Studia Islandica - 01.06.1958, Page 19

Studia Islandica - 01.06.1958, Page 19
17 svarað þeirri spurningu í Gallastríði sínu.i Að hans áliti voru trúarbrögð Germana gjörólík þeim, sem hann hafði kynnzt hjá Keltum í Gallíu. Germanar, sagði hann, höfðu enga presta; þeir færðu engar fórnir. Þeir dýrk- uðu aðeins þá guði, sem þeir gátu séð með eigin aug- um, svo sem sólina, eldinn og mánann. Bersýnilegt er, að hinn rómverski hershöfðingi hefir ekki skilið germanska trúarsiði til fulls. Aðrir rithöf- undar, sem uppi voru á fyrstu öld eftir Krists burð, sýna, að Germanar hafa dýrkað marga guði og haft presta, sem færðu goðunum fórnir. En það, sem Cæsar hefir furðað sig á, hefir sennilega verið, að trúarathafnir Germana voru miklu einfaldari en þær, sem hann hafði kynnzt hjá keltnesku þjóð- flokkunum fyrir vestan Rín. Ekki virðist, að germ- anskir prestar á þeim dögum hafi myndað stétt fyrir sig, og ekki heldur, að í Germaníu hafi verið skólar, þar sem hin helga speki var kennd. Hvernig á að skýra þetta? Dumézil hefir komið með skýringu. Að hans áliti hefir germanska þjóðfélagið verið byltingaþjóðfélag.* 2 Stéttamunur hefir nærri því máðst út, en þó ekki alveg. Við friðsamlegri aðstæður hefir stéttamunur smám saman aftur komizt á. Að áliti Dumézils má greina sömu stéttir í Germaníu og á Ind- landi, í Rómaborg og i keltnesku löndunum. Hvort sem þeir eru af sama uppruna eða ekki, er óneitanlegt, að germönsku guðirnir Óðinn, Týr, Þór og Freyr, eða öllu heldur Haddingjarnir tveir, líkjast ind- versku guðunum Varuna, Mitra, Indra og Asvinum, að minnsta kosti á yfirborði. En nú þurfum við ekki að hugsa um guði máttarins, ekki heldur um guði frjósemdar, en við skulum leita að germönskum guðum, er líkjast æðstu guðum Indverja. Að skaplyndi til eru indversku guðirnir margbrotnir. 1) De Bello Gállico VI, 21. 2) Mythes et dieux des Germains, bls. 7 og áfram. 2

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.