Þórólf Mostrarskegg. Þórólfur var landnámsmaður og hafði átt heima á eyjunni Mostur við suðvesturströnd Noregs. Samkvæmt Landnámu var Þórólfur „blótmaðr mikill ok trúði á Þór; hann fór fyr- ir ofríki Haralds til lslands.“ Bersýnilegt er af þessari frásögn, að Þórólfur hefir verið höfðingi og jarðeigandi í suðvestur-Noregi. Hann hefir dýrkað Þór í heimalandi sínu og flutt með sér dýrkun hans til íslands, ásamt öndvegissúlum sínum, þar sem mynd Þórs var skorin. Hofið, sem Þórólfur reisti á Hofsstöðum, mun hafa verið helgað Þór, en ekki er skotið loku fyrir það, að menn hafi dýrkað aðra guði í því hofi jafnframt Þór. Hinn norski höfðingi, Þórólfur, og íslenzkir afkomendur hans hafa litið á Þór sem aðalvin sinn og fulltrúa. Frásögnin um Þórólf hefir margt athyglisvert í sér fólgið, en ég vil leggja áherzlu á tvennt. Annað er, að Þórólfur var höfðingi í vestur-Noregi, og hitt, að hann hefir flúið Noreg fyrir ofríki Haralds. Fleiri Islendingar og jafnvel Grænlendingar hafa dýrkað Þór. Svo virðist sem í upphafi Islands byggðar hafi menn verið mjög frjálslyndir í trúmálum. Menn hafa haldið, að trúin á Þór væri ekki ósamrýmanleg kristinni trú. Minna má á frásögnina um Helga hinn magra, sem „var mjpk blandinn í trúnni; hann trúði á Krist, en þó hét hann á Þór til sæfara ok harðræða.“ En þegar heiðnin var að líða undir lok, virðist sem ís- lendingar hafi litið á Þór sem verjanda hins forna siðar. Þór skoraði hinn hvíta Krist á hólm og braut skip hins i) Sjá ritgerð Anne Holtsmark, Maal og minne 1933, bls. 111 og áfram.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.