Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 24

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 24
22 eins um tvennt að velja: ríki óðalsbænda eða konungs- ríki. Lýðræði í nútímamerkingu var óþekkt. Nú má spyrja að uppruna Haralds hins hárfagra. Að föðurætt á hann að vera kominn af Ynglingum, kon- ungaætt Svía. En móðir hans var náskyld dönskum höfðingjum. Haraldur var alinn upp í suðaustur-Nor- egi, í þeim héruðum, sem höfðu lengi legið undir dönsk- um áhrifum og jafnvel verið undirorpin dönsku valdi. Til er frásögn um Harald í Flateyjarbók og í Ágripi. Sú frásögn er ekki fullljós, en svo virðist sem Harald- ur hafi í æsku einu sinni verið gestur Óðins. Haraldur hefir staðið í nánu sambandi við Danmörku. Hann gekk að eiga margar konur, en skildi við þær allar, þegar hann giftist hinni danskættuðu Ragnhildi. Ragnhildur sú var móðir Eiríks blóðöxar, sem var eft- irlætissonur föður síns. Enginn norskur konungur hef- ir verið betur fallinn til að vera hin útvalda hetja Óð- ins. Hann drap bræður sína — færði frændur sína við útgarða, eins og sagt er, og lét í ljós fyrirlitningu sína á ættartengslum og ættarskyldum. Minnast má þess, að hinn bölvísi Óðinn hefir att bróður á móti bróður, frænda á móti frænda, eins og kemur skýrt fram í Danasögu Saxa og í fornaldarsögum. Má minnast orða Óðins sjálfs: atta ek jpfrum, en aldri sættak.1 Ekki er furða, að höfundur Eiríksmála skyldi gefa svo íburðarmikla lýsingu á móttöku Eiríks í Valhöllu eftir dauða hans í Bretlandi. Að skaplyndi er Óðinn margbrotinn, en fyrst og fremst er hann guð lögleysis, guð stigamanna og rekka. Á þessum grundvelli má kannske skilja, hvers vegna i) tJr HárbarðsljóÖum 24; sbr.: Einn veldr Óðinn qIIu bplvi, þvíat með sifjungum sakrúnar bar. (Helga kviða Hundingsbana 11,34).

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.