Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 46
Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði er margt til lista lagt og er einstakur fagurkeri í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er mikill ástríðukokkur og sælkeri og nýtur sín vel í eldhúsinu að útbúa kræsingar af öllu tagi fyrir fjölskyldu og vini. Rósa hefur einnig verið iðin sem rithöfundur og gefið út nokkrar matreiðslubækur auk þess að vera ritstjóri hjá Bókafélaginu. Rósu finnst sérstaklega gaman að halda boð sem eiga við hverja árstíð fyrir sig og páskarnir eru þar engin undantekning. Það verður enginn svikinn af því að koma í matar- eða kaffiboð til Rósu. Ratleikur fyrir páskaeggjaleitina Rósa reynir að halda í hefðir og siði og líka búa til nýjar hefðir með fjölskyldunni og hefur gaman af því að leika sér með árstíðirnar. „Ég hef reynt að búa til ákveðnar hefðir hjá okkur fjölskyldunni þótt þær séu alls ekki heilagar. Ég skreyti alltaf dálítið inni á heimil- inu þar sem egg, greinar og plöntur eru auðvitað í aðalhlutverki. Páskarnir eru í mínum huga vorhátíð og við fögnum því að birtan er að ná yfirhöndinni yfir myrkri vetrarmánaðanna. Þá er orðið mjög stutt í að gróðurinn lifni við og „ilmurinn af vori og grósku“ liggur í loftinu. Ég ólst ekki upp við að páskaeggin væru falin fyrir okkur systkinunum og að við þyrftum að leita að þeim en tók það upp með mínum börnum og því fylgir léttur ratleikur. Við höldum þeirri venju enn þótt börnin séu flest um það bil fullorðin og verður bara fyndnara og skemmtilegra með árunum. Stundum höfum við verið í sumar- bústað um páskana og þá hefur verið gaman að láta krakkana leita úti í kjarrinu og á milli trjánna ef þannig hefur viðrað.“ Aðalpáskaeggin frá hænunum í garðinum Áttu þér þitt uppáhaldspáskaegg? „Ég stenst ekki Appollo-lakkrís- eggin frá Góu og óska þess að eitt slíkt lendi á mínu borði á pásk- unum. Reyndar er Hraun-eggið mjög ljúffengt líka og á líklega aldrei betur við en þessa dagana að gæða sér á einu slíku. En aðal páskaeggin eru þau sem hænurnar okkar færa okkur um hátíðirnar. Réttir úr ferskum eggjum frjálsra hæna heimilisins eru engu líkir á páskum, t.d. „egg benedict“, fylltar eggjamúffur eða ofn- bakaðar eggjakökur.“ Rósa segist hafa föndrað fyrir páskana þegar börnin voru yngri en það hafi breyst eftir að þau fóru að fullorðn- Ljúffeng sjávarréttasúpa með karrí og kókos Rósa hefur allt- af verið mikill ástríðukokkur og leggur sig fram um að hafa glæsi- legar veislur um páska. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Hún er páskaleg sjávarréttasúpan hennar Rósu. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is ast. „Föndrið felst kannski orðið aðallega í páskalegum útfærslum eða skreytingum á kökum eða öðru matarkyns.“ Páskasúpan kemur með páskahátíðina Matarhefðirnar eru ríkjandi hjá Rósu um páskana og þar kemur íslenska lambakjötið sterkt inn. „Mér finnst ómissandi að elda lambakjöt á páskahátíðinni og undanfarin ár hafa hægeldaðir lambaskankar átt vinninginn, sem fá að malla í leirfati í ofninum í 6-8 tíma. En páskarnir ganga ekki almennilega í garð fyrr en páska- súpan er komin á borðið. Um er að ræða sjávarréttasúpu með kókos og karríi sem gerir hana svo fallega gula og mjög viðeigandi á páskahátíðinni. Páskasúpuna gerði ég fyrst fyrir nærri 30 árum og hefur hún tekið nokkrum breytingum í gegnum árin. Ég býð ýmist upp á hana í forrétt eða sem hádegisverð á páskahelginni. Hún stendur alltaf fyrir sínu og rennur ljúflega niður.“ Við fengum Rósu til að deila með okkur uppskriftinni að þessari ljúf- fengu og fallegu gulu sjávarrétta- súpu sem á vel við um páskana. Sjávarréttasúpa með karrí og kókos Fyrir fjóra 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, smátt skorinn 2-3 hvítlauksrif, marin 2 tsk. karríduft ½ tsk. túrmerik 2-3 sm af ferskri engiferrót, rifin 1 dós kókosmjólk, 400 ml 5 dl fiskisoð (soðið vatn og teningar) 50 g kókosþykkni (má sleppa) salt og grófmalaður pipar 300-400 g sjávarfang, t.d rækjur, lax eða hörpuskel Meðlæti 2 msk. kókosmjöl, ristað á þurri pönnu u.þ.b. 4 tsk. grísk jógúrt, þeyttur rjómi eða sýrður rjómi ferskt kóríander til skrauts Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíu eða smjöri við vægan hita í potti í nokkrar mínútur. Passið að brenni ekki. Bætið karríi, túrmerik og engifer saman við og blandið vel. Hellið síðan kókosmjólkinni út í og hrærið vel. Blandið fiskisoðinu út í og látið suðuna rétt aðeins koma upp og lækkið hitann. Látið malla í smástund. Smakkið til með salti og pipar. Ef þið viljið auka kókosbragðið í súpunni og gera hana rjóma- kenndari er gott að bæta kókos- þykkni (creamed coconut) út í. Setjið síðan það sjávarfang sem þið ætlið að nota í súpuna og látið hitna í gegn í tvær til þrjár mínútur. Þegar súpan er borin fram er þeyttur eða sýrður rjómi eða grísk jógúrt sett á toppinn og síðan ristuðu kókosmjöli eða kókosflögum stráð yfir og ferskt kóríander eða límónubáta ef vill. Ef þið notið sýrðan rjóma eða gríska jógúrt á toppinn er gott að hræra það aðeins út með smá mjólk til að þynna. BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Mest lesna bílablað landsins kemur út þriðjudaginn 13. apríl næstkomandi. Ritstjóri blaðsins er Njáll Gunnlaugsson. Tryggðu þér pláss í mest lesna blaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Ruth Bergsdóttir Sími 694 4103 / ruth@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vit að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 3. apríl 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.