Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 60
HVER OG EINN
VERÐUR SÍÐAN AÐ
FARA Í ÞETTA FERÐALAG Á
EIGIN FORSENDUM EN ÞAÐ ER
MITT MAT AÐ HÉR SÉ TÆKIFÆRI
TIL AÐ ENDURNÝJA SAMTALIÐ
VIÐ MEISTARA KJARVAL OG
UPPLIFA VERK SAMTÍMALISTA-
MANNANNA ÚT FRÁ NÝJUM
FORSENDUM.
Ólöf Kristín Sigurðardóttir
Ólöf Kristín sýningarstjóri og Eggert Pétursson við málverk hans þar sem sést í blómaandlit og teikningu Kjarvals. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ólafur Elíasson á verk á sýningunni. MYND/AÐSEND
Eilíf endurkoma er yfir-skrift viðamestu sýning-ar Listasafns Reykjavík-ur á Kjarvalsstöðum á þessu starfsári. Sýningin er ekki einungis í sölum
safnsins heldur teygir hún sig út á
ganga þess. Sýningarstjórar eru Ólöf
Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur, Markús Þór
Andrésson og Edda Halldórsdóttir
en hún er sérfræðingur safnsins um
list Kjarvals.
„Á þessari sýningu erum við að
setja fram tilgátu um tengsl á milli
listaverka samtímalistamanna og
verka sem fólk þekkir eftir meist-
ara Kjarval,“ segir Ólöf Kristín.
„Fyrir utan verk Kjarvals höfum
við valið verk eftir sextán starf-
andi listamenn sem allir hafa sett
svip sinn á íslenskt menningarlíf á
síðustu árum og áratugum. Lista-
mennirnir hafa ólík höfundar-
einkenni og vinna á ólíkan hátt.
Sumir hafa skapað verk þar sem
þeir vinna beint með arfleifð Kjar-
vals, aðrir hafa skapað sín verk út
frá allt öðrum forsendum en við
sýningarstjórarnir lesum í verkin
og samhengi þeirra tengsl við list
og arf leifð meistarans og finnst
því áhugavert að bjóða upp á þetta
samtal tveggja tíma. Hver og einn
verður síðan að fara í þetta ferðalag
á eigin forsendum en það er mitt
mat að hér sé tækifæri til að endur-
nýja samtalið við meistara Kjarval
og upplifa verk samtímalistamann-
anna út frá nýjum forsendum.“
Áhrifamiklar innsetningar
Verk samtímalistamannanna eru
unnin í fjölbreytta miðla. „Þetta
eru allt frá því að vera málverk eða
ljósmyndir yfir í það að vera stórar
vídeóinnsetningar. Verkin eftir
Kjarval eru ekki mörg en á meðal
þeirra eru nokkur af hans frægustu
verkum, svo sem Fjallamjólk. Á
meðal verka samtímalistamann-
anna á sýningunni eru stórar og
mjög áhrifamiklar innsetningar og
stærri verk. Þar á meðal er ljósaverk
úr gleri eftir Ólaf Elíasson. Í því er
gyllt gler og handgert grænt gler
sem unnið er úr jökulleir.
Eitt umfangsmesta verkið á sýn-
ingunni er vídeóinnsetning eftir
Steinu Vasulka sem nefnist Hraun
og mosi og kallast á við hraun og
mosa Kjarvals. Steina hefur sagt frá
sterkri upplifun sinni af þessum
náttúrufyrirbærum auk þess sem
ofskynjunarlyf ýtti þar eitthvað
undir.
Við erum mjög spennt að kynna
þennan samhljóm listar samtímans
við listaverk Kjarvals fyrir fólki.
Sjálfri finnst mér samhljómurinn
augljós. Kjarval hefur alltaf verið
á einhvern hátt ósnertanlegur og
ekki oft sem verkum hans er tef lt
fram með list starfandi listamanna
á þennan hátt. Áhrif Kjarvals á lista-
mennina eru stundum greinileg en
hin hugmyndalega tenging er alltaf
sterk.“
Á sýningunni er vídeó með stutt-
um viðtölum við f lesta listamenn-
ina sem taka þátt í sýningunni.
„Þetta er samklipp af stuttum sam-
tölum, eins og mósaíkmynd hug-
leiðinga um listamanninn Kjarval
en einnig þeirra eigin sköpun,“ segir
Ólöf Kristín.
Upphaf á ferðalagi
Eggert Pétursson er einn listamann-
anna sem eiga verk á sýningunni.
„Þetta eru tvö verk, bæði glæný.
Annað, olía á striga, er mjög stór
dýjamosamynd, og hitt verkið er
nokkuð sérstakt því það er öðru-
vísi en þau verk sem ég hef áður
gert. Fyrir tæplega tveimur árum
setti ég saman hér á Kjarvalsstöðum
sýningu á blómaverkum Kjarvals,
Get ekki teiknað bláklukku. Vinnan
við þá sýningu leiddi til þess að
áhrif Kjarvals laumuðust inn í mín
verk. Fyrirmyndin er Blómaandlit,
teikning eftir Kjarval sem er í eigu
Listasafns Reykjavíkur. Í þessu nýja
verki mínu er fígúra þótt hún sé svo-
lítið óljós.“
Eggert segir að þetta sé ekki í
fyrsta sinn sem greina megi fígúru
í verki eftir hann. „Þær hafa verið
þarna, en verið faldar. Ég vann eitt
sinn upp úr verki eftir Mugg þar
sem ég breytti fígúrum í blóm en
þarna geri ég þetta á annan hátt.
Kannski er þetta upphaf á ferðalagi
sem ekki sér fyrir endann á.“
Samtal tveggja tíma
Á Kjarvalsstöðum er sýning á verkum
Kjarvals og sextán samtímalistamanna
sem unnin eru í ýmsa fjölbreytta miðla.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Innsetning Steinu Vasulka. MYND/EYÞÓR ÁRNASON
3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING