Studia Islandica - 01.06.1958, Síða 21

Studia Islandica - 01.06.1958, Síða 21
19 En ef Öðinn er hinn germanski Varuna, hver er þá hinn germanski Mitra? Mitra merkir, að því er virð- ist, hina hlið æðsta valdsins. Ef Varuna er konungurinn, þá er Mitra presturinn. Mitra er guð þessa heims; hann heldur uppi lögum og rétti. Af ýmsum rökum eru þeir Dumézil og de Vries sammála um, að Týr sé aðalguð réttlætis hjá germönskum þjóðum,i þó að Ullur hafi líka verið dýrkaður sem réttlætisguð hjá sumum þjóð- flokkum og, ef til vill, hinn skuggalegi Mithothyn, sem Saxo ræðir um. Menn eru sammála um, að Týr sé sá guð, sem Róm- verjar hafa kallað Marz, og stundum var hann kallaður Mars Thincsus, sem virðist þýða „Týr þingsins". Víst er, að þessi guð hefir verið dýrkaður víða í Þýzkalandi á fyrstu öldum eftir Krists burð. íslenzkar heimildir eru fáorðar um Tý, en skáldin þekkja hann sem hinn einhenda ás. Eins og Óðinn fórn- aði auga sínu, hefir Týr fórnað hendi sinni. Snorri seg- ir mjög flókna sögu um ástæðurnar til þess. Týr hefir fórnað hendi sinni til þess að bjarga guðunum frá úlf- inum Fenri. Hann lagði hönd sína að veði í gin dýrs- ins, og þar með blekkti hann dýrið. Hliðstæðar sagnir eru kunnar frá ýmsum indó-evr- ópskum þjóðum. Rómverska hetjan Scævola fórnaði hendi sinni til að blekkja Etruska, en síðan gerði hann samning við þá.1 2 En þá sögn, sem líkist mest frásögn Snorra, er að finna í írskum ritum. Ég á við sögnina um Nuadu með silfurhöndina. Hægri hönd Nuadu var höggvin af honum í orustu, og þar af leiðandi gerði hann samning við fjandmenn sína.3 Vera má, að sumt af því, sem Dumézil fullyrðir, sé 1) Dumézil, Mythes et dieux des Germains, bls. 41 og víðar; de Vries, Altgermanische Religionsgeschichte <önnur útgáfa) II, sér- staklega § 347 og áfram. 2) Sbr. Dumézil, Mitra-Varuna bls. 174 og áfram. 3) Sjá H. d’Arbois de Jubainville, The Irish Mythological Cycle, 1903, bls. 86 og áfram.

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.