Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 29
Vegna aukinna umsvifa á Íslandi og á erlendum mörkuðum leitar Zymetech ehf. að starfsfólki til starfa hjá
framsæknum líftæknifyrirtæki.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Starfsmaður í Cryotin verksmiðju
Starfsmaður á sviði gæðatryggingar (QA)
Spennandi störf í líftækniiðnaði
Zymetech leitar að starfsmanni í Cryotin verksmiðju fyrirtækisins. Cryotin er ensímblanda sem unnin er úr
Atlantshafsþorski. Zymetech hefur fjárfest í nýjum tækjabúnaði sem verið er að taka í notkun. Við leitum að
ábyrgum, samviskusömum og sjálfstæðum einstaklingi sem mun starfa í framleiðsluteymi fyrirtækisins.
Í boði eru áhugaverð framtíðarstörf hjá
litlu og framsæknu líftæknifyrirtæki í
skemmtilegu starfsumhverfi sem starfar
þétt með móðurfélagi sínu í Svíþjóð og á
alþjóðamarkaði.
Zymetech var stofnað árið 1999 og
hefur sérhæft sig í rannsóknum á virkni
þorskensíma og framleiðslu á ensímunum.
Ensímin eru notuð í lækningatæki og
snyrtivörur sem fyrirtækin þróa og selja.
Zymetech ehf. sameinaðist sænska
líftæknifyrirtækinu Enzymatica AB árið
2016 en síðarnefnda fyrirtækið er skráð á
Nasdaq First North hlutabréfamarkaðinn í
Stokkhólmi. Dæmi um vörur fyrirtækjanna
eru PENZIM húðáburðurinn sem seldur er á
Íslandi og PreCold® munnúði gegn kvefi.
PreCold® (einnig kallað ColdZyme®) er nú
selt víðsvegar um Evrópu og Asíu.
Zymetech ehf. er staðsett í líflegu umhverfi
á Grandanum í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um fyrirtækin má
nálgast á:
www.zymetech.is og
www.enzymatica.com
Zymetech leitar að starfsmanni á gæðatryggingasviði (quality assurance). Zymetech framleiðir ensím sem
notuð eru í lækningatæki og snyrtivörur. Gæðakerfi fyrirtækisins er ISO 9001 vottað og ensímin eru framleidd
samkvæmt GMP stöðlum. Starfsmaðurinn mun taka þátt í daglegum störfum sem snúa að framleiðslugæðum
ensímanna ásamt viðhaldi og betrumbótum á gæðakerfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá
og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Farið verður með
allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. lyfjafræði, verkfræði eða sambærilegt
• Reynsla af vinnu við gæðakerfi er áskilin
• Reynsla úr lækningatækja- eða lyfjaiðnaði og/eða GMP umhverfi er æskileg
• Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góðir samskiptahæfileikar og færni í teymisvinnu eru mikilvægir kostir
• Gott vald á ensku í töluðu og rituðu máli
• Reynsla í framleiðslu lyfja, fæðubótaefna eða matvæla
• Áhugi á tækni og færni í notkun tölvubúnaðar er kostur
• Menntun sem nýtist í starfi
• Agi, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reglusemi og stundvísi eru áskilin
• Góðir samskiptahæfileikar og gott vald á enskri tungu og rituðu máli
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) í síma 511 1225.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára