Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 18
Það hefur verið óvenju lítið um ferðir í kvik-myndahús undanfarið ár en nóg er þó af gæða kvikmyndum til að stytta sér stundir yfir í páskafríinu. Stór hluti þjóðarinnar er með aðgang að einhvers konar streymisveitum og hér má finna létta yfirferð á kvikmyndum sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna og eru aðgengilegar í gegnum slíkt. Því er um að gera að útbúa sér lista fyrir helgina hvort sem er fyrir börn eða fullorðna, setja tærnar upp í loft og popp í skálar og einfaldlega njóta! Er það ekki það sem páska- hátíðin snýst um hjá okkur f lest- um? Nú í ár þarf allavega enginn afsökun fyrir því að vera í róleg- heit u nu m hei ma með sínum nánustu – það eru hreinlega tilmæli yfirvalda að við tökum því rólega. Ekki eru allar streymis- veitur aðgengilegar hér á landi svo aðeins verður minnst á myndir sem finna má á Netf lix, Amazon Prime, Dis- ney Plus, Apple TV Plus sem hægt er að kaupa aðgang að á Íslandi. Óskarsverðlaunamyndirnar Önnur páskahelgin í röð í samkomubanni. Þó þetta venjist kannski seint er lítið annað í boði en að gera gott úr þessu og ein leiðin til þess er að undirbúa sig fyrir Óskarsverðlaunaafhendinguna sem fer fram þann 26. apríl. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Réttar aðgerðir skiluðu árangri Ráðstöfunartekjur heimila hækkuðu á árinu 2020 - þrátt fyrir Covid. Sjá nánar á xd.is Besta kvikmyndin Mank Netflix Hollywood á fjórða áratugnum séð í gegnum augu handritshöfundarins Mankiewicz, sem þekktur var fyrir leiftrandi gáfur, kaldhæðni og áfengisfíkn, þar sem hann er á lokametr- unum við að ljúka handriti kvikmyndarinnar Citizen Kane. Aðalhlutverk: Gary Oldman, Amanda Seyfried, Charles Dance. Sound of Metal Amazon Prime Líf trommara í þungarokkssveit er í frjálsu falli þegar hann fer að missa heyrnina Aðalhlutverk: Riz Ahmed, Olivia Cooke, Paul Raci. The Trial of the Chicago 7 Netflix Saga réttarhalda yfir sjömenningum ákærðum fyrir ýmsa glæpi í uppþotunum sem urði í kringum landsþing Demókrata í Chicago árið 1968. Aðalhlutverk: Eddie Redmayne, Alex Sharp, Sacha Baron Cohen. Besta heimildamyndin Crip Camp Netflix Tímamóta-sumarbúðir styrkja hóp fatlaðra unglinga til að stofna hreyfingu sem berst fyrir auknum mannréttindum. My Octopus Teacher Netflix Fylgst er með kvikmyndagerðarmanninum Craig Foster í eitt ár þar sem hann reynir að mynda samband við kolkrabba í þaraskógi í Suður Afríku. Time Amazon Prime Fylgst er með baráttu Sibil Fox Richardson fyrir lausn eiginmanns síns, Rob, sem situr í fangelsi með 60 ára dóm yfir sér fyrir vopnað bankarán. Besta teiknimynd í fullri lengd Onward Disney Plus Ellefu ára bræður leggja í svaðilför til að endurheimta föður sinn í einn dag. Over the Moon Netflix Ung stúlka smíðar geimflaug og skýtur á loft í von um að hitta goðsagnakennda tunglgyðju. A Shaun the Sheep Movie: Farmageddon Netflix Þegar geimvera með magnaða ofurkrafta brotlendir nálægt sveitabæ hrútsins Hreins fer hann á fullt að aðstoða hana við að komast aftur til síns heima áður en grunsamlegt fyrirtæki nær henni. Soul Disney Plus Tónlistarkennari leitast við að sameina sál sína líkamanum eftir að hún varð óvart viðskila við hann, einmitt þegar hann stendur frammi fyrir stóra tækifærinu sem djasstónlistarmaður. Wolfwalkers Apple TV Plus Ung stúlka, Robin Goodfellow, ferðast með föður sínum til Írlands til að útrýma síðasta úlfa- hópnum. Þar kynnist Robin heimi úlfa sem gerir hana að einhverju sem föður hennar er falið að tor- tíma. 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.