Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 2
Hjólað um Heiðmörk Nokkuð var um að fólk nýtti gærdaginn til útivistar, bæði til að skoða gos á Reykjanesi, en ekki síður til að iðka hjólreiðar og aðra útiveru, eins og þessir knapar í Heiðmörk. Í dag verður hins vegar ekki hleypt inn á gossvæðið og þarf fólk að finna sér aðra útvist. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. NORÐURLAND „Það voru mistök að nefna sveitarfélagið Norðurþing,“ segir Ágúst Sigurður Óskarsson, ráðgjafi hjá VIRK, sem sendi inn erindi til sveitarstjórnar um að nafninu verði breytt í Húsavíkurbæ. Norðurþing varð til árið 2006 eftir sameiningu Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnar- hrepps og Kelduneshrepps. Í kjöl- farið sendi sameiningarnefnd 14 tillögur til Örnefnanefndar en fékk aðeins 3 til baka sem kosið var um, Norðurþing, Norðausturbyggð og Gljúfrabyggð. „Fólk fékk aðeins þrjá vonda kosti til að velja úr og nafnið Norðurþing hefur verið umdeilt allar götur síðan,“ segir Ágúst. Í þessu ferli var fyrir fram ákveðið að taka ekki upp neitt af fyrri nöfn- um sveitarfélaganna. Ágúst bendir á að við aðrar sameiningar hafi allur gangur verið á þessu. Til dæmis voru tekin upp ný nöfn í Árborg og Múlaþingi en í öðrum hafa stærri staðir haldið nafni sínu, svo sem Ísafjarðarbær og Akureyrarbær. „Bæði Íslendingum og útlending- um finnst nafnið Norðurþing óþjált og nota það lítið í daglegu tali,“ segir Ágúst. Á undanförnum árum hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög í sveitarfélaginu. Þá segir hann nafninu oft ruglað við Norður-Þing- eyjarsýslu sem aðeins hluti sveitar- félagsins er innan. Aðspurður um hvort nafnabreyt- ing kæmi ekki illa við íbúa Kópa- skers, Raufarhafnar og dreifbýlisins segir Ágúst að það þyrfti ekki að vera svo. Málið snúist um heildar- hagsmuni svæðisins. Til dæmis þá miklu kynningu sem sveitarfélagið hefur fengið vegna kvikmyndar- innar um Eurovision og lagsins Husavik sem tilnefnt hefur verið til Óskarsverðlauna. Það hreyfði við honum að senda erindið inn. Bendir Ágúst á að bæði Íslend- ingum og útlendingum finnist auð- velt að nota það nafn. „Húsavík er verðmætt vörumerki,“ segir hann. „Það er ekkert að því að segjast búa á Kópaskeri í Húsavíkurbæ.“ Þá sé Húsavík elsta örnefni lands- ins, nefnt af sænska víkingnum Garðari Svavarssyni sem hafði þar vetursetu og byggði sér hús. Hefur Ágúst áhyggjur af því að örnefnið þurrkist smám saman út í ljósi þess að bærinn sjálfur er í auknum mæli skráður sem Norðurþing á kortum Google og annarra tæknirisa. Erindið var nýlega tekið fyrir í byggðarráði Norðurþings og því hafnað. Kom þó fram að ef til frekari sameininga kemur við nágranna- sveitarfélög yrði nafnið mögulega endurskoðað. „Ég missi ekki svefn yfir þessu,“ segir Ágúst aðspurður um hvort hann sé vongóður um að tillagan nái fram að ganga síðar. „Ég tel hags- munum sveitarfélagsins þó borgið með því að skoða þessa tillögu vel.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Vill að sveitarfélagið heiti Húsavíkurbær Húsvíkingurinn Ágúst Sigurður Óskarsson sendi nýlega inn erindi til sveitar- stjórnar um nafnabreytingu Norðurþings. Hann segir örnefnið Húsavík verð- mætt vörumerki sem öllum íbúum sveitarfélagsins sé til hagsbóta að viðhalda. Nöfnin Norðurþing, Norðausturbyggð og Gljúfrabyggð voru valkostirnir sem íbúar fengu að kjósa um árið 2006 eftir sameiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bæði Íslendingum og útlendingum finnst nafnið Norðurþing óþjált og nota það lítið í daglegu tali. Ágúst Sigurður Óskarsson Hús- víkingur SAMFÉLAG Meir a en 500 manns send u tölv u póst á Frétt a bl að ið, sem sagð i fyr ir t æk ið Þyrl u spað ann bjóð a upp á mjög ó dýr ar þyrl u ferð - ir að eld gos in u í Geld ing a döl um. Um apr íl g abb var að ræða af hálf u Frétt a bl aðs ins. Gabb ið var gert með þát ttök u Þór ar ins Ævars son ar, eig and a píts u- stað ar ins Spað ans og fyrr ver and i fram kvæmd a stjór a Ikea. Frétt a- bl að ið þakk ar hon um kær leg a fyr ir að taka þátt. Vert er að bend a á að nokkr ar þyrl u þjón ust ur hald a í raun úti þyrl u f l ug i yfir gos stöðv arn ar fyr ir á h ug a sam a. – þp Hundr uð hlupu apríl og vildu komast í þyrlu Meir a en 500 manns send u tölv u póst á Frétt a- bl að ið. AUSTURLAND Vettvangsrannsókn er lokið í fjörunni við Vopnafjörð þar sem mannabein fundust á skírdag. Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi, segir að beinin hafi verið send til kennslanefndar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Samkvæmt tilkynningu lögregl- unnar á skírdag er staðfest að um mannabein sé að ræða og talið er að þau hafi legið í sjó um nokkurn tíma. Ekki er grunur um hjá lög- reglu að líkfundurinn tengist sak- næmu atviki. – khg Rannsókn lokið á vettvangi eftir beinafundinn Vopnafjörður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Um aprílgabb Fréttablaðsins var að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK UMHVERFISMÁL Ísland er í efsta sæti yfir umhverfisvænustu lönd heims samkvæmt tímariti bandaríska tækniháskólans MIT. Reiknaður var stuðull byggður á kolefnislos- un, orkuskiptum, grænum lífs- stíl, nýsköpun og umhverfisstefnu stjórnvalda. Skoraði Ísland 6,45 á stuðlinum, ögn hærra en Danmörk. Á meðal annarra hæstu landa má nefna Noreg, Frakkland og Írland. Alls náði rannsóknin til 76 landa og í neðstu sætum höfnuðu Rússland, Íran og Paragvæ. – khg Ísland grænasta land heimsins Langstærstur hluti íslenskrar orku- framleiðslu er endurnýtanlegur. 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.