Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 66
Leikararnir og vinirnir Víkingur Kristjánsson og Ólafur Darri Ólafs-son sættu færis í kófinu síðasta sumar og fóru Vestfjarðahringinn á meðan þeir léku ýktar útgáfur af sjálfum sér þannig að úr varð þáttaröðin Vegferð sem hefst á Stöð 2 um páskana. „Hann Darri hefur oft sent á mig hugmyndir að einhverju og stakk upp á því að ég myndi skrifa ein- hvers konar ferðalag okkar saman,“ segir Víkingur. Meingallaðir vinir „Þá var hann var nýbúinn að horfa á The Trip, ofboðslega skemmtilega þætti með Steve Coogan og Rob Brydon, og er bara með eitthvað í hausnum sem hann hendir í mig. Ég settist niður og byrjaði að skrifa og fann f ljótlega að ég var í góðu flæði með einhverja sögu um tvo svona nána vini sem lífið hefur leikið misvel og misjafnlega. En þeir svona staðið í gegnum súrt og sætt og þeir taka sér ferð á hendur vestur á firði,“ segir Víkingur sem komst á skrið með því að ýkja sjálfan sig og Ólaf Darra „svolítið hressilega í sitt hvora áttina,“ eins og hann orðar það. „Þeir eru meingallaðir eins og bara fólk er f lest en það er nú svona eitthvað af þeim raunverulegt en með því svona aðeins að stækka þessa karaktera þá varð til áhuga- verð saga.“ Óþolandi Darri „Ég er kannski að leika það sem gæti verið mest óþolandi útgáfan af sjálfum mér, held ég. Þegar kemur að sjálfsdýrkun og sjálfs- upphafningu og óöryggi yfir því að vera ekki alltaf aðal númerið,“ segir Ólafur Darri. „Ég reyndi að skrúfa eins mikið upp í því og hægt er og það gekk bara vel.“ Það hefur væntanlega verið gaman að fá tækifæri til að gera þetta, ver- andi svona hógværðin holdi klædd eins og þú ert dagsdaglega? „Jú mér fannst það…,“ svarar Ólafur Darri og hikar aðeins. „Ég segi ekki að ég sé hógværðin holdi klædd,“ heldur hann áfram og hlær sínum djúpa en milda hlátri. „En þetta dansar á línu sem mér finnst sjálfum mjög áhugaverð. Gæsin gripin Þetta er náttúrlega kannski svolítið steríótýpísk ímynd af leikara eða óperusöngvara eða svona príma ballerínu og mér fannst mjög gaman að því að gera þetta. Það er alveg skemmtilegt að fá að prófa svo- leiðis manneskju eins og svo margt annað.“ Ýkt velgengni Ólafs Darra í Holly- wood vegur nokkuð þungt í þátt- unum sem urðu einmitt til á meðan heimsfaraldurinn hægði á heims- frægðinni ef svo má að orði komast. „Þetta er bara svo önnum kafinn maður hann Ólafur Darri. Hann er náttúrlega svo of boðslega hlaðinn verkefnum að maður grípur gæsina þegar hann gefst. Það er ekki oft sko upp á síðkastið en svo kom COVID og svona og þá hægist aðeins á heimsfrægðinni og þá var hægt að leika við Darra,“ segir Víkingur. Brjálað að gera „En það hægir ekkert á honum því það er náttúrlega búið að vera brjál- að að gera hjá honum, kallinum. Það er Ófærð og Ráðherra og alls konar svona dót.“ „Ég var bara fyrir tilviljun búinn að ákveða að koma heim til Íslands og það hafði alltaf verið planið mitt að gera þessa sjónvarpsseríu með Víkingi. Ég ætlaði bara að fara að gera leikhús og taka mér frí frá útlöndum í hálft ár,“ segir Ólafur Darri. „Það er kannski ákveðin guðs lukka að hér á Íslandi, allavegana í kvikmyndabransanum, gátum við starfað óáreitt. Það eru bara örfáir staðir í heiminum sem geta státað af því að hafa haft opið í COVID-far- aldrinum. Þannig að það er náttúr- lega bara æðislegt. Ég meina, ég á fullt af vinum í útlöndum sem hafa unnið mjög lítið í heilt ár. Ef nokkuð,“ segir Ólafur Darri sem er nýfarinn til Ástralíu þar sem hann verður næstu þrjá mánuðina við tökur á spennuþátt- unum The Tourist þar sem hann leikur meðal annars á móti Jamie Dornan og Hugo Weaving. Bara æðislegt „Það var náttúrlega bara æðislegt,“ segir Ólafur Darri þegar hann er spurður hvernig hafi verið að fá loksins að bregða á leik með Víkingi og bætir við að þegar frábær leik- stjóri hafi komið að verkefninu þá hafi þetta bara verið „no brainer“. „Fyrir utan náttúrlega að úti í hinum stóra heimi er bara farsótt og við gátum einhvern veginn gert sjónvarpsseríu án þess að það væri mikið mál í rauninni. Við lentum þarna einhvern veg- inn mitt á á milli fyrstu og þriðju bylgju, eða annarrar og þriðju bylgju, eða hvað það var. Og það var mjög afslöppuð stemning í landinu. Vestfirðir skörtuðu sínu fegursta, æðislegt veður. Þetta var bara ógeðslega gaman.“ Eins og tuðandi hjón Ólafur Darri og Víkingur kynntust í Leiklistarskólanum þegar Darri var að ljúka námi og Víkingur að byrja. „Ég veit eiginlega ekki hvern- ig það æxlaðist, en við smullum mjög f ljótt saman þá og urðum bara miklir mátar. Það er bara svo- leiðis,“ segir Víkingur. „Við erum náttúrlega bara búnir að vera einhvern veginn að nöldra hvor í öðrum, eins og gömul hjón, síðan við kynntumst. Í 25 ár og mér hefur alltaf fundist mjög gaman að því og þeirri kemistríu,“ segir Darri. „Við vorum náttúrlega báðir hluti af þessum Vesturportshóp þegar hann var stofnaður og höfum fengið að leika svolítið saman þar og svona,“ segir Víkingur og notar nákvæmlega sömu slettuna til þess að lýsa vinasambandi þeirra. „Það er svolítið skemmtileg kemistría á milli okkar Darra. Við erum stundum eins og gömul hjón. Okkur finnst voðalega gaman að tauta og tuða hvor í öðrum og honum fannst svolítið gaman að leyfa því að skína svolítið í gegn,“ segir Víkingur sem skrifaði fyrsta uppkastið að Vegferð áður en Ólaf- ur Darri og leikstjórinn Baldvin Z komu að málum. Skemmtilega öðruvísi „Ég lét bara vaða og ákvað að skrifa sjónvarpsseríu sem var alls ekki hefðbundin,“ segir Víkingur og bætir við að hann hafi hvorki kunnað allar reglurnar í slíkum skrifum né hirt sérstaklega um að virða þær. „Það var nú dálítið það sem húkkað Baldvin inn á þetta. Honum fannst þetta skemmti- lega öðruvísi af því að ég var ekki að fylgja forminu. Honum fannst þetta strax mjög áhugavert af því að þetta var svona svolítið óhefð- bundið.“ Víkingur segir leikstjórann hafa gefið þeim vinunum dálítið svig- rúm þegar á hólminn og Vestfirð- ina var komið. „Stór hluti af þessu er sam- kvæmt handriti en Baldvin hleypti okkur Darra alveg oft bara á skeið í að spinna og við fengum að leika okkur svolítið mikið og það var mjög skemmtilegt,“ segir Víkingur um þá sterku tengingu sem tuðið er milli hans og Darra. „Af því að það er náttúrlega samt alveg heil- mikil ást þar á bak við. En það er alveg saga þarna sem fær að njóta sín alveg frá upphafi til enda.“ toti@frettabladid.is Ólafur Darri og Víkingur smullu saman fyrir aldarfjórðungi og hafa notið þess að tuða hvor í öðrum allar götur síðan. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BRINK Víkingur ætlar í heilun og að komast í núvitund fyrir vestan á meðan Darri má ekkert vera að þessu. Tuðandi hjónin Darri og Víkingur Þegar faraldurinn hægði á heimsfrægð Ólafs Darra gripu þeir Víkingur Kristjánsson tækifærið og léku ýktar út- gáfur af sjálfum sér í sjónvarpsþáttunum Vegferð og nutu þess um leið að tuða hvor í öðrum eins og gömul hjón. VEGFERÐIN Þegar þáttaröðin hefst er staðan á vinunum þannig að Ólafur Darri hefur um skeið unnið í stórum verkefnum erlendis og haslað sér völl sem eftirsóttur leikari úti í hinum stóra heimi. Víkingur hefur hins vegar haft lítið að gera sem leikari og er að ná sér eftir vægt taugaáfall í kjölfar fjárhagslegs og andlegs gjaldþrots. Hann hefur aðallega eytt tíma sínum í sjálfsskoðun og reynt að byggja sig upp með öllum hugsanlegum ráðum sem í boði eru og hugmyndin að fá vin sinn með sér í ferðalag vestur á firði, þaðan sem hann er ættaður, á að vera liður í þeirri uppbygg- ingu. ÉG ER KANNSKI AÐ LEIKA ÞAÐ SEM GÆTI VERIÐ MEST ÓÞOLANDI ÚT- GÁFAN AF MÉR. Ólafur Darri ÞAÐ ER SVOLÍTIÐ SKEMMTILEG KEMISTRÍA Á MILLI OKKAR DARRA. VIÐ ERUM STUND- UM EINS OG GÖMUL HJÓN. Víkingur 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.